Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

KONA AÐ MÍNU SKAPI

 

Þessi fréttaþulur er með forgangsröðunina á hreinu.  Hún neitaði að lesa frétt af París Hilton á undan fréttum af Íraksstríðinu og Bandaríkjaforseta.

Hún endaði með að setja fréttina í tætarann.

Ég held að hún sé ekki ein um að finnast þessi geggjun með stelpuna komin út yfir allan þjófabálk.  Myndbandið tengt Moggafrétt.

Njótið.


mbl.is Fréttaþulur neitaði að byrja á frétt um París Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMÁ FJÖLSKYLDUFRÉTTIR

1

Í dag er síðasti vinnudagurinn hjá Maysunni í London fyrir Arrogant Cat.  Úje.  Loksins fær stelpan mín smá andrúm og tíma fyrir Oliverinn og auðvitað Robba líka.  Mikið skelfing er ég glöð.  Maysa er búin að vinna alveg rosalega mikið lengi og lítið séð af prinsinum sínum, en nú eru sem sagt fallegir og bjartir dagar framundan. 

Eftir helgi fara Maysa og Robbi til Spánar en amma-Brynja og Gunnur stórafrænka verða á Oliversvaktinni í heimsborginni.  Knús til þín Brynja mín og við heyrumst á sunnudaginn.

Gleðilegt ofursumar litla Londonfjölskylda.

Maysan fer svo í skólann í haust.

Ain´t life beautiful?  Ég held það svei mér þá!


SKIPTIR ÖLLU MÁLI

 

Nú þegar það er komið á hreint að Lisa Nowak, sem var ákærð fyrir mannrástilraun og líkamsárás, segist ekki hafa verið með bleygju þegar hún ók frá Texas til Orlando með konuna sem hún rændi, horfir málið öðruvísi við.

  Þeir hljóta að láta konuna lausa sem fyrst.


mbl.is Segist ekki hafa verið með bleyju í ökuferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝTT TIL FULLS

1

Allar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru nýttar til fulls í nótt.  Hvað er í gangi?  Það er eins og það sé æskilegt að fangaklefarnir séu fullir út úr dyrum.  Að þeir hafi verið byggðir með aðsóknartölur í huga.  Svona eins og leikhúsin.  Ég á ekki krónu.

Gott þegar vel gengur.


mbl.is Gengið yfir bíla og fleiri eignaspjöll unnin; mikill erill hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEÐURJÖFNUN

1

..er þetta ekki "veðurjöfnun"?  Aðeins að síga smá á sólina kannski?  Skelfing hefði ég ekki á móti smá tækifæri til að innipúkast.  Slakið á veðrið verður fínt.  Hafgola og víða léttskýjað.

Segi sonna

Góðan daginn annars ég er á bloggvaktinni en það eru ekki fréttir.  Kannski ætti ég að blogga minna í dag.  Ég gæti "bloggjafnað".  Hm.. nei elska það að bögga bloggvinkonur mínar og halda þeim við efnið. 

"Bloggvinkonujöfnun"? Segi aftur sonna.


mbl.is Þokubakkar við norður- og austurströndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER HÆGT AÐ SKIPTA UM AFMÆLISDAG?

Satt best að segja er ég farin að verða dálítið nojuð varðandi stjörnuspána mína á Mogganum.  Fyrst fannst mér hún dálítið sniðug, svo var hún arfavitlaus þýdd og full af stafsetningarvillum og ég var farin að hafa gaman að því að hafa sumarstarfsmanninn Sigurrósu í gjörgæslu.  Nú er mér alveg hætt að lítast á blikuna.  Mín stjörnuspá er alltaf óskiljanleg, innihaldslaus og rugluð (sem er merkilegt þegar svona spár eiga í hlut, hm).  Ég held að Sigurrós sitji róleg inni á skrifstofu, lesi bloggið mitt og alla gagnrýnina á sjálfa sig og greiði mér fyrir með spá eins og þessari:

"Steingeit: Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Hefurðu gefið of mörg? Jæja, þú lærir af því fyrir næstu vinsældabylgju."

Samkvæmt þessu verð ég að lifa með eftirfarandi:

1. Af því ég mun stunda grimmt félagslíf verð ég að uppfylla loforð.  Halló; hvenær er samasemmerki á milli djammsins og loforða, hefur það ekki oft verið eimitt á hinn veginn? Á hún við að ég sé búin að vera lofa einhverju misjöfnu og hún spyr mig hvort ég hafi gefið of mörg.  Er hún að segja að ég sé einhver drusla?  Eða finnst henni ég feit og er að setja það í dulmál?  Ég er í víðtæku fári og veit ekkert hvernig ég á að snúa mér.

2. Ég mun læra að lofa ekki svona upp í ermi áður en NÆSTA vinsældabylgja skellur á.  Hvað þýðir nú þetta?  Er Sigurrós að segja að ég sé óvinsæl nú um stundir,  að ég muni hrapa á vinsældarlista Moggabloggs?

Veit einhver símann hjá bölvaðri kvensniftinni?


HUMARDANSINN

..er hafinn á Höfn.  Það hlýtur að vera spennandi, humarinn er út um allt, bara að fá sér, mikið dansað, gaman og gleði.

Ég er hætt að geta fylgst með öllum þessum "dögum" út um allt land.  Hamingjudagar á Hólmavík, humarhátíð á Höfn, sæludagar einhversstaðar, ástarvika á Bolungavík, síldarævintýri á Siglufirði og er ég að gleyma einhverju? Jább Jenny þú ert að því það eru mærudagar á Húsavík.

Maður má hafa sig allan við.


mbl.is Humarhátíð á Höfn í Hornafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLIR Á LEIÐ ÚR BORGINNI

1

Tvisvar sinnum á ári á ég Reykjavík nánast ein.  Það er um þessa helgi og svo um verslunarmannahelgina.  Ok, það eru auðvitað nokkrir á ferli, en þeir eru svo viðráðanlega margir eitthvað.  Það besta við þessar helgar er að geta farið ofaní bæ og lagt undir sig eins og eitt stykki kaffihús, auðvitað er í lagi fyrir aðra að vera með, bara að þeir haldi sig í hæfilegri fjarlægð (segi sonna).

Nú stefnir umferðin út úr höfuðboginni,  allir á leið í sveitina.  Á morgun förum við Sara og Jenny í víðáttugleði niður í miðbæ sömu borgar.

Síjúgæs!


mbl.is Mikil umferð frá höfuðborginni, en gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG FRÍKA ÚT

 

Nú hefur sprengja númer tvö fundist í London.  Ég er að fara yfirum.  Ég ítreka dagskipunina frá því morgun.  María Greta komdu heim með fjölskylduna.

Jeræt eins og það þýði eitthvað.

Tala við þig um helgina ljósið mitt og farðu varlega.

Móðir á barmi taugaáfalls.


mbl.is Önnur sprengja fannst í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMÁ SNÚRA

50

Þar sem ég hangi á snúrunni í þessu blíðskaparveðri og blakti rólega í blænum, datt mér í hug að snúrublogga aðeins.  Ég veit að fólk fær áhyggjur ef ég snúrublogga ekki reglulega, getur orðið hrætt um að ég sé dottin í það eða eitthvað (ekkert eitthvað, þetta er að duga eða drepast dæmi). 

Ég las viðtal við "my main man" Þórarinn Tyrfingsson í Fréttablaðinu í morgunn, þar sem hann er að tala um sterk verkjalyf sem óvirkir alkar eða fíklar (sami grautur í sömu skál) neyðast stundum til að taka við sjúkdómsmeðferðir inni á spítölum.  Það getur reynst hættulegt að taka lyf sem hafa áhrif á miðtaugakerfið og það ber auðvitað að forðast í lengstu lög.

Ég hætti við að fara í magaspeglun í fyrra, fljótlega eftir ég kom úr meðferð, vegna þess að ég fæ róandi í svoleiðis rannsókn, enda afspyrnu ósamvinnuþýður sjúklingur þegar kemur að því að það á að troða einhverri slöngu ofan í magann á mér.  Ég hætti sum sé við og sem betur fer eru magabólgurnar á brott.  Ég var nefnilega skelfingu lostin við tilhugsunina um að fá eitthvað undir tunguna og verða dópuð.  Vissi ekki hvað það myndi gera mér.  Ég þurfti sem betur fer ekki að komast að því fullkeyptu.  Ef ég þyrfti nauðsynlega að fara í magaspeglun núna myndi ég láta gossa ódeyfð af því ég er orðin svo svakalega þroskuð.  Þegar maður hefur verið hálf dauður úr alkahólisma þá er ég, amk., skelfingu lostin við að setja eitthvað í mig sem getur komið af stað grjóthruni í hausnum á mér.

En eins og Þórarinn réttilega segir í viðtalinu, þá er þetta spurning um hugafar þess sem lyfin þarf að þiggja.  Það er alltaf spurningin um hugarfarið.

Brakandi edrú kona á snúru í góðviðrinu og útsýnið er hreint stórkostlegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 2988370

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband