Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 30. október 2008
Korktapparnir tveir
Mafía hvað?
Áfram heldur íslenski farsinn og það kemur æ betur í ljós hvaða samtryggingar- og kunningjaþjóðfélag við búum í við Íslendingar.
Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, álíta sig ekki vanhæfa til að sinna frumrannsókn á starfsemi viðskiptabankanna þriggja í aðdragandanum á falli þeirra.
Sonur Valtýs, Sigurður, er forstjóri Exista. Sonur Boga, Bernhard, er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Stoða. Hvort tveggja er útrásarfyrirtæki með tengsl við fallna banka, Kaupþing og Glitni.
Nei, nei, íslenska leiðin til að komast að sannleikanum er dásamleg. Setjum fjölskylduna í málið bara og allt mun verða dregið fram í dagsljósið.
Ég veit ekki með ykkur en ég sé ekki betur en að við búum í skelfilegu samtryggingarþjóðfélagi þar sem enginn og ég segi enginn er í alvörunni tilbúinn til að skipta um vinnuaðferðir.
Björn Bjarna, yfirmaður þessara sómamanna sér ekkert athugavert við þessi vægast sagt hæpnu vinnnubrögð.
"Aðspurður vísaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á þá Valtý og Boga. Engum væru reglur um vanhæfi betur kunnar en þeim. ...þeir eiga sjálfir síðasta orðið um hæfi sitt eða vanhæfi og treysti ég dómgreind þeirra óskorað í því efni, sagði Björn."
Hvar nema hér á Íslandi árið 2008 er talið eðlilegt að fólk gerist dómarar nánast í eigin sök?
Á Íslandi kveður fólk upp úrskurða um vanhæfi sitt eða hæfi. Einfalt og gott. Fífl.
Það er þess vegna sem ég sit hérna með stírurnar í augunum og óttakökk í hálsinum.
Hvernig er hægt að reisa eitthvað nýtt á svona rotnum grunni?
Það er sama hvert maður snýr sér dæmin eru að hrannast upp.
Mafía hvað?
Hafi einhvern tímann verið ástæða til að kalla til erlenda aðila sem engra hagsmuna eiga að gæta þá er það núna þegar þessi ósköp ríða yfir og engu er að treysta.
Aðeins þannig er hægt að byggja upp traust á ný.
Minni á að félagarnir Valtýr og Bogi, þessir varðhundar kerfissins eru korktappar þess dómskerfis sem við nú búum við.
Bara svona að halda því til haga.
![]() |
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Maður spyr sig
Ég sá á einhverri sjónvarpsstöðinni viðtal við stjórnmálafræðing sem ég man ekki hvað heitir.
En það skiptir ekki máli en það sem hann sagði var merkilegt.
Þetta með að íslenskir ráðherrar (þingmenn eflaust líka) segi ekki af sér þrátt fyrir að stundum hafi verið ástæða til.
Nú muna eflaust allir eftir Monu Shalin, sænska ráðherranum sem sagði af sér eftir Tobbelrone kaupinn á krítarkort ráðuneytisins.
Og danska ráðherrarnum sem borgaði gistingu fyrir sig með krítarkorti hins opinbera.
Það hlýtur að vera eitthvað í þjóðarkarakternum sem gerir það að verkum að við höfum svona mikið þanþol gagnvart ráðamönnum.
Einhvers staðar sá ég líka skrifað um að ráðamenn þekki gullfiskaminni íslensks almennings og bíði af sér pirringinn.
Spurningin er hvort það gerist núna líka.
Annars var ég kjaftstopp áðan þegar ég sá þetta.
Hrokinn og virðingarleysið gagnvart almenningi er algjört.
En eigum við þetta ekki skilið almenningur?
Maður spyr sig.
En að öðru, Reuters var með umfjöllun um undirskriftarátakið "við erum ekki terroristar" og svei mér þá ef ég er ekki smá stolt af okkur Íslendingum.
Við getum staðið saman, það er nokkuð ljóst.
Þeir sem eiga eftir að skrifa sig á listann, hér er hann.
![]() |
Mótmæli vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Samþykkjandi með hinnarri
Ég var að ræða það við kæra vinkonu í dag að mér liði eins og ég sé inni í miðri Fellinibíómynd.
Raunveruleikinn er geðveikislega súrrealískur þessa dagana.
Engar venjulegar reglur eru í gildi lengur, allt bara happening allan daginn út í gegn.
Það er eins og flestir séu að jafna sig eftir fyllerí og að það gangi illa. Timburmennirnir búnir að læsa sig í sálina og komnir til að vera.
Stundum fæ ég hláturskast yfir ruglinu og óvissunni, hreinlega hlæ eins og vitleysingur og ég held að það stafi af því að ég er með kökkinn í hálsinum og þarf að gæta mín svo ég fari ekki að grenja.
Og svo baka ég eins og mófó bara svo þið vitið það.
Samfylkingin er að drepa mig, þ.e. hegðun margra málsmetandi manna/kvenna þar á bæ.
Þeir eru í ríkisstjórn en samt í bullandi stjórnarandstöðu.
Það er í raun brjálæðislega tragikómískt að Samfó er mótmælandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar með annarri en samþykkjandi með hinnarri.
Af hverju þessi flokkur heldur áfram í þessu stjórnarsamstarfi er mér hulin ráðgáta.
Ókei, ef þeir væru þá í ríkisstjórninni og hegðuðu sér eins og þeir meinuðu það þá er hægt koma sér upp tolerans fyrir því.
En þeir geta það ekki og ég skil það líka, í raun mikið betur.
Verst að þeir skyldu ekki átta sig á að samstarf við íhald er baneitruð blanda og bráðdrepandi. Algjör koss dauðans. XXX
Það er beisíklí bara Framsókn sem á að renna saman við íhaldið, þeir kunna það best og eru að týna tölunni blessaðir. Afdrif þess flokks eru fyrirséð.
Reyndar er formaðurinn þar í öflugu stjórnarsamstarfi þessa dagana.
Þetta er eins og á hippaárunum.
Þá voru allir með öllum.
Peace love and fucking happiness.
KJÓSUM KRAKKAR - KOMMON SAMFÓ!
Úje
![]() |
Ekki benda á mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Vinir í raun
Á ögurstundu kemst fólk gjarnan að því hverjir eru vinir í raun.
Flestir, ef ekki allir hafa staðið frammi fyrir því að þurfa á alvöru vinum að halda og ég er þar engin undantekning.
Mín reynsla er sú að það megi skipta "vinagenginu" í fjóra flokka.
1. Vinirnir sem gefa ekki einungis skít í þig á örlagastundu heldur sparka í þig liggjandi.
2. Þeir sem hlaupa af stað og það má lesa greinilega skónúmerið undir skónum þeirra. Þeir hverfa og sjást ekki meir.
3. Þeir sem ætla að hjálpa, bráðum að uppfylltum skilyrðum - seinna, oft miklu seinna.
4. Sjaldgæfi hópurinn en sá dýrmætasti sýnir þér vináttuna í verki án þess að býsnast mikið yfir því hvað þá að hreykja sér af því.
Það má flokka "vinaþjóðir" Íslendinga í þetta bókhaldskerfi og það auðveldlega.
Í byrjun október þegar allt hrundi fengum við í kaupbæti með krísunni það sjaldgæfa tækifæri að komast að því hverjir eru vinir okkar meðal svo kallaðra vinaþjóða.
Í dag er það ein þjóð sem er óumdeilanlega vinaþjóð í raun. Færeyingar eru einfaldlega þeir einu sem tilheyra flokki fjögur.
Allir vita hvar Bretarnir standa.
Kanarnir, mér sýnist þeir nota skó númer 66.
Norðurlandaþjóðirnar eru hér sýnist mér í þriðja lið, hummandi og hóstandi. Þeir vilja hjálpa, við erum frændur, við elskum ykkur en... við viljum ekki fordæma Breta fyrir hryðjuverkastimpilinn. Við viljum heldur ekki snara út peningum fyrr en við erum búnir að hlusta á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Gulltryggðir í bak og fyrir.
Ég gef ekki afturenda fyrir svoleiðis vináttu.
Geir Haarde sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Norðurlöndin hafi ekki strax lýst því yfir að þeir ætluðu að koma okkur til aðstoðar.
Ég skil Geir afskaplega vel þarna.
Og hvað sem annars má segja um forsætisráðherrann og hans pólitík þá verð ég að viðurkenna að hann á alla mína samúð þessa dagana. Að ganga um með einhverskonar betlistaf meðal "vinaþjóða" er ekki öfundsvert verkefni.
Svo minni ég á undirskriftalistann; "Við erum ekki hryðjuverkamenn." Nú ríður á að skrifa nafnið sitt og vera með. HÉRNA.
Takk Færeyjar. Skelfilega hlýjar þetta mér um hjartaræturnar.
![]() |
Siðferðileg skylda að hjálpa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Aðgengilegir skilmálar?
"Nei ég er ekki að hugsa um að hætta sem seðlabankastjóri".
Þessu svaraði Davíð Oddsson spurningu fréttamanns í morgun á blaðamannafundi í Seðlabankanum.
"En þú - ert þú að hugsa um að hætta í þinni vinnu"? Spurði Davíð fréttakonuna, fullur áhuga á hennar persónulegu og prívat atvinnupælingum.
Það er auðvitað algjörlega sambærileg aðstaða sem þau eru í, Dabbi og Lóa Pind Aldísardóttir.
Eða hitt þó heldur.
Ef við gætum efnisgert hroka og sjálfsánægju íslenskra ráðamanna, gætum við selt þessa eiginleika til fjarlægra landa og grætt á því stóra peninga. Eða ekki, mér skilst að það sé ekki mikill markaður fyrir svona karakterbresti á þessum síðustu og verstu.
Solla sagði í síðustu viku að IMF setti engin skilyrði sem væru okkur óaðgengileg.
Flokkast þessi skelfilega stýrivaxtahækkun þá undir undir aðgengilega skilmála?
En ég vil kosningar núna.
Já bara strax.
Hlutirnir geta ekki orðið verri.
Kíkið á þetta. Kjósa.is
![]() |
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. október 2008
Sælir eru fokkings fátækir
Prestaframleiðslan er greinilega ekki í samdrætti vegna kreppu.
Hvað er ég að blogga um prestvígslur?
Ég gæti allt eins farið að sökkva mér í rit um heilaskurðlækningar eða hvernig á að leggja ljósleiðara.
Mér gæti sum sé ekki staðið meira á sama.
En ég sá þarna tækifæri til að koma inn á boðskapinn frá biskupi um daginn.
Æi þið vitið þegar hann sagði að við höfum aldrei verið auðugri Íslendingar en einmitt núna.
Tali hver fyrir sig - en hvorki ég né meirihlutinn af þjóðinni hefur verið í verri málum með tilliti til auðlegðar en nú um stundir.
Ég hugsaði alveg: Hm.. aldrei verið auðugri, hverja þekkir maðurinn?
Svo rann upp fyrir mér ljós.
Hann er að tala um auðinn sem mölur og ryð fá ekki grandað.
Auðlegðina frá föðurnum á himnum.
Jájá gott fólk, búið til graut úr þeim heilagleikaköggli fyrir börnin ykkar. Látið það ríkidæmi í nestisbox afkomendanna.
Þetta andlega auðlegðarkjaftæði hefur verið notað af kirkjunnar mönnum frá upphafi vega.
Sælir eru fokkings fátækir.
Mér finnst svona tal vera niðurlægjandi og fullt af hroka og biskup hefði átt að hafa innsæi til að láta þessa auðlegðarræðu eiga sig.
En af því það er stöðugt verið að nota ráðleggingar úr biblíunni til að svæfa múginn þá skil ég alls ekki af hverju öllum boðskapnum er ekki haldið til haga úr ræðupúltum kirkjunnar.
Eins og t.d. að fara og gefa eigur sínar fátækum og dúndra sér í vinnu fyrir hönd föðurins, sonarins og hins heilaga anda.
Nei, þeir minnast ekki á það blessaðir kirkjunnar menn.
Hvað eru prestar og biskupar annars með í laun?
Og eru þeir ekki allir búandi í einhverjum annexum við kirkjurnar?
Spyr sá sem ekki veit.
Já og skinheilagleiki fer ógeðslega í taugarnar á mér.
Ég held að markaðurinn fyrir svona blaður sé alls ekki að ganga í fólk á tíma þar sem blákaldur raunveruleikinn blasir við og fátt virðist til bjargar, amk. ennþá.
Súmí.
Annars er ég bara svona að rífa kjaft um þetta mér til skemmtunar og öðrum til óþurftar, eitthvað verður maður að dunda sér við í veikindunum. Múha.
![]() |
Fjögur taka prestvígslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Þriðjudagur, 28. október 2008
Afsakið á meðan.....
Nú get ég sagt; afsakið á meðan ég æli og meinað það.
Ég er nefnilega með skammlausa gubbupest og það skal viðurkennast að mér finnst það afskaplega skemmtileg tilviljun að sálarlífsæluþörfin skuli verða áþreifanleg í raunheimum.
Nú skrapp ég aðeins frá og sendi fallegan boga af magainnihaldi upp í himinhvolfið. DJÓK.
Ég veit ekkert um vexti. Þ.e. stýrivexti.
Mér er sagt að það sé betra að þeir séu lágir.
Mér er sagt að það sé skelfilega og óheyrilega vont fyrir almenning þegar þeir eru háir. Samt eru þeir endalaust hækkaðir.
Mér er líka sagt að við séum með hæstu svona vexti á allri jarðarkringlunni.
Auðvitað veit ég svona sirka hvað stýrivaxtahækkun hefur í för með sér en hvergi nærri nóg.
Nei, ekki reyna að útskýra fyrir mér - ég er ekki í stuði til að meðtaka svona upplýsingar.
En hafið þið ekki orðið var við ákveðnar heilaflækjur vegna allra háu upphæðanna sem alltaf er verið að kasta á milli sín í umræðum?
Þrjúhundruð milljarðar - tvö þúsund milljarðar Evra og áfram endalaust.
Rosalega er maður aumur með sín tæp tvöhundruð þúsund í lommen á mánuði.
Hvernig hefur maður komist af?
En ég kíkti hérna aðeins til að hressa mig við.
Ég er í alvörunni veik og ekki vorkenna mér, ég fagna því að hafa annað að hugsa um en yfirvofandi meiri kreppu og núverandi skelfingarástand.
Takk öll fyrir kommentin í færslunni á undan.
Ég held ég gæti knúsað ykkur í klessu.
Yfir til ykkar.
Lesið Málbeinið. Klikkar ekki frekar en vanalega.
![]() |
Vaxtahækkun vegna IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 27. október 2008
Skrifað af hrúgu manna
Það var reynt að innræta mér virðingu fyrir áktoriteti.
Það tókst ágætlega og lengi vel hneigði ég mig átómatískt ef ég sá menn í búningum.
Löggur, dómarar og fógetar (já og skipstjórar) fengu mig til að fara á hnén (í huganum).
Síðan hefur þetta rugl rjátlast af mér og nú orðið ber ég virðingu fyrir þeim sem mér finnst eiga það skilið.
Það er allur gangur á þessu hjá mér enda skiptir það engan máli nema sjálfa mig.
Menn úti í bæ eru ekkert í heita pottinum í laugunum á klíkufundum alveg: Ætli Jenný Anna Baldursdóttir beri virðingu fyrir mér núna eftir að ég klúðraði sóandsóbankanum og laug í fjölmiðla? Ætli hún sé sár út í okkur fyrir að hafa verið að taka út háar summur rétt áður en allt féll? Ha? Er von um fyrirgefningu hjá konunni haldiði strákar? Halló frú mikilvæg.is komdu niður á jörðina.
Ég held að þeir séu að tala um rjúpnaveiðar, nýjasta plottið nú eða minnkandi séns í stelpurnar eftir að einkaþoturnar hófu að hrynja af þeim og samdráttur kom í bílífið.
En hver er skúrkur og hver er ekki skúrkur?
Eru menn kannski bæði skúrkar og ekki skúrkar í dásamlegri blöndu?
Getur Davíð til dæmis verið ekki skúrkur í samskiptum við ritarann sinn en algjör skúrkur við Björgólf Thór? Hreinlega logið upp á drenginn?
Er Björgólfur Thór kannski bölvaður lygari við Kompás en algjörlega heiðarlegur við húshjálpina, lyftuvörðinn og garðyrkjumanninn?
Nú eða v.v.
Ekkert er svart hvítt lengur. Af hverju er friggings lífið ekki eins og ævintýri?
Allt í tjóni frá fyrstu blaðsíðu fram á þá næstsíðustu.
Þá eru skúrkarnir brenndir á báli, kastað í sjóinn eða sendir í útlegð og svo fara allir hinir í sleik og lifa hamingjusamir til æviloka.
Hver er að ljúga hérna?
Dabbi eða BjörgólfurThór?
Damn, damn, damn, hvað ég orðin þreytt á að lifa í geðveikri glæpasögu með engum endi skrifaða af hrúgu manna með Munchausen heilkennið.
Adjö!
![]() |
Seðlabanki andmælir Björgólfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 27. október 2008
Úje og klár í bátana
Er enginn endir á skelfingarfréttum eða hvað?
Látum vera þó hér stefni í sögulegan fjölda atvinnulausra.
Eða stórkostlegt eignatap borgaranna.
Nú eða hrun banka og annarra fyrirtækja.
Við munum lifa þetta af vegna þess að við eigum ekki val um annað.
En mér finnst þetta gengið helvíti langt ef sígarettur og Prins Póló verða út úr mynd.
Í B.S.R.B. verkfallinu 1985 féll samstaðan á sígóinu.
Ókei, smá ýkjur en ég var ein af þeim sem var orðin ansi léleg í baráttunni þegar ég sá að stefndi í algjöra þurrð.
Verð að játa að sterkari á svellinu var ég nú ekki. Hefði samið upp á hvað sem er hefði það verið á mínu færi, sem það var sem betur fer ekki.
Þá reykti ég allt sem að kjafti kom, eins og Lucky Strike (sem var afskaplega vel við hæfi), Pall Mall og Chesterfield ef það hefði verið enn á markaði.
Núna hins vegar, er ég orðin svo pen í reykingunum.
Ég treysti mér alveg til að fara á úðann ef allt um þrýtur.
En Prinsinn maður lifandi, á að ganga endanlega frá manni?
Annars er Prins Póló nútímans lélegur brandari. Það er ekki líkt eðalprinsinum sem við borðuðum í æsku minni.
Ég skal samt segja ykkur það að ég er að fokka í ykkur með Prinsinn. Borða ekki súkk. Einfalt mál.
Möguleg brennivínsþurrð kemur ekki við mig enda meðferðuð upp að eyrum.
Rjúpurnar heyra sögunni til - ekki hægt að kreppa þær af diski vorum við hirðina.
Hugs, flett, flett, hvað er hægt að taka af manni meira en orðið er?
En mikið skelfing vildi ég óska að það væri bara verkfall í gangi og það yrði samið innan tíðar og allt gæti farið í sitt venjulega horf.
Því miður þá erum við ekki svo heppin gott fólk.
En til að hressa ykkur við krúttin mín þá lesið ÞETTA.
Stundum talar fólk alveg fyrir mína hönd og annarra án þess að hafa hugmynd um það.
Sé ykkur í boðinu.
Úje og klár í bátana.
![]() |
Prins Polo á þrotum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. október 2008
Sameinuð stöndum við- sundruð föllum við
Mótmæli eru ekki vel séð á Íslandi - það er nokkuð ljóst.
Almenningur sjálfur er líka seinþreyttur til vandræða og það þarf að ganga mikið á áður en fólk steðjar af stað.
Svo eru margir þeirrar gerðar að þeir nenna ekki að lyfta afturendanum sjálfum sér til bjargar og eru ánægðir með að aðrir sjái um það bara.
Nú er búið að mótmæla tvo laugardaga í röð, í gær án mín sem er náttúrulega djöfullegur skaði fyrir málstaðinn.
Stöð 2 hefur fryst töluna 500 í þátttökufjölda og mun hún verða endurnýjuð og uppfærð um mitt næsta ár.
En ég er reið þó ég fari vel með það.
Hvernig vogar sér sumt fólk með athyglisþörf sem gerir sjálfri Madonnu skömm til að kljúfa samstöðuna sem hefur myndast og bæta við mótmælum ofan á þau mótmæli sem voru ákvörðuð fyrir viku?
Hver er ástæðan? Varla málefnið - allir virðast vera sammála um þau.
Alveg er mér skít andskotans sama hver blæs til mótmælanna - ég vil bara að þau fari fram.
Puntudúkkur á öllum aldri verða að slá sér upp á öðru en baráttumálum almennings í þessu landi. Það er ekki málefninu til stuðnings að sýna þeim sem vilja að við sitjum og þegjum, hneigjum okkur og látum segja okkur að vera stillt, að sýna þennan fádæma vanþroska í framkomu eins og gert var í gær.
Það má vera að það sé ekki búið að einkavæða mótmæli á Íslandi en það ætti að lögvernda þau gagnvart kverúlöntum og lýðskrumurum sem nota þau til að vekja athygli á sjálfum sér fyrst og fremst.
Kannski var þetta í góðu gert. Kannski var ágreiningurinn um málefnin svona djúpstæður og óleysanlegur og almenningur algjörlega í blindu með hvað væri í gangi.
Ef svo er þá biðst ég auðmjúklega afsökunar, en þá fáum við væntanlega útskýringu á hvar sá ágreiningur liggur.
Ég verð að geta kynnt mér þau málefni sem hópunum greinir svona skelfilega á um að það þarf að skipa sér í tvær sveitir - halda tvo fundi.
Ef þið sem að því stóðuð að breytingunni frá áður auglýstum mótmælafundi vildu vera svo væn að útskýra fyrir okkur massanum?
Með kveðju frá undirritaðri sem finnst sorglegt og sárt að sjá málstaðinn eyðilagðan með svona andskotans fíflagangi.
Að minnsta kosti gef ég mér að þessi fáránleiki verði ekki endurtekinn n.k. laugardag.
En svo má auðvitað segja að það séu bara kommatittirnir sem mótmæla.
Jájá og allir í úlpum, tréklossum og með svart-hvítt sjónvarp.
Það er þá líka vatn á myllu "háðfuglanna" sem sitja heima á sínum feita rassi heima í stofu.
Hér er einn froðusnakkurinn sem vill auðvitað troða okkur öllum með sér í sektarbátinn eða skútuna. Hehemm.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr