Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
ÉG ÆTLA RÉTT AÐ VONA
..að Lúkasinn verði ekki tekin á hegðun ræðismannsins í Boston, við Aron Pálma. Þá á ég ekki við það, að hann hafi átt eitthvað með að vera með hótanir og viðhorf, heldur einfaldlega að allt í kringum mál Arons Pálma er þannig vaxið að það gæti orðið að gjörningaveðri.
Nú er ég ekki nógu mikið inn í diplómatíunni til að vita nákvæmlega hvernig ræðismenn verða til, en er það ekki keyptur titill? Það er eins og ég hafi lesið það einhvern tímann.
Allavega má telja upp á 20013 og bíða eftir frekari fréttum.
Kikkmíinðenöts!
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
PARANOJA??
Ég var að horfa á fréttirnar á RÚV, eins og flestir, ímynda ég mér. Mikið létti mér þegar ég heyrði að stúlkurnar sem voru innilokaðar á Stuðlum og komust hvorki lönd né strönd, væru heilar á húfi.
En svo hrökk ég við. Þrisvar sinnum í fréttinni var minnst á klefana sem stúlkurnar voru í ? Ég var að vona að þetta væri bara paranoja í mér eftir "þvagleggsmálið" og vegna meðfæddrar tortryggni á batteríinu, en þetta var sem sagt þrítekið.
Ekki er þetta fangelsi?
Ef svo er hefur það farið framhjá mér.
Einhver?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
KRÚTTSERÍA OG ÉG Í KRÚTTKASTI
Hér koma glænýjar myndir af Jenny Unu Eriksdóttur, sem gisti hér í nótt, við mikinn fögnuð heimilisfólks.
Í fína kjólnum sem mamman keypti í London með sinn "eigins" safa, nottla.
Alltaf glöð og alltaf góð eins og Emma og svo bakar hún brauð, bráðnauðsynleg á hvert heimili.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
HÁVAÐINN Í HORNINU!
Ég þoli ekki ömmufordóma. Ömmur prjóna, baka, skakklappast um á flókaskóm og róa fram í gráðið. Arg. Ömmur nútímans eru ekki svona, varla langömmurnar. Við erum ungar, flottar, "þroskaðar" betur vitandi en mæðurnar (jeræt) og við lítum á það sem forréttindi að fá að vera sem mest með barnabörnunum okkar.
Við erum útivinnandi, heimavinnandi, lesandi, skrifandi, rífandi kjaft, í pólitík og fjallgöngum (ekki ég nóveihósei), og síðast en ekki síst, þá erum við nettengdar með attitjúd ef því er að skipta. Við neitum því að leggja upp laupana, við erum að upplifa nýtt þroskaskeið, hið mikilvægasta af öllum. Við erum miðaldra á öllum aldri.
Ég krullaðist upp þegar ég las viðtengda frétt, þó krúttleg sé, því viðkomandi amma þurrkar þvottinn á tölvugræjunum heima hjá sér, en það þykir rosa krúttlegt og merkilegt að amman skuli vera með súpernettengingu.
Hoppið inn í nútímann gott fólk. Tími okkar ammanna er runninn upp og við munum beita áhrifum okkar til hins ýtrasta, á barnabörnin, að sjálfsögðu til góðs.
Við erum stærð í jöfnunni og það verður að reikna með okkur.
Við erum hávaðinn í horninu.
Samfélagið verður ekki samt aftur.
Ekkertammansiturhokinníhorninuoggerirskyldusínaneitt!
We are gonna take over the world!
Újejejejeje
![]() |
Vel tengd amma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
GEITUNGASLAGURINN MIKLI
Þessi kolbrjálaði geitungur kom inn um eldhúsgluggann í morgunn. Hann var viðskotaillur og tók ekki áskorun um að flytja sjálfan sig út fyrir.
Viðbrögð: Mikill eltingarleikur og slagsmál brutust út. Húsband og geitungur tókust á upp á líf og dauða. Viðureign tók kortér.
Niðurstaða: 3 glös brotin, húsband marið á kinn, hurð að eldhúsi löskuð.
Einn geitungur látinn.
Ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
FJÖR Á LAUGARDAGSKVÖLDI
Svo gaman á djamminu. Einn sleginn með flösku, annar barinn í andlit með glasi og aðrar róstur og ofbeldi, hér og þar.
En af hverju ætli föstudagurinn hafi verið ofsalega rólegur og laugardagurinn kolvitlaus?
Eru það himintunglin?
Ég spyr.
Úje
![]() |
Fjöldi slagsmála á höfuðborgarsvæðinu í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
VINGUL VIKUNNAR...
..hlýtur Villi Svali Vill, fyrir að vita ekki hvort kælirinn í Vínbúðinni í Austurstræti á að fara eða vera. Þ.e. vilja fyrst að hann færi og vera svo nokk sama hvort hann væri.
Það er ekki hægt að vera meira með það á huldu hvort Villi er að koma eða fara.
Annars segir heimildarmaðurinn í hringiðunni, að eftir að hinn svali bjór hvarf úr Vínbúðinni í Austurstræti hafi öll óregla horfið þaðan. Nú svífa þar vængjaðir englar um fortóv og götu og dýrðlingar spila á hörpu fyrir utan Landsbankann.
Jeræt.
We are still on skidrow!
Til hamó Villi!
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 25. ágúst 2007
SAVING PRIVATE HUBBARD
Að þessu sinni er ekki um bíómynd að ræða heldur ískaldan raunveruleikann. "Hermaður Hubbard" fær að fara heim frá Írak vegna þess að stríðið hefur tekið báða bræður hans og engin systkini því eftir nema hann.
"Bandarískur hermaður fær að fara heim frá Írak í samræmi við reglu, sem gerir ráð fyrir að hermenn fái lausn frá herþjónustu ef systkini hans láta lífið og þeir eru einir eftir úr systkinahópnum. Tvær bræður mannsins hafa látið lífið í Írak."
Ég skil ekki stríð. Mun aldrei gera og það heldur svo sem ekki fyrir mér vöku. Hins vegar er hvert mannslíf svo dýrmætt og í stríði er bara sóun á þeim, og það gerir mig svo dapra.
Þeir hafa mikið á samviskunni stríðsherrar heimsins.
Hvort sem er í Whasington, Darfur eða Ísrael.
ARG
![]() |
Fær að fara heim frá Írak eftir að bræður hans féllu þar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 25. ágúst 2007
SKELFILEGUR GLÆPUR
Þessi maður sem rændi níu ára stúlku, nauðgaði henni og gróf lifandi, er viðbjóðslegur glæpamaður, sem ekkert gott á skilið.
En við höfum ekkert leyfi til að taka líf.
Hvorki hann né ríkið.
Við réttlætum ekki vonda gjörð með annarri.
Engar dauðarefsingar. Þær eiga ekki heima í siðmenntuðum þjóðfélögum.
Glæpurinn er samt svo viðurstyggilegur að orð fá ekki lýst tilfinningunni, bara að lesa um hann.
Látum hann sitja út ævina.
Það er við hæfi.
![]() |
Dæmdur til dauða fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 25. ágúst 2007
PÖNKAÐ EN SNYRTILEGT.. HM
Ég er hlynnt skólabúningum. Sko hugmyndafræðinni á bak við þá. En persónulega held ég að þrátt fyrir að skólabúningar hefðu verið til staðar á uppreisnarárum mínum í Hagaskóla, hefði ég fundið leið til að skera mig úr hópnum. Unglingsárin eru ein sjálfstæðisbarátta frá upphafi til enda og ég persónulega, lagði töluvert á mig til að sýna fram á sjálfstæði mitt og sérstöðu.
Ég hefði tekið aðra ermina af jakkanum, spreijað annan skóinn rauðann, klippt pilsið upp í hliðunum og það hefði bara verið byrjunin. Ég gerði svona hluti við fötin mín, hvort sem var, ef mér fannst þau of venjuleg.
Burtséð frá þessu, held ég að skólabúningar leysi margan vanda. Þeir eiga að vera þægilegir, fallegir og auðveldir að þvo og meðhöndla, fyrir vinnulúna foreldra.
Einkum og sér í lagi líst mér vel á að klæðnaður verði ekki til að afmarka stöðu nemenda sem ríkra eða fátæka, en við búum í þjóðfélagi þar sem himinn og haf er á milli fólks. Ég er ekki að mæla með að við sættum okkur við það, vill byltingu hið snarasta og hana til vinstri, en ég er að hugsa um börnin sem finna fyrir því að geta ekki fylgst með "barnatískunni", svo hörmulega sem það hljómar.
Einn bloggari mælir með skólabúningum sem sérstaklega sniðugri hugmynd fyrir dætur efnamanna. Þetta fannst mér svo vitlaust fyrirsögn, að ég kynnti mér ekki einu sinni innihald færslunnar. Ég hef ekki áhyggjur af börnum stórefnafólks, p.c., Ég held bara að svona fyrirkomulag sé praktískara fyrir alla aðila.
Hjallastefnuskólarnir eru að því er ég best veit, allir með skólabúninga.
Auðvitað.
Margrét Pála Ólafsdóttir veit nefnilega hvað hún syngur.
Ekki falstónn þar.
Újejeje
![]() |
Flestir vilja vera í skólabúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.9.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2988444
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr