Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

TILLAGA AÐ LAUSN..

..á vanda skjólstæðinga kaffistofu Samhjálpar. 

Er ekki hægt að slökkva á einum kæli til viðbótar?  Fá Villa í verkið.

Það gagnast víst vel til að fá heimilislausa og aðra í erfiðum málum til að hverfa.

Nú ganga hátíðniverur um Austurstrætið og búið að sarga úr öllum helvítis brennivínsgenið.

Ójá.


mbl.is Aðstöðu komið upp til bráðabirgða í Gistiskýlinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DYRAVARÐAMARTRÖÐIN

Dyraverðir eru reglulega í fréttum vegna ofbeldis eða gruns um það.  Hvaða fólk er það sem finnur sig í þessu starfi?  Mér er sagt af ýmsum sem til þekkja, að oftar en ekki eru þetta steratröll og þegar verst lætur, áhugamenn um ofbeldi.   Tek fram að ég er ekki að alhæfa um alla "starfsgreinina" en ég hef heyrt og lesið um of mörg tilvik þar sem ofbeldi er framið, til að þetta geti verið tilviljun.

Nú lentu krakkarnir í MR í þessu á skemmtistaðnum Broadway s.l. fimmtudagskvöld.  Nemendurnir telja sig hafa verið beitta "óhóflegu" (hvenær er ofbeldi í hófi?) harðræði á dyravörðunum þar.

Arnar Laufdal Ólafsson framkvæmdastjóri staðarins ætlar í málið og segir það verða kannað og brugðist við því innanhúss ef þörf krefur.  Halló, býr þetta fólk í sjálfstæðu ríki innan ríkisins?  Rosalegur hroki er þetta.  Minnir á mafíuna, allt leyst heima bara.  Höfuð munu fjúka og allt það.

Ef ég ætti ungling í MR myndi ég fara fram á að skólinn kannaði þetta mál ofan í kjölinn.  Það hlýtur að eiga að vera nokkuð öruggt að skemmtanir á vegum skólans séu ekki beinlínis hættulegar og að ofbeldisfrömuðir séu ekki fengnir sem verktakar.

Æmsjokkdandfjúríus.

Úje

 


mbl.is Hart tekið á MR-ingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BLÁMI

..hef ég sofið meira en vakið.  Ég er að undirbúa mig.  Safna orku.

Mér segir svo hugur að ég þurfi á öllum mínum styrk að halda vegna komandi verkefna.

Stundum krefjast dagarnir alls sem maður hefur yfir að búa.

Annars bara góð.

Gleðilegan mánudag.

 


AÐ HRÆÐAST RAPPARA...

 

..er vandamál sem hrjáir marga.  Ég er ekki vitund smeyk, ónei, þeir eru bara sumir svo rosalega pírípú og heitir út í samfélagið.  Auðvitað skil ég það og veit að þessi tegund af takti er sprottin úr fátækrahverfum stórborganna.  Eða er það ekki annars?  Gurrí segja Jenný sinni gúkkulaði frá rappi.

Ég hallast að því samt að það sé ekki beint hægt að skilgreina rapp sem músík í hefðbundnum skilningi, mér finnst það meira svona rímnakveðskapur.  Ég tek fram að mér finnst sumt rapp alveg þræl sniðugt, það er þegar textarnir rífa mann ekki á hol af hneykslan.

Foxy Brown fékk ársfangelsi í New York fyrir að brjóta gegn skilorði.  Ég vildi ekki þurfa að fikta í hárinu eða andlitinu á þessari konu, en hún hlaut skilorðsbundin dóm í október sl. fyrir að hafa ráðist á tvo starfsmenn snyrtistofu í ágúst árið 2004.

Annars skil ég vel fólk sem á það til að reiðast á hárgreiðslu- og snyrtistofum, en það eru nokkrir klipparar sem hafa farið höndum um hárið á mér í gegnum tíðina sem hefðu haft ástæðu til að óttast væri ég ekki alfarið á móti ofbeldi.  Því get ég lofað.

Ég heiti Jenný og ég á heima í blokk..

ég hlusta bara á þungarokk...

búmm-búmm-búmm-búmm ba


mbl.is Foxy Brown dæmd í árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞVAGLEGGUR?

Þarna er nú beinlínis verið að BIÐJA um þvaglegg.

Er ekki í lagi þarna í sumarbústaðabyggðinni í þjóðgarðinum?

Algjör sjálfspyntingarhvöt í gangi.

GMG

Cry me a river.

Úje


mbl.is Skothvellur við Þingvallavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KRÓNÍSKUR SKANDALL

1

Að kynbundin launamunur á Íslandi sé til staðar eru auðvitað ekki fréttir.  En það er ágætt að fá múr- og naglfastar tölur, reglulega til að minna á hversu kvenfjandsamlegt þetta samfélag í rauninni er, þrátt fyrir stöðugar viljayfirlýsingar til að breyta ástandinu, hægri vinstri. 

"Í gær var kynnt niðurstaða nýrrar launakönnunar sem SFR hefur gert og sýnir hún að meðal félagsmanna í fullu starfi eru konur að jafnaði með tæplega 25% lægri heildarlaun en karlar. Félagsmenn SFR eru tæp 6 þúsund. 70% þeirra eru konur."

Ég er satt að segja alveg að missa trúna á að vilji til að laga þetta sé til í raun og sann.  Ég er líka orðin hundleið á sífelldum endurtekningum á status kvó í launamálum þeirra sem annast um börn, sjúka og aldraða.  Þetta er fjandinn hafi það ekkert óvart og allir alveg í rusli.  Alveg: Jösses hvað leikskólakennarar eru á lélegum launum, bara helmingi lélegri en bankagjaldkerar.  Sjitt, þetta verðum við að laga.

Peningar hafa meira vægi en fólk.  Karlmenn hafa meira vægi en konur.  A.m.k. hér á landi.  Samt heldur fólk áfram með einbeittum vilja, að kjósa sömu pólitíkina yfir sig, aftur og aftur.  Alltaf bætist á afrekalista þeirra sem völdin hafa en samt kýs hinn almenni maður á móti sjálfum sér, í hvert sinn sem hann hefur tækifæri til að breyta samfélaginu sér í hag.  Samkvæmt þessu ættu vel flestir að vera í gúddí fíling yfir launamun kynjanna, skólamálum og umönnunarmálum.

Ég ætla ekki að segja ykkur var nær.

En ég hugsa það pottþétt.

Árinn sjálfur.


mbl.is Félagskonur SFR með 25% lægri heildarlaun en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERILLINN - TAKA TVÖ

Aftur var "Erill" vinurinn, á ferðinni hjá löggunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.  Útköll 120 og 40 manns handteknir. 

Fyrir utan ofbeldi og  önnur alvarleg hegðunarvandamál fólks í miðbænum, var slatti tekin við að brjóta flöskur, míga utan í veggi og svoleiðis smotterí.

Ég bíð enn eftir skilgreiningu á orðinu "understatement".  Það kemur nefnilega aftur og aftur upp í hugann þegar fjallað er um geggjunina í miðbænum um helgar.

Mér finnst eins og þetta ástand sé orðið nokkurskonar náttúrulögmál í hugum fólks.  Að það sé ekki hægt að breyta þessu og taka upp betri siði. 

Ekki frekar en við breytum veðrinu.

Ójá

 


mbl.is Um 120 útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG OG ÚTLITIÐ

 1

Það er til tíska í förðun.  Já, já, auðvitað veit það hvert mannsbarn.  Allskonar litanúansar í augnskuggum, blýöntum og varalitum.  Já og litasétteringar í meiki.  Ég er löngu hætt að fylgjast með, breyti helst ekki um andlit ef ég kemst hjá því, nóg er um árhringjaframleiðsluna í smettinu á mér, með öllum þeim breytingum sem hún orsakar. Ég legg ekki meira á ykkur.

Svo eru andlit í tísku líka.  Mikið máluð, lítið máluð (aldrei ómáluð), þykjustunni fersk andlit og mismunandi mjó andlit.  Stundum er hungursvipurinn að gera sig í tískuheiminum og þá á kona að líta út fyrir að nærast á sólarljósinu einu saman, hún á að vera kinnfiskasogin og með önnur merki örbirgðar í andlitinu.

Ef að fölleitar konur með bauga undir augum kæmust í tísku á þessu laugardagskvöldi þá yrði ég andlit kvöldsins.  Jafnvel mánaðarins, svei mér þá.

Hvernig stendur á því að ljótan getur heltekið mann svona algjörlega óforvarandis án þess að maður hafi unnið sér inn fyrir því á nokkurn hátt?  Hér hef ég verið bláedrú, er útsofin og borða eins og meinlætamaður en samt, hm...  Hvað veldur?

Er farin í andlitsbað, strekkingu og augnuppskurð.

Síjúgæs!

 


HVERNIG BLOGG?

1

Það líður varla sá dagur hér í bloggheimum, að einhver finni ekki hjá sér hvöt til að blogga um hvernig aðrir blogga.  Ég sjálf, þrátt fyrir góðan ásetning, hef misst mig í það líka, jafnvel þó það sé mín einlæga skoðun að hver og einn megi blogga með sínu nefi svo fremi það sé ekki beinlínis meiðandi og særandi fyrir annað fólk.

En að sjálfri mér.  Ég er búin að blogga síðan í lok febrúar.  Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara þegar ég fór af stað og síst af öllu datt mér í hug að þessi heimur sem bloggið er, fæli í sér "kynni" af stórskemmtilegu og áhugaverðu fólki.  Auðvitað felur sami heimur í sér slatta af kverúlöntum og leiðindapúkum, rétt eins og í lífinu sjálfu og það er um að gera að sneiða hjá þeim sem eru að bögga mann.  Í sannleika sagt þá eru það ekki margar bloggsíður sem ég hef ekki eitthvert gagn eða gaman af að lesa.

Þegar ég byrjaði að blogga fékk ég allskonar ráðleggingar um hvernig ætti að blogga "vel". Fréttblogg voru t.d. ömurleg.  Andlaust og teljarasjúkt lið sem það gerði, upp til hópa.  Sumir sögðu að fólk ætti EKKI að blogga um líf sitt, aðrir að það væri hið eina rétta.  Sumir blogga stórskemmtilega um hvernig aðrir eiga ekki að blogga og ég held svei mér þá að ég sæki í smiðju allra bloggaranna sem ég les.

Ekki má gleyma að minnast á að hægt er að nota samtakamáttinn til góðra verka hér á blogginu og er skemmst að minnast herferðinni gegn "nauðgunarlyfinu" sem skessan setti í gang hér með góðum árangri (www.skessa.blog.is). Dæmin eru fleiri og mér finnst æðislegt til þess að hugsa að hinn almenni maður geti haft áhrif á umræðuna með því að blogga.

Þetta datt mér nú í hug þegar mér varð litið á teljarann minn sem sýnir heimsóknir frá upphafi.  Mér brá svolítið en flettingarnar eru komnar vel yfir fjögurhundruð þúsund.

Þarf maður ekki að fara að blogga um allt þetta flettingasjúka fólk .þarna úti? Heh.  Neibb, ég er bara svo þakklát yfir að fólk nennir að kíkja hér við.

Þannig er nú það í þessari hellidembu.

Ójá

 


"VÍSBENDING" LÍTIÐ GLEÐIEFNI

1

Að rannsóknir sýni vísbendingu um að menn séu gáfaðri en apar, er ekki neitt sérstakt gleðiefni, að mínu mati.

Við rétt merjum apana, samkvæmt þessu.  Vísbending lofar ekki góðu.  Við erum þá tregir hálfvitar í vondum málum.

Hrmpff

Úje


mbl.is Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2988474

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30