Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Afsakið á meðan ég drekki mér í baðinu
Ég fer að trúa því sem einhver sagði um daginn að í hvert skipti sem Geir Haarde opnar munninn þá segi hann ósatt.
Nú segir Geir að "þeir" óttist ekki kosningar og hafi aldrei gert. "Þeir" munu vera hann og flokkurinn.
Afsakið á meðan ég drekki mér í baðinu og sker mig á háls.
Þvílík djöfuls lygi. Íhaldið er skjálfandi á beinunum vegna mögulegra kosninga.
Þeir eru skelfingu lostnir við hugsunina um að Samfylkingin hlaupi úr skaftinu og kosið verði á ný.
Auðvitað vita "þeir" að væri kosið nú eða fljótlega væri Sjálfstæðiflokkurinn enginn föðurflokkur, hryggstykkið í íslenskri pólitík eins og var þegar kjósendur kusu hann á átópælot.
Þ.e. án þess að velta fyrir sér fyrir hvað flokkurinn stæði.
Hrutu í friggings kjörklefanum.
Það er ótrúlegt hvað þessir pólitíkusar dagsins í dag eru gjörsamlega blindir á púls samfélagsins.
Að þeir kjósi að hafa að engu reiði almennings og sitja sem fastast.
Ég er eiginlega sammála Andra Snæ, að það sé flott að enginn vilji lána okkur við þessar aðstæður.
Ekkert hafi breyst. Allir sitja sem fastast.
Það hvarflar ekki að nokkrum manni að segja af sér.
Hysja upp um sig og segja fyrirgefið ég brást.
Nema Bjarni Harðar en hann hefur svo sem ekkert gert af sér svona kreppuwæs. Hann hefur meira verið að ofsenda svona Valgerðarvæs.
Segið af ykkur og við viljum kosningar á nýju ári.
![]() |
Óttumst ekki kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Ég er grenjuskjóða
Mikið rosalega er ég þakklát Stöð 2 fyrir að senda út mótmælin í beinni.
Ég er ein af þeim sem átti ekki heimangengt og mikið skelfing þótti mér vænt um að geta fylgst með.
Ég er tilfinningamanneskja, ég fór að grenja undir ræðunni hennar Kristínar Helgu.
Annars voru ræðumennirnir hver öðrum flottari.
Hörður Torfa líka. Hann er náttúrulega snillingur maðurinn að halda þessum mótmælum gangandi ásamt sínu fólki og það sex laugardaga í röð.
En ástæðan fyrir því ég grét er samansafn af mörgu.
Eins og vonbrigðum, reiði, ótta og örvæntingu. Örvæntingin er verst. Vegna þess að það er ekki hlustað á fólkið í landinu. Svo var ég auðvitað smá meyr og flippuð út af öllu þessu frábæra fólki sem stóð og mótmælti.
Ég finn reyndar fyrir von. Ég held nefnilega að nú sé almenningur á Íslandi að skrifa merkilega sögu.
Ég held að íslenskt samfélag hafi vaknað og áttað sig á að valdið til að breyta er hjá fólkinu falið, við vorum bara búin að gleyma því.
Svo ætla ég að kúvenda í skoðun minni á unga fólkinu sem virkjaði eggjabúskap heimilanna í þágu lýðræðis.
Á meðan að ofbeldi er ekki beitt þá ætla ég ekki að fara að æsa mig yfir hvernig fólk kýs að tjá líðan sína.
Egg eru reyndar helvíti subbuleg og erfið að ná af - en það eru óvenjulegir tímar. Hvað get ég sagt?
En ég er grenjuskjóða og ég viðurkenni það hér með.
Takk stöð 2.
![]() |
Þúsundir mótmæla á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Hroki og afneitun 101
Lára Hanna setti saman myndband mánaðarins.
Nema að hún eigi eftir að toppa sjálfa sig.
Það eru spennandi tímar framundan hjá Sjálfstæðismönnum segir Þorgerður Katrín.´
Hjá almenningi eru framundan tímar óvissu, atvinnuleysis, eignamissis og er þá ekki allt upp talið.
Í hvaða andskotans raunveruleika dvelst þetta fólk?
Geir er orðinn sami hrokagikkurinn og forveri hans.
Það er akkúrat það sem við þurfum núna Íslendingar.
Einn Davíð Oddsson í Seðlabanknaum og lærisvein hans í ríkisstjórninni.
Sveiattann.
Ekki góð byrjun á degi.
Myndbandið hér og það er skylduáhorf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Gleði mín og sorgir
Í dag hef ég verið sullandi glöð.
Það er vegna þess að ég er að lesa bókina um hana Möggu Pálu vinkonu mína.
Það gleður mig.
Ég hitti skemmtilegt fólk í dag.
Það gladdi mig.
Svo kom minn heittelskaði heim úr matvörubúðinni og upp úr pokanum tók ég líter af mjólk og hann var jólaskreyttur.
Ég nánast fríkaði ég út af gleði.
Svo einföld sál hún Jenný, gleðst yfir litlu.
Svo kom ein helvítis klósetthreinsiauglýsingin enn á milli frétta og Kastljóss..
og það rændi gleði minni og sorgin tók yfir.
Eða klígjan ef ég á að vera hreinskilin - en sorg er flottara orð á prenti.
En ég var snögg að jafna mig því eins og ég sagði áður þá er ég einföld sál.
Núna hjala ég við sjálfa mig svona líka urrandi glöð.
Þið ráðið hvort þið trúið mér.
En ég hef fullan hug á að stefna hreinlætisvöruframleiðendum sem sýna ógeðsleg klósett í nærmynd.
Djöfuls pervertar.
Ojabjakk en annars góð bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 14. nóvember 2008
..og yfir í alkóhólisma
Ég hef áður bloggað um nýútkomnu bókina hans Orra Harðar, Alkasamfélagið.
Orra finnst skorta möguleika á úrræðum eftir áfengismeðferð.
Hann gagnrýnir harðlega AA-samtökin og setur stórt spurningamerki við trúarlegan þátt í áfengislækningum dagsins í dag.
Ég er ein af þeim sem vill ekki blanda guði almáttugum inn í mitt bataferli. Bara alls ekki.
Ég get heldur ekki tekið undir frasann "bati hvers og eins er undir einingu leynisamtakanna kominn". Reyndar finnst mér fleiri frasar sem ganga ljósum logum um alkasamfélagið algjörlega glórulaus vitleysa.
Velferð þín er undir agerðum ríkistjórnarinnar komin. Halló, þá væri ég dauð, ég skal segja ykkur það.
Minn bati er að stærstum hluta undir sjálfum mér kominn, ekki guði, ekki yfirnáttúrulegum kraftaverkum, ekki undirkastelsi og uppgjöf.
Að láta bata minn í hendurnar á einhverjum óskilgreindum æðri mætti gerir mig skelfingu lostna. Hvað ef hann er ekki til, hvað ef honum er slétt sama um mig vesalinginn, hvað ef hann er sömu skoðunar og ég og finnst að það sé lágmarkskrafa að ég noti heilabúið sem hann útdeildi mér?
Við erum ólíkar manneskjurnar. Við alkar erum ólíkir innbyrðis alveg eins og sykursjúkir eru það.
Innan alkasamfélagsins eru uppi alls kyns skoðanir á hvað sé best að gera til að viðhalda bata.
Fyrir mér er það að taka ábyrgð á sjálfri mér, reyna að gera betur og átta mig á hvar veikleikar mínir liggja, hvað ég þurfi að forðast og þ.u.l. og leita mér síðan hjálpar hjá fagmönnum eins og læknum og geðlæknum eftir því sem þörf er á.
Sumir fara AA-leiðina og það er bara frábært mín vegna. Ég hef farið hana líka.
En þegar trúarbrögðum er blandað inn í bataferlið gerir það umræðuna erfiðari. Það er eins og maður sé að ráðast á Krist á krossinum.
Vond blanda.
Á meðan ekki hefur verið fundið lækning við alkóhólisma á maður að halda áfram að spyrja, velta fyrir sér og rökræða.
Eitt hentar þér, mér eitthvað annað.
Bókin hans Orra er innlegg í þessa umræðu.
Fróðleg bókagagnrýni á Alkasamfélagið á DV. Lesið.
Ræðum saman.
P.s. eins og sjá má af mynd af bókarkápu þá er Orri með hvítbókina í ár.
Ekki lélegt hjá þessum frábæra stílista.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Kæru opinberu starfsmenn; Finnur, Birna og Elín
Ég legg til að strax á mánudaginn verði bankastjórum ríkisbankanna tilkynnt um að þeir hafi unnið í launahappdrættinu.
Þeir munu fá að vita að störf þeirra séu jafn mikilvæg og forsætisráðherra landsins sem er jú kollega þeirra þar sem hann, sorphirðar, hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar eru líkt og þeir opinberir starfsmenn.
Launin þeirra munu þá verða þau sömu og forætisráðherra. Um ellefuhundraðþúsundkróna.
Ótrúlega vel boðið finnst mér.
En af því að illa árar í samfélaginu munu þau þurfa að taka á sig 20% launaskerðingu, svona eins og verið er að gera víða um land í fyrirtækjum.
Af sömu orsökum, þ.e. kreppufjandanum, munu öll snobbfríðindi eins og bílar og annað gerð óvirk með sama.
Ég vil að þeim sé gefin kostur á ókeypis strætókorti enda allra hagur að sem flestir keyri kommúnalt.
Síðan má taka hvert opinbera fyrirtækið af öðru og bjóða toppunum sama díl.
Ég er auðvitað að reikna með að þessi laun sem komið hafi í fjölmiðlum undanfarið, þ.e. laun bankastjóra ríkisbankanna séu tæknileg mistök sem hafi orðið í öllu ruglinu inni í bönkunum. Þar hefur ekki staðið steinn yfir steini.
Það getur nefnilega ekki verið að það sé metið nærri helmingi meira en þau laun sem forsætisráðherra fær til að stjórna landinu.
Ég neita að trúa því.
Sko, kæru ríkisstarfsmenn, Finnur, Elín og Birna, það er kreppa í landinu og við fólkið viljum að allir taki þátt í að bera byrðarnar með okkur.
Við erum öll í sama pottinum Íslendingar, eða er þaeggi?
Svo minni ég á að launapukur opinberra starfsmanna á ekki að eiga sér stað.
Heyrið þið það?
![]() |
Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Að fara í sleik og það ofaní kok
Björgólfur tekur fulla ábyrgð ... en
það var samt í stórum dráttum öðrum um að kenna hvernig fór fyrir Landsbankanum.
(Reyndar held ég að helvítis neyðarlögin hafi átt sinn stóra þátt í þessu öllu saman en kommon).
Hvað ætli við séum búin að sjá mörg keisaraviðtöl við höfuðpersónur og leikendur bankahrunsins og kreppunnar?
Þau hlaupa eflaust á tugum, svei mér þá.
Öll "viðföngin" hafa undantekningalaust lýst ábyrgð á hendur sér og á eftir hefur fylgt þetta litla orð EN sem hefur í för með sér að ábyrgðinni er varpað á þann sem er nefndur á eftir eninu.
Ég tek ábyrgð á þessu og hinu .. en þetta er sóandsó um að kenna.
Ergó: Þetta er ekki mér að kenna.
Getur verið að fólk trúi því núna að almenningur þurfi ekki að borga Icesave?
Af því Björgólfur segir það og af því stjórnvöld segja að Landsbankinn dugi fyrir þessum skuldum?
Ég trúi því ekki - fyrr en ég tek á.
Það hefur nefnilega ekki staðið steinn yfir steini í málflutningi allra aðalmannanna.
Og að tala um að kyssa á vöndinn.
Nú er talað um að "lausn" sé að fást í Icesave málinu.
Það sem í síðustu viku hét "við látum ekki kúga okkur" heitir núna lausn. Frelsandi lausn sem felst í ábyrgð á Icesave reikningunum í Englandi (og Hollandi?).
Íslensk þjóð borgar brúsann, að minnsta kosti er ekkert fast í hendi.
Þetta er ekki að kyssa á vöndinn, þetta heitir að fara í sleik við hann og það alla leið ofan í kok.
Sniðug aðferð að breyta kúgunarhugtakinu yfir í lausnina.
Það taka þessu allir örugglega fagnandi.
Hverjum er illa við lausnir?
EKki mér.
![]() |
Skuldir lenda ekki á þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Kreppuhelvítið rændi úr mér hjartanu
Ég er nokkuð hress bara. Miðað við stöðu mála og allan þann friggings ballett.
Ég er búin að þrífa allt í hólf og gólf.
Ég ætla að hrynja í skuldafenið með hreina íbúð, nýböðuð og púðruð í sparidragtinni.
Ég meina ef maður þarf að lenda í áföllum þá er eins gott að gera það klæddur í sitt besta og með allt tandurhreint í kringum sig.
Ég vil deyja hrein.
Maður gæti nefnilega lent í blöðunum.
Maðurinn sem ég giftist síðast segir að ég sé svo ógeðslega morbid.
Ég segi við hann á móti að maður þurfi að gera ráð fyrir öllu, líka því að hníga niður þegar minnst varir.
Hvað veit ég um hvað mín líffæri þola lengi við í þessum lygadansi sem hér er dansaður.
Kommon ég er 56 ára gamall alki með líferni að baki sem fær versta sukkprest til að roðna. DJÓK.
Það var eins gott að það voru ekki vitni af mínum húsmóðurtilburðum hér í dag.
Ég var nefnilega dedd á því að skemmta mér eins og enginn væri morgundagurinn.
Ég dansaði færeyskan hringdans við ryksuguna.
Ég geiflaði mig framan í speglana á meðan ég pússaði þá og svo rappaði ég Gunnarshólma.
Helvíti flott hjá mér bara.
Þú ert hvatvís sagði húsbandið núna áðan þegar ég var að þykjast kúgast yfir malinu í Björgólfi.
Þú ert hvatvís og hryllilega mikið kvikindi.
Ég sagði honum að hann þyrfti ekki að benda mér á hið augljósa.
Hann sagði að það væri ekki fallegt að hlægja af liggjandi auðmönnum.
Ég vissi það en sagðist samt ætla að láta það eftir mér.
Og þá sagði hann að ég væri kaldrifjuð kona. (Þetta er dialógur ala leitisgróa).
Og ég samþykkti það og taldi mig vita að það væri kreppuhelvítið sem hefði rænt úr mér hjartanu.
Og þá sagði hann...
DJÓK.
Ég er hins vegar að segja ykkur núna að héðan í frá er ég stjórnleysingi.
Ég mun ekki fylgja lögum og reglum ef ég kemst hjá því.
BYLTING JENNÝJAR ÖNNU ER HAFIN OG ÞAÐ EKKI DEGI OF SEINT.
Súmí motherfuckers.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Það meiðir mig
Það meiðir mig margt þessa dagana.
Það meiðir mig að ég ásamt öðru venjulegu fólki skulum þurfa að lifa við óvissu upp á hvern einasta dag.
Það meiðir mig að sitja í djúpum skít vegna einhvers sem ég hef ekkert haft með að gera.
Það meiðir mig að framtíð barnabarnanna minna lítur út fyrir að verða strembin vegna þess að þau hafa blásaklaus verið sett í vonlausa stöðu vegna græðgi sumra og doða og ábyrgðarleysis annarra.
Þeirra sem áttu að vernda hagsmuni þessarar þjóðar. Það er blettur sem seint hverfur.
Það meiðir mig að treysta ekki kjafti í þessari ríkisstjórn.
Það meiðir mig að það skuli endalaust bætt í hörmungarnar.
Eitt er að vera skuldugur upp fyrir haus annað er að vera neyddur til að standa með sama höfuð undir hendinni og dæmast til undirlægju án þess að geta nokkuð að gert.
Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill ekki breska hervernd.
Ég er hætt að botna í nokkrum sköpuðum hlut lengur. ISG er töff stjórnmálamaður og ég hef lengi litið upp til hennar því hún hefur gert kvennasöguna áhrifaríkari en ella.
Þess vegna skil ég ekki þegar hún lætur það í hendur Breta hvort þeir komi hingað með helvítis hertólin sín í jólamánuðinum til að "vernda" okkur. Þeir eiga að ákveða það.
Bretar hafa nú þegar í hendi sér hvort við fáum lán frá alþjóðasamfélaginu og þeir ætla að sjá til þess að svo verði ekki nema að uppfylltum afarkostum sem munu koma Íslandi endanlega á hausinn.
Nú hafa þeir í hendi sér hvort þeir komi og berji endanlega niður sjálfsmynd þessarar þjóðar.
Svo getur Össur Skarphéðinsson býsnast yfir því að hann kyssi ekki á vönd kvalaranna.
Hann gerir það nefnilega samt með því að sitja sem fastast og láta Bretana koma eða ekki koma, allt eftir því hvort þeim þóknast.
Þvílík andskotans þjónkun.
Ég skammast mín niður í hrúgu.
Og það meiðir mig.
![]() |
Kyssir ekki á vönd kvalaranna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Lok, lok og læs
Þá höfum við það.
Allar dyr lokaðar þegar kemur að fjármagni.
Nema auðvitað að við borgum fyrir peningastuldinn sem fram fór á Icesave reikningunum.
Gott fólk.
Við erum skuldug.
Við, börnin okkar, barnabörn og þeirra afkomendur borga brúsann.
Við erum hér með talin sem þriðja heims ríki.
Er einhver ábyrgur á þessu bankaráni?
Er þetta ekki dásamleg verkun?
P.s. Sigmundur Ernir spyr hér athygliverðrar spurningar. Sjá.
![]() |
Samningar um Icesave eina leiðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr