Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

FERÐ TIL AMERÍKU

1

Þegar Hillary Clinton er orðin forseti Bandaríkjanna (og til vara Ombama) þá tekst ég á hendur ferð þangað.  Fyrr ekki.  Mér er slétt sama hvort fólk þurfi að skrá ferðaáætlun sína 48 klukkustundum fyrir brottför til USA,  ef fólk vill fara þangað núna, meðan persónunjósnir og paranoja varðandi útlendinga,  ríður yfir þetta stórkostlega land, undir stjórn skjálfandi handa Búska forseta.


mbl.is Hert á komureglum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁTTA MÁNAÐA SNÚRA

1

Mikið rosalega líður tíminn fljótt.  Það er svo stutt síðan að ég bloggaði um sjö mánaða snúruafmælið.  Þið verðið að umbera mínar afmælisfærslur, kæru bloggvinir og aðrir gestir, þar sem þetta er liður í edrúmennskunni.  Ég og edrúmennskan erum eitt, fúnkerum bara saman.  Alla vega er ég í vondum málum ef snúrubloggin hætta að birtast.  Ef svo verður, sendið á mig mann með alvæpni andans. 

Annars er þessi mánuður búin að vera mér erfiður.  Ekki vegna löngunar í brennivín og læknadóp, alls ekki, en allskonar hliðarvinklar hafa verið í mínu annars reglubundna lífi, eins og heimsóknir frá útlöndum,  með öllu því skemmtilega sem tilheyrir, en töluvert út fyrir rammann og svefntíminn hefur td fokkast upp.  En það verður að taka lífið eins og það er.  Ég get ekki hætt að lifa eðlilegu lífi en það er töluvert erfitt að láta berast með straumnum um leið og maður reynir að halda höfðinu köldu og taka ábyrgð á sínum sjúkdómi.

Annars er ég brött á þessum áttundamánaðar afmælisdegi.  Hlakka til daganna framundan og ég er að fara til London í ágúst.  Eins gott að undirbúa sig fyrir það.  Maysan mín here I come.

Nú fer ég í þvottahúsið og tek út dýralífið.  Skýrsla varðandi dýrahald í neðra verður birt seinna í dag.  Húsdýragarðurinn hva!!!

Sjáumst!


OG ÉG VISSI ÞAÐ

1

Undirmenn karlkyns stjórnenda taka styttra fæðingarorlof, skipta orlofinu oftar upp í nokkra hluta og sinna starfinu frekar að einhverju leyti á meðan á því stendur.  Konum þykir fæðingarorlofið frekar ógna starfsöryggi sínu ef þær vinna undir stjórn karlmanns.

Höfum við stelpurnar ekki verið að tuða um það í áraraðir, að það þurfi að fjölga konum í stjórnunarstöðum í þessu karlæga þjóðfélagi?  Ha?  Segið svo að það skipti ekki máli!

Iss


mbl.is Fæðingarorlof styttra þar sem karlmenn stjórna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á SKAGASTRÖND, JESÚS MINN

1

Ef ég væri atvinnulaus og þess vegna á bótum yrði mér illa uppsigað við þá hjá Eflingu stéttarfélagi.  Skattkort bótaþega eru geymd á Skagaströnd og þeir geta ekki útskýrt hvers vegna.  Er ekki í lagi hjá fólki, stór hluti atvinnulausra eru á stór-Reykjavíkursvæðinu.  Í fréttinni segir:

 "Margir spyrja í afgreiðslu Eflingar hvort það sé ekki rétt að flestir hinna atvinnulausu séu á höfuðborgarsvæðinu. Svarið er jú. Það er rétt. Hvað eru skattkortin okkar þá að gera á Skagaströnd? Svarið höfum við ekki því að það er ekkert skynsamlegt svar til sem gengur ekki þvert á dómgreind hins almenna manns. Við bendum hins vegar þessu forviða fólki á að hafa samband við Vinnumálastofnun sem mótaði þessa fráleitu stefnu um að færa þjónustuna við fólkið sem lengst frá fólkinu sjálfu." Efling vonast eftir að nýr félagsmálaráðherra breyti þessum vinnubrögðum."

Sniðugt og svo krúttlegt eitthvað.  Skattkortin á Skagaströnd svo má stimpla sig í Hveragerði og vera sendur í vinnu á Siglufirði.  Um að gera að láta þetta atvinnulausa lið hafa fyrir krónunum.   Hvernig væri að láta bréfdúfu í stimplunina og allan pakkann bara?

Hehe


mbl.is Skattkort geymd á Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ELDHÚSIÐ Í GÆR

1

Ég er eldhúskona að upplagi.  Ekki svo mikið húsmóðurlega heldur líður mér vel í eldhúsum.  Sérstaklega þessum stóru með nógu tjillplássi.  Að sitja og lesa í eldhúsinu er bara toppurinn og ef ég fengi einhverju ráðið þá færu allir mínir gestir beint þangað og héngu yfir mér á meðan ég sýsla þar.  Ég var ansi mikið í eldhúsinu í gær, svona seinnipartinn.  Saran mín, mamma Jenny, var með matarboð fyrir tónlistarfólkið sem er að spila með pabba Jenny, honum Erik Quick (spiluðu í Kastljósinu í gær) og það átti að elda læri að hætti mömmu, frá a-ö.  Sara var sein, ég var u.þ.b. að fá taugaáfall þegar hún loksins var búin að setja lærið inn.  Fyrirmæli voru gefin og það liðu 10 mínútur og aftur var hringt.  Saran á því að láta þetta ekki klikka.  Reyndar er stelpan mín fínn kokkur en ekki alveg vön að vera með stórsteikur.  Svo kom að kartöflurétti og sósu. 

"Hvað mikinn gráðost mamma?"

"æi svona sæmilega þykkan bita"

"hvað kallarðu sæmilega þykkan bita, svona hálfan ost?"

"nei, nei Sara mín, róleg, svona helminginn af hálfum væri nærri lagi"

"en hvað fer mikið af pipar?"

"eftir smekk"

"eftir hvers smekk?  Þínum eða mínum?"

Allavega ég eldaði í fyrsta sinn gegnum síma í beinni og maturinn tókst stórkostlega vel.  Á eftir var ég orðin ansi lúin og tók heimaleikfimina Í ELDHÚSINU AUÐVITAÐ á meðan ég steikti fiskinn.

Þarna fenguð þið innsýn í mitt "hektiska" eldhúslíf.  Síjúgæs!


SVO SORGLEGT

Með þessa ungu konu sem lést á LSH í nótt.  Það er bara að votta aðstandendum hennar samúð og vona að svona geti ekki gerst aftur inni á spítala. 

Þetta er bara svo hryggilegt.


mbl.is Dauðsfall sjúklings á LSH til rannsóknar hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ALLT TEKUR ENDA UM SÍÐIR

Mogginn er kominn með bláan haus aftur, stjörnuspá Steingeitarinnar er að venju frámunalega hallærisleg og bleiku færslunar mínar munu ekki birtist fyrr en 8. mars á næsta ári.  En þetta var flottur kvennadagur sem ég eyddi að mestu í að blogga, fara til læknis og bíða þar von úr viti áður en ég komst að.  Ég var með bleika tösku.  Mitt statement fyrir daginn. Ég er ekki kona sem klæðist bleiku, það er bara svo mikið ekki ég.

Höfuðverkurinn herjar á mig og húsbandið.  Flensa í gangi.  Æi veit ekki.  Það er allavega kominn nýr dagur.


OG ÞÆR BLEIKU HALDA ÁFRAM

Tillaga frá Vinstrihreyfingunni grænu framboði um að setja á stofn samráðshóp til að kanna kosti þess að stofna jafnréttisskóla, kallar á ekkert minna en bleika fjöður í hattinn.  Tillagan var samþykkt samhljóða í borgarstjórn í dag.

Flott hjá VG og í anda dagsins í dag auðvitað.


mbl.is Samþykkt að undirbúa stofnun jafnréttisskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ENN EITT BLEIKT TIL VIÐBÓTAR

1

Það linnir ekki látunum í fréttum af konum í dag.  Dásamleg tilbreyting.  Steinunn Valdís kveður borgarstjórn Reykjavíkur með stæl og flutti tillögu um að láta fara fram könnun á launum karla og kvenna í starfi hjá borginni.  Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.  Það er eftirsjá að Steinunni Valdísi úr borgarmálunum, en hún kemur til með að slá í gegn á þingi og þetta segi ég þrátt fyrir að hún sé í stjórnarliðinu.  Aðdáun mín á henni, ISG og Jóhönnu sig, ásamt auðvitað fleiri konum úr SF nær út fyrir allt pólitísk þrætutal.

Flott Steinunn Valdís!


mbl.is Samþykkt í borgarstjórn að gera launakönnun meðal borgarstarfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENN EIN BLEIK FÆRSLA..

1

..og ekki svo gleðileg í þetta skipti.  Ef fram fer sem horfir verð ég handtekin af litalögreglunni en ég er komin með dómdagshöfuðverk af öllum þessum hressilega bleika lit, enda ég þekkt fyrir að vera í svörtu.  Konur bjóða körlum hærri laun en konum og karlar bjóða kynbræðrum sínum ennþá hærri laun.  Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar.  Munurinn er frá 13-19%.  Þetta er niðurstaða rannsóknar á óútskýrðum launamuni kynjanna sem kynnt var í dag.

Ég er ekki hissa á að karlar bjóði körlum mikið hærri laun en konum.  Það veit ég bæði af eigin raun og vegna fjölda rannsókna um málefnið.  Það er hins vegar sárara en tárum taki að konur skuli mismuna kynsystrum sínum svona.  Það eru sorgarfréttir á þessum annars yndislega degi.

Við áfram í bleiku stelpur og bítum á jaxlinn!


mbl.is Bæði kynin reikna með því að konur sætti sig við lægri laun en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband