Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Föstudagur, 2. janúar 2009
Óþjóðalýðurinn ég
36% styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýja þjóðarpúlsi Gallup.
Það er 35,99% of mikið.
Ekki svo að skilja að það eru auðvitað tíðindi þegar föðurflokkur okkar allra er þriðji minnstur.
Vald spillir krakkar mínir, vissuð þið það?
Ég vil hafa endurnýjunarfyrirkomulag á Alþingismönnum. Átta ár hámark og svo aftur í grasrótina.
Kjötkatlafólkið er orðið samdauna valdinu og heldur að það sé komið með eignarhald á fyrirkomulaginu.
En vandinn er, að það er þannig á Íslandi. Náir þú inn og sértu í góðum flokki sem styður vel við bakið á sínum mönnum þá eru yfirgnæfandi líkur á því að þú sért kominn með æviráðningu og hana spikfeita með hlussu eftirlaunasamning fyrir allan peninginn.
En hvað er að þessum minnihluta fólks sem enn sér frelsun í Sjálfstæðisflokknum?
Og hvernig stendur á að skynsamasta fólk ver stjórnina með kjafti og klóm bara af því að það kaus annan hvorn stjórnarflokkinn fyrir rúmu ári við allt aðrar aðstæður en nú ríkja?
Það er eins og fólk sé að tapa ærunni ef það hefur slysast til að kjósa flokk sem það trúði á og sá hinn sami flokkur reynist ekki traustsins verður.
Ég meina það.
Svo er ég algjörlega brjáluð úr reiði (ok, frekar róleg samt en öskuill engu að síður).
Það er þetta Stokkhólmsheilkenni sem er að drepa stóran hlut þessarar þjóðar (35,99%) og kemur í veg fyrir að hlutir geti gengið fyrir sig á eðlilegum hraða.
Stokkhólmsheilkennið lýsir sér í grófum dráttum þannig að þú leggur traust þitt á kvalara þinn.
Ferð í sleik niður í kok við vöndinn og biður um meira.
Gott fólk við skuldum tugi milljóna á mann og það sér ekki fyrir endann á því máli. Fjármálaeftirlit gerir sitt besta til að halda öllu leyndu og við verðum að reiða okkur á nafnlausar ábendingar fram hjá eftirlitinu.
Börnin okkar og barnabörn eru blásaklaus skuldug upp fyrir haus.
Fólk missir vinnuna í samlede verker, fólk þarf að sækja sér fátækrahjálp til góðgerðastofnana.
Neyðin vex og vex.
Vaknið!
Við þessar aðstæður er hellingur af fólki sem nær ekki upp í nefið á sér yfir því að hiti sé í mótmælum.
Hrópar "Guð minn góður; eignaspjöll".
Hvað er að þessum forgangi spyr ég?
Hvaða andskotans þjónkun er þetta?
Ég er algjörlega kross helvíti bit á samlöndum mínum stundum.
Held svei mér þá að mér svipi frekar til þeirra frönsku duggara sem elskuðu formæður mínar og gerðu það að verkum að ég genasplæstist á jörðina (guði sé lof fyrir allt mannkyn).
Frakkar sko, þeir kunna að mótmæla.
Þeir eiga sér mótmælamenningu - og nei ég fer þá ekkert bara til Frakklands og mótmæli þar.
Ég ætla að garga mig hása á mínum íslensku torgum alveg þangað til að kórinn verður orðinn svo hávær að "einhvern" fer að svíða í eyrun.
Í guðanna bænum þið sem eruð þjóðin (ég er óþjóðalýður) hysjið upp um ykkur.
![]() |
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Föstudagur, 2. janúar 2009
Í kreppu og alles
Ég vaknaði í morgun fyrir allar aldir.
Ég vaknaði stressuð með hnút í maganum.
Hvað er í gangi, hugsaði ég um leið og ég staulaðist fram í myrkrinu.
Kötturinn hennar Jennýjar Unu sem er hér í gæslu á meðan fjölskyldan jólast í Svíþjóð, vafði sig utan um lappirnar á mér og ég var nærri því dottin á andlitið.
Hvað er að þér köttur hefurðu aldrei heyrt talað um tillitssemi? Ég urraði á hann.
Majááá svaraði kötturinn og nartaði vinsamlega í tærnar á mér.
Ég var alveg hissa á slæmu geðslagi mínu og tók stutt tékk á hinum ýmsu andlegu þáttum.
Skoðun framkvæmd:
Sál þreifuð og hún hvíslaði geðvonskulega; láttu mig í friði ég vil sofa, það er myrkur, kreppa og allt í brjálaðri steik. Ég er ekki til viðræðu fyrir hádegi. Farðu!
Hm...
Ég potaði í mótmælastöðina en hún er aftarlega í hægra heilahveli og hún vaknaði samstundis: Fram til orrustu gargaði hún frekjulega, það er ekki eftir neinu að bíða. Gas, gas, gas. Helvítið var komin í Kraftgallann og tilbúin í slaginn.
Verðlaunastöð könnuð, engin viðbrögð. Öll orka farin í jólagleðina.
Þegar hér var komið sögu rann upp fyrir mér ljós.
Ég er að eldast með ljóshraða ofan á kreppu og almennar áhyggjur í skammdeginu.
Ég á nefnilega afmæli á innsetningardegi forseta USA.
Á fjögurra ára fresti er ég illilega minnt á þá staðreynd að allt styttist í annan endann.
Ég stundi þunglega, bloggaði um skelfilega upplifun mína í morgunsárið, gaf kettinum að éta og ákvað með sama að koma mér í bælið aftur og leyfa sálinni að fara mjúklega inn í daginn.
Ég er hvort sem er fokkt á alla enda og kanta verandi fólkið í landinu.
Í kreppu og alles.
![]() |
Styttist í embættistöku Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 2. janúar 2009
"Fjandinn sjálfur"
Sum orð eru svo ofnotuð að það ætti að leggja þeim um tíma. Svo þau fái ekki á sig allt aðra merkingu en þau höfðu í upphafi.
Orðið útrás er flott orð, sérstaklega þegar maður talar um að flippa út. Núna er útrásin einhvers konar misheppnaður brandari um hina íslensku Bör Börsyni.
Orðið sókn er í svipuðum flokki. Sókndjarfir útrásarvíkingar. Sóknarfæri. Sókn er kirkjusókn líka, bæði mætingarfjöldi góður eða slæmur í guðshúsið og svo auðvitað sú sókn sem hýsir viðkomandi musteri.
Úff.
En ég lofaði sjálfri mér því að blogga um dásamlegan fréttaflutning Stöðvar 2 í kvöld á eigin óförum í gær.
"Fjandinn sjálfur" sagði ég stundarhátt þegar ég sá umfjöllunina. Fjandinn sjálfur yfir að hafa sagt upp áskriftinni fyrr á árinu. Það hefði nefnilega verið ákveðin "útrás" fólgin í því að gera það eftir þennan auma fréttaflutning sem á auðvitað ekkert skylt við fagmennsku.
Ég vil taka fram að ég er ekki að verja ofbeldi og mér er sama hver það fremur, ofbeldi á ekki rétt á sér.
En það má hafa í huga að alls staðar þar sem mótmæli eru kemur fólk sem notar vettvanginn til að fá útrás fyrir persónulegar agressjónir og að dæma allan hópinn af örfáum er auðvitað út í hött.
Svo vil ég gjarnan koma því á framfæri að miðað við hörmungarnar sem eru að dynja yfir þessa þjóð þá má segja að fólk hafi sýnt ótrúlegt æðruleysi og rósemd.
En að því sögðu þá var sorglegt að horfa á Stöð 2 segja eigin raunasögu.
Slasaðir starfsmenn var einn að tölu. Einum of mikið vissulega en eins og þetta hefur hljómað í dag og í gær þá var þetta fjöldi starfsmanna.
Svo eru það glæpamennirnir með hnífana.
Ég spyr; var einhverjum ógnað með hnífi? Ef svo er væri gott að fá að frétta af því. Það er grafalvarlegt mál.
Og mér er spurn; hví voru starfsmenn Stöðvar 2 að taka að sér löggæslustörf óbeðnir svona yfirleitt? Mér finnst það vægast sagt vafasamt.
Er það ekki rétt skilið hjá mér að lögreglan hafi piparúðað aftan á fólk sem var á leiðinni í út úr andyri hótelsins?
Ég skil vel að þeir á Stöð 2 séu fúlir yfir að þátturinn var blásinn af. Það er mjög skiljanlegt.
En eitt er að vera fúll og annað að búa til dramatískt leikverk í fréttunum.
Annars er ég góð.
Held ég.
Jabb ég er fín.
![]() |
Þjóðarátak nýrrar sóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 1. janúar 2009
"Think you very much mister president"
Ég er á móti blikkinu sem hengt er utan á fólk og heitir orða.
Ég er í grundvallaratriðum á móti svona vegtyllum sem tengast inn í gamla kóngaveldið og við Íslendingar ættum fyrir löngu að vera búnir að kasta fyrir róða.
Örugglega frábært fólk sem fær orðurnar - ekki vafi í mínum huga - viðkomandi gerviskartgripir ættu bara að fást í Kolaportinu, ekki á Bessastöðum.
Ég er alltaf að bíða eftir að einhver töffari með hugsjón segi nei. Nei takk ég vil ekki vera þátttakandi í svona úreltu geimi, borgið mér bara sómasamleg laun, thank you very much mister president!
En fram að þessu hefur enginn gert það. En það kemur örugglega að því.
Ég hef stigið á stokk og strengt áramótaheit og það í allra fyrsta sinn!
Ég er ekkert minna en dúlla fyrir þær sakir einar og er þá fátt eitt upptalið.
Og auðvitað hef ég ykkur sem vitni að þessum stórviðburði sem leiddi til þess að Jenný Anna gerði samning við sjálfa sig.
Sú er ekki bangin að ætla að treysta þessum flautaþyrli fyrir einhverju. Henni er vorkunn stelpunni en það var ekki öðrum til að dreifa. Algjört glapræði. Maður gerir ekki samninga við suma.
Heitið er einfalt. Ég ætla að segja það sem mér býr í brjósti varðandi allt sem ég blogga um á komandi ári.
Ekki draga úr, ekki vega og meta hvort það henti og ég ætla að standa með því.
Bömmer að þetta er ekki svo langt frá því sem ég hef verið að gera á s.l. ári og reyndar síðan ég varð edrú - en að þessu sinni verða allar málamiðlanir við sjálfa mig látnar lönd og leið.
Ekki misskilja, ég ætla ekkert að fara að blogga um hver er leiðinlegur, hver er að skilja, hver er feitur og hver óþolandi - ég er ekki í svoleiðis og reyndar finnst mér persónulegar væringar og kjaftasögur á milli bloggara algjörlega síðasta sort.
Börnin góð svoleiðis gerir maður í símann ef maður vill vera á persónulegu nótunum í skítkastinu.
En..
það sem ég er að leika mér með hérna er einfaldlega sá gamli sannleikur - að vera sjálfum sér trúr og þá væntanlega án þess að særa aðra. Amk. er það ekki á dagskránni þó maður hafi alveg átt sínar rispur og alveg merkilegt að svona aaaaaaafskaplega gömul sál eins og ég geti hrokkið svona upp af standinum.
Þið vitið krakkar að samkvæmt einhverjum Michael fræðum þá erum við svo rosalega þroskaðar sálir vér Íslendingar, búnir að lifa oftar en flestir, vitum betur en aðrir og erum bara að skemmta okkur hér á síðustu metrunum inn í ljósið og himnaríki.
Nú myndi ég segja - afsakið á meðan ég hendi mér þið vitið en ég læt það eiga sig.
Þroskaðri en flestir minn andskotans afturendi.
Og áður en nóttin er öll þá ætla ég að blogga um meðferð fréttastofu Stöðvar 2 á sjálfri sér og Kyrddhelvítinu.
Ég var svona gasalega hrifin af þeirri umfjöllun eins og þið auðvitað voruð líka.
Later.
![]() |
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Kryddsíldarfár
Ég hef ekki losnað við ónotatilfinningu eftir Kryddsíldaruppákomuna í gær.
Hef verið að bræða með mér hvað mér finnst fyrir utan hið sjálfsagða, firringuna sem felst í því að ætla að sitja prúðbúinn í veislusal á meðan Róm brennur sem er auðvitað fingurinn framan í þessa þjóð.
Ég hefði viljað sjá Steingrím og Guðjón segja nei takk við að mæta í þáttinn.
Halló, ef byggja á almennilegt þjóðfélag upp af rústum þess gamla þá er þetta þáttafyrirkomulag algjörlega búið að vera og olía á eld.
Það var hins vegar rétt hjá Valgerði að mæta, hún og hennar flokkur eiga stóran þátt í hvernig fyrir okkur er komið enda Valgerður prívat og persónulega einn af hönnuðum bankakerfisins.
Svo að honum Sigmundi Erni sem ég var orðin svo skolli ánægð með eftir að það rann upp fyrir honum ljós á þeim borgarafundi sem hann sat. Hann gerði sig sekan um nokkur grundvallarmistök að mínu mati.
Hann vissi að fyrirhuguðum mótmælum, hann var ánægður með þau alveg þangað til að þau hentuðu honum ekki lengur. Ef manninum er svo leitt sem hann lætur þá var honum í lófa lagið að taka þáttinn upp í einhverju reykfylltu bakherbergi svo ég komi með dæmi.
Og fyrirgefðu kæri maður, það var klippt á kapla til að stöðva snobbútsendinguna og ég trúi því tæpast að ráðist hafi verið að þínu fólki, nema ef vera skyldi að óeirðalöggan hafi gert það.
Síðan á þér og þínum samstarfsmönnum að vera ljóst að svona þáttur sem mér finnst reyndar hundleiðinlegur, á ekki við í þeim rjúkandi rústum sem við almenningur dveljumst í þessa dagana.
Framtíð fólksins verður ekki gerð upp í ofskrýddum veislusölum, í sparifötum yfir bjór og snafs, svo langt þar í frá.
Þar er nákvæmlega ekkert sem fær okkur til að hafa áhuga á prúðbúnum stjórnmálamönnum að segja sömu hlutina og þeir sögðu í fyrra og árið þar áður og hafa verið að kyrja allt árið.
Það eru flestir, fyrir utan Stebba Fr. og aðrar tímaskekkjur, löngu hættir að hlusta, trúa svo ég tali nú ekki um að treysta.
Svo ganga Egill Helga og fleiri menn blásaklausir yfir Austurvöllinn og þá gerir Stöð 2 þeim upp hugsanir og tilfinningar. Jösses.
Stundum held ég að fjölmiðlungar séu flestir búnir að ná því að ekkert er lengur eins og það var, að vantrú fólks á ráðamönnum er nánast algjör og það þarf að hugsa hlutina upp á nýtt.
En svo kemur svona Kryddsíldarfyrirkomulag sem sýnir manni fram á að það á að róa sömu leku kænunni og bjóða upp á sömu úreltu sýninguna með úrsérgengnum leikurum.
Og ekki nóg með það þá er músíkin sífellt uppskrúfaðri og oft langt frá þeirri tónlist sem venjulegt fólk hlustar á. Það eykur tilfinninguna af framandleika fyrir áhorfendann og gerir það að verkum að honum finnst hann vera að horfa á geimverur frá annarri plánetu.
Og að lokum Sigmundur Ernir.
Ég sá að þátturinn var kostaður af fokkings álrisanum RIO TINTO!!
Halló, afsakið á meðan ég hleyp fram í eldhús, næ í álpappírsrúlluna mína og tæti hana í öreindir sínar.
Og Steingrímur þú mæti stjórnmálamaður, ertu heillum horfinn? RIO TINTO glæpafyrirtækið var að borga ofan í ykkur síldina og snafsinn!
Ésús.
P.s. Þeir sem efast um hvað gerst hafi í gær þegar allt varð vitlaus verða einhverju nær með því að lesa og skoða HÉR.
![]() |
Þremenningunum sleppt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr