Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjálfsdýrkun

Black and beautiful!

 1

Ég hef átt marga þeirra í gegnum tíðina.  Ég hef elskað þá næstum jafn mikið og börnin mín, dúllað við þá, klæðst þeim með stolti og safnað þeim meðvitað eins og ég hefði átt að safna peningum, en það hefur ekki tekist enn.  Ég get svarið það að ef ég hefði ekki gefið frá mér þessar elskur í gegnum tíðina, eins og bjáni, þá er ég viss um að ég gæti notað hvern einasta einn, í dag.  Þeir eru nefnilega allir nánast eins, bara spurning um efni eða smá breytingar á sniði, eftir því sem tískan hverju sinni gefur tilefni til.

Sá litli svarti hefur aldrei verið í eintölu hjá mér.  Ég á fleiri en einn og fleiri en tvo.  Miðað við að ég er nánast fullkomin og ætti með réttu löngu vera farin að svífa um alheiminn í nirvana, þá hefur þessi eini löstur (jeræt) haldið mér á jörðinni.

Nú um stundir eru  sex litlir svartir í umferð.  Sá nýjasti bara mánaðargamall.  Ég er svarta konan.  Er eins og lakkrísmoli til fara, svei mér þá.

Ég hef bloggað um "alla svörtu kjólana mína" (orð míns heittelskaða þegar ég þykist ekki eiga neitt til að fara í) nokkrum sinnum, þannig að af því má sjá að þeir eru mér hugleiknir.  Annars er erfitt að vera fatasjúkur og ætla að láta taka sig alvarlega í leiðinni.  Það er eitthvað svo yfirborðskennt.  En lífið er ekki fullkomið.

En hvað um það.  Harrods í London er með sýningu til heiðurs litla svarta kjólnum og ég er óvirkur alki með fatavandamál og kemst ekki á sýninguna. Tuff shit!

En ég er samt voða glöð.

Stelpur eigum við að kíkja í búðir um helgina?Whistling

Úje 


mbl.is Litli svarti kjóllinn heiðraður í Harrods
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bömmer..

..að rasistarapparinn Eminem er hættur við að hætta.

Ég hef ekki gramm af tolerans gagnvart þessum nábleika rappara.

Fari hann og veri.

Úje


mbl.is Eminem hættur við að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG OG ÚTLITIÐ

 1

Það er til tíska í förðun.  Já, já, auðvitað veit það hvert mannsbarn.  Allskonar litanúansar í augnskuggum, blýöntum og varalitum.  Já og litasétteringar í meiki.  Ég er löngu hætt að fylgjast með, breyti helst ekki um andlit ef ég kemst hjá því, nóg er um árhringjaframleiðsluna í smettinu á mér, með öllum þeim breytingum sem hún orsakar. Ég legg ekki meira á ykkur.

Svo eru andlit í tísku líka.  Mikið máluð, lítið máluð (aldrei ómáluð), þykjustunni fersk andlit og mismunandi mjó andlit.  Stundum er hungursvipurinn að gera sig í tískuheiminum og þá á kona að líta út fyrir að nærast á sólarljósinu einu saman, hún á að vera kinnfiskasogin og með önnur merki örbirgðar í andlitinu.

Ef að fölleitar konur með bauga undir augum kæmust í tísku á þessu laugardagskvöldi þá yrði ég andlit kvöldsins.  Jafnvel mánaðarins, svei mér þá.

Hvernig stendur á því að ljótan getur heltekið mann svona algjörlega óforvarandis án þess að maður hafi unnið sér inn fyrir því á nokkurn hátt?  Hér hef ég verið bláedrú, er útsofin og borða eins og meinlætamaður en samt, hm...  Hvað veldur?

Er farin í andlitsbað, strekkingu og augnuppskurð.

Síjúgæs!

 


GRENJANDI NÖRD

1

..ef ég væri með lítið brotabrot af því sem Búskur forseti hefur á samviskunni, myndi ég eflaust gráta 24/7.

Maður sem lét lífláta fólk í Texas hægri vinstri og sýndi aldrei miskun, sendir hermenn í dauðann og á beina aðild að óteljandi morðum á  saklausum borgurum í Írak, getur ekki verið grátandi dúllurass uppi við öxl Guðs. 

Ef þessi maður er harmrænn tilfinningavöndull þá heiti ég Beef Wellington.

Cry me a river!

Úje


mbl.is George W. Bush: „Ég tárast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRIRSAGNIR DAUÐANS

Ég veit ekki með ykkur en ég persónulega upplifi það sem andlegt ofbeldi af verstu tegund, þegar ég í sakleysi mínu (okokok, ekki sakleysi, köllum það bjartsýni) ráfa um forsíðu Moggabloggs, til að lesa ódauðlegar færslur sem þar eru innanborðs og þarf að reka augun í eftirfarandi:

Fósturvíg,

Fósturdeyðing,

Dauði og djöfull (segi svona), ladídadída.

Getur þetta Harmageddon fólk ekki verið í lokuðum klúbbum sem eru bannaðir fólki með heilbrigða skynsemi, svo að enginn ráfi inn á þessi ósköp alveg óvart eins og ég gerði í byrjun? 

Við hin gætum þá haldið áfram að syndga í friði.

Ekki fyrir Guði heldur fyrir mönnum.

Nú sting ég höfðinu í sandinn.

Ég held nú það.

Úje

 


BEIT HANN Í PÍKUNA Á ÞÉR? SAGÐI ÉG SKELFINGU LOSTIN VIÐ KYNÓÐA VINKONU MÍNA, VITANDI AÐ HÚN ELSKAR AÐ LÁTA NARTA Í SIG, ÞEGAR HÚN FER Í APÓTEK Á STÓR-HAFNARFJARÐARSVÆÐINU!

1

Já svaraði hún og ég fylltist svo mikilli sælu, gagnvart þessum frakka, rauðhærða apótekara, að ég gleymdi hvað ég ætlaði að kaupa.

Ég, vitandi að hún er með klamydíu á fjórða stigi og flatlús þar að auki, minnti hana á að hún hafi ætlað að leysa út lyfin fyrir báðum þessum óværum.  Hún varð smá flóttaleg til augnanna en svo yfirtók sælusvipurinn aftur íðilfagurt andlitið.

Skrifað með bundið fyrir augun, í þeirri von að mamma og pabbi séu ekki að lesa og ég lofa að gera þetta aldrei aftur.

Þetta var gert fyrir eina bloggvinkonu mína, sem hefur soldið gaman af klobbabloggum.  Henni finnst þau of fá.  Ég er ekki sammála henni enda á ég svo ruddalegar vinkonur að það er ekki hægt að hafa reynslu þeirra á kynlífssviðinu eftir.

Súmíbítmíandþrómítúðevúlfs!

Úje, úje!!


FYRIRLIGGJANDI..

1

..steinliggjandi og nauðsynleg verkefni dagsins, fyrir utan bloggfikt af ýmsu tagi, eru:

..uppvask á tveimur diskum, 3 glösum og einhverjum bollapörum.

..móttaka á nýjum ísskáp með þátttöku Lúðrasveitar Seljahverfis, fulltrúa borgarstjóra og fleiri mektarfólki.

..flutningur gamla ísskáps í geymslu, þ.e. verkstjórn, aðrir í skítverkunum.

..endurgláp á Fanny og Alexander í minningu meistara Bergman.

Úff líf mitt er svo sannarlega flókið og merkilegt.

París Hilton og þið hinar stelpurnar í Hollý..

"Eat your heart´s out.

Ég er "vippari", ekki spurning.

Úje


PIRRINGSBLOGG

28

Loksins þegar fjárans sumarstarfsmaðurinn spáir almennilega fyrir mér þá vantar mikilvægan hluta minna dásamlegu eiginleika í fj.. spána.

"Steingeit: Þú ert sérlega næmur, skilningsríkur og samúðarfullur við fólkið sem þú elskar - og líka við það sem þú þekkir varla. Það er þitt framlag til friðar á jörðu"

Ég viðurkenni að ég hef verið að bíða eftir viðurkenningu veraldarinnar á framlagi mínu til heimsfriðar, ásamt öðrum viðurkenningum sem ég á skilið.  Loksins kom örlítil viðurkenning á því að ég er dásamleg manneskja.  Betri en flestar aðrar.  Fullkomin eiginlega.  En af hverju í andskotanum stendur ekkert um hversu hógvær og lítillát ég er?  Ha??

Æmabát2börst!


SUMIR VILJA EKKI EINKALÍF

 

1

Ný upplýsingatækni auðveldar einka- og opinberum aðilum að fylgjast með einstaklingum og skapar hættu á að persónulegar upplýsingar séu misnotaðar, segir Haukur Arnþórsson, stjórnmálafræðingur.

Ég er sammála því og finnst ógnvekjandi hvernig upplýsingasamfélagið kreppir stöðugt að einkalífinu og gengur nærri persónu fólks.

Ég hef hins vegar reynslu af fólki sem var beinlínis á móti einkalífi og þröngvaði sér inn í líf mitt.  Já inn í mitt líf, alveg sárasaklausri.  Þegar ég bjó á Laugaveginum, bjó ég á annarri hæð.  Laugavegurinn er ekki breiðgata, eins og allir vita og í sömu hæð í húsinu á móti, bjó lengi vel, kunningjakona mín og hún hafði dregið fyrir á kvöldin.  Ég var með tölvuna mína við gluggann og sat gjarnan á kvöldin og vann.  Nýju nágrannarnir voru gluggatjaldalausir og ég sá bæði inn í stofu og svefnherbergi.  Ef ég leit upp þá blasti við klámmyndasýning á veggjskjánum og þau alsber og stundum með jafn alsbera gesti í heimsókn.  Þetta var í fullum litum, ekkert dregið undan og við látum þá lýsingu nægja.  Ég var nokkuð snögg að fá mér rúllugardínur, en ég get svarið það, þetta gekk svona á nánast hverju kvöldi og það voru þarna dagar sem ég kom ekki nálægt tölvunni og hélt mér hinum megin í íbúð vegna sjónmengunar.

Konan á hæðinni fyrir ofan var neydd á sömu kvöldsýningar og það voru rúllugardínukaup á forgangslista á því kærleiksheimili líka.

Sumir vilja ekki einkalíf, það þarf a.m.k. ekki að hafa áhyggjur af þeim.  Það er fólk eins og ég og fleiri sem brjálumst við tilhugsunina um myndavélar út um allt.  Svo maður tali ekki um míkrófóna og hvað þessi apparöt öll nú heita.

Kræst! 


mbl.is Upplýsingatækni ógn við einkalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRRVERANDI Í SÖMU BORG..

 

..og á sama tíma.  Tom Cruise og Nicole Kidman verða bæði í Berlín við kvikmyndatökur í september n.k. og það telst greinilega til tíðinda.

Einu sinni fannst mér Tom Cruise flottur, eins og t.d. í barmyndinni (man ekki hvað hún heitir) þar sem þeir dönsuðu um allt með flöskurnar innan við barborðið.  Eftir að hafa heyrt um hann og Vísindakirkjuna fór sjarminn að renna af manninum og nú er hann bara lítill plebbi, sem hoppar í sófum og starir með aðdáun upp á eiginkonuna hana Kötu Holmes.

Með Nicole gegnir öðru máli.  Konan er afspyrnu góð leikkona.  Það er varla sú bíómynd sem hún hefur haft hlutverk í sem ekki verður eftirminnileg, bara vegna þess að hún er þar.  Myndin um Channel hefði reyndar mátt missa sig, en allir eiga sína slæmu daga.  Ég vona svo sannarlega að Nicole sé ekki í Vísindakirkjunni.

Annars er ótrúlegt að fylgjast með hvað telst fréttnæmt í slúðurheimum í dag.  Að þessi fyrrverandi hjón skuli vera í sömu borg á sama tíma og að það skuli komast í blöðin segir mér bara eitt.

Fræga fólkið verður að fara að haga sér illa.  Það er gúrkutíð í slúðrinu þessa dagana.

Mímí.


mbl.is Tom Cruise og Nicole Kidman við tökur í Berlín í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.