Leita í fréttum mbl.is

Ég hætti á toppnum

Hér hef ég bloggað frá því í mars 2007.

En nú ætla ég að kveðja Moggabloggið.

Fór inn á vinsældarlistann áðan og sá að ég sit í efsta sæti.

Flott - ég hætti á toppnum í orðsins örgustu.

Mér þykir vænt um Moggabloggið, hér hefur verið gott að blogga.

En...

Ég get ekki hugsað mér að blogga hér, lesa eða kitla teljara Moggans með nýja ritstjórann Davíð Oddsson við stjórnvölinn.

Ég trúði því ekki að slíkt gæti gerst eftir allt sem á undan er gengið.

En svo fór sem fór.

Á Moggablogginu er brostinn á fjöldaflótti.

Við eftirlátum aðdáendum Davíðs að blogga hér.

Sjáumst á eyjunni krakkar.

Hér er ég og takk fyrir mig.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Jæja só bí it. Ég er hrædd um að þér bregði við að falla inn í myrkur internetsins... held að þú hefðir átt að halda áfram hér þar sem er umræða um fréttir. En gangi þér vel hvar sem þú endar. Vona samt að þú farir ekki á vísi. En þú ert svo fræg að þú kemst örugglega inn á Eyjuna.

Soffía (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Soffía: Klikkaðu á linkinn.  Ég ER á eyjunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Ragnheiður

far vel Jenný, ég tróð kommenti inn hinu megin

Ragnheiður , 30.9.2009 kl. 16:05

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Ja hér..og þó......Komin á elítubloggið..Hvað með adófið í ranni óvinarins.

Hræddur er ég um að lesning á Eyjublogginu sé aðeins brot af því sem hér er.

En ég skil og virði ákvörðun þína.

Ég mun sakna skrifa þinna hér.

Ég gaf út þá yfirlýsingu að ég hyggðist halda hér áfram, í og með vegna Davíðs, þar sem ég tel andóf á vígvelli óvinarins nýtast betur þar en á öðrum slóðum.

En svo er að sjá hvað maður endist þegar allt kemur til alls...

Þú er frábær penni Jenný og ég mun fylgjast með þér áfram

hilmar jónsson, 30.9.2009 kl. 16:15

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fylgi þér eftir hvert á land sem er.  Takk fyrir allar fróðlegu og hnittnu færslurnar.  Knús heim á kærleiks.

Ía Jóhannsdóttir, 30.9.2009 kl. 16:17

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með Íu og óska þér til lukku með flutninginn  Verð hér eitthvað áfram ef ég nenni að blogga

Sigrún Jónsdóttir, 30.9.2009 kl. 16:29

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Skynsamleg ákvörðun Jenný, ég mun svo gefa út mína yfirlýsingu þegar tíminn er réttur. Þú veist hvað ég meina!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2009 kl. 16:31

8 Smámynd: Bergur Thorberg

Kannski hætti ég líka... en þó ég haldi áfram þýðir það ekki að ég fylgi Davíð að málum, eins og þú gefur í skyn að þeir geri sem halda áfram á Moggablogginu.

Bergur Thorberg, 30.9.2009 kl. 16:36

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Bless, bless. Takk fyrir gott blogg. Gangi þér vel á nýjum vettvangi. Annars er moggabloggið ennþá besta íslenskaða bloggkerfið.  

Við aðdáendur Davíðs söknum þín:-)

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.9.2009 kl. 16:49

10 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég fylgist að sjálfsögðu með þér á Eyjublogginu :-) Það fækkar sífellt fjöðrunum á moggablogginu.

Kristján Kristjánsson, 30.9.2009 kl. 17:07

11 Smámynd:

Takk fyrir frábærar bloggfærslur, já hittumst á eyjuni !

, 30.9.2009 kl. 17:11

12 identicon

Dramadrottning!  Þetta dramasyndrom  kemur víðar fram en í Borgarahreyfingunni!  Struns og út....

Blessuð og sæl og gangi þér allt í haginn.  Þakka þér skemmtileg skrif  á mbl.is

Auður M (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 17:37

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Púff....er drullufúl út í þig!

Jennsla; þetta er "hvorteðer" allt sama tóbakið...

es; moggabloggið er besta bloggkerfið....fer aldrei inn á neitt annað.

Heiða Þórðar, 30.9.2009 kl. 17:54

14 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

takk fyrir lítil en skemmtileg kynni Jenný og gangi þér sem best í ókominni framtíð.

Brynjar Jóhannsson, 30.9.2009 kl. 18:03

15 Smámynd: Jón Arnar

farvel

Jón Arnar, 30.9.2009 kl. 18:59

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Tek undir með Heiðu. Ætla að vera á moggablogginu er búin að vera síðan 2oo7................ Gangi þér vel á nýjum stað Jenný

kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.9.2009 kl. 19:06

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það verður sjónarsviptir af þér hér Jenný mín. Vonandi nærðu að láta jafn sterklega að þér kveða á nýjum lendum.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 19:50

18 Smámynd: Jens Guð

  Ég les þá bara bloggið þitt á Eyjunni.  Ekkert mál.

Jens Guð, 30.9.2009 kl. 20:38

19 identicon

Ég skora á þig að taka fyrirhugað brotthvarf af MBL.bloggi til skoðunar!

Nú þegar að öllum líkindum verður aukning á því að þjóðin verði mötuð af fréttafluttning,  borinn(matreiddur) af fjölmiðlarisanum MBL, finnst mér nauðsinlegt að það séu réttsýnt fólk til að vísa þvættingi til föðurhúsanna(MBL)  frá forstofu föðurhúsana(MBL-bloggi)

Flótti héðan er eins og að viðurkenna tap á eitthverju sem er ekki keppt í.

Sjálfum finnst mér brotthvarf þitt ótímabært en af sjálfsögðu óska ég þér vel gengis á nýjum miðlum... uhh.. nei...., ég meina ,,miðum''.  

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 20:50

20 Smámynd:

Takk fyrir samfylgdina - kíki kannski á þig hinum megin

, 30.9.2009 kl. 20:56

21 identicon

Ég kem örugglega við og set athugasemdir hjá þér :)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 21:01

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er eftirsjá að þér og fjölbreytni bloggsins minnkar við brottför þína.

Engum, sem les mitt blogg, ætti að blandast um hvar ég stend gagnvart því sem Davíð Oddsson hefur gert í pólitík síðustu árin, en ég ætla samt að halda áfram og tel mig síður en svo gleðja hann sérstaklega með því að halda áfram.

Ég gerðist áskrifandi Þjóðviljans upp úr tíu ára aldri og var þó aldrei kommúnisti.

En ég skil og virði þína ákvörðun og óska þér velfarnaðar á Eyjunni.

Ómar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 21:02

23 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Gott að vita hvar maður getur fundið þig.  Gangi þér og takk fyrir gott blogg í gegnum tíðina.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 30.9.2009 kl. 21:26

24 Smámynd: Landfari

Þú ætlar semsagt að láta Davíð stjórna því hvar þú skrifar og hvar þú skrifar ekki.

Maður hefur nú áður séð þekkta bloggara hverfa héðan með látum dúkka svo upp aftur hér mislöngu síðar. Sennilega af því þeir njóta ekki sömu athygli annars staðar. Hef samt ekki hugmynd um það enda mánuðir síðan ég hef kíkt á Eyjuna. Maður hefur einfaldlega ekki tíma til að lesa allt sem bloggað er og þá er nærtækast að skoða komment við fréttirnar hér á mbl.is.

Gangi þér vel á nýjum vettvangi.

Landfari, 30.9.2009 kl. 22:24

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hver veit nema ég komi aftur, það kemur bara í ljós, aldrei að segja aldrei, en svona er málum fyrir komið núna.

Takk öll fyrir hlý orð í minn garð.

Ég er bara einu klikki frá þessari síðu.  Komasvo.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2009 kl. 23:05

26 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ég trúi þessu rétt mátulega - ætlarðu virkilega að lúffa? Hopa af hólmi?! Ég sem var þess fullviss að þú myndir einmitt sækja í þig veðrið í ljósi aðstæðna og bæta í um allan helming... á minn sann. Svo bregðast krosstré

Gangi þér allt í haginn engu að síður, ekki síst í kjölfar þeirrar (vonandi væntanlegu) ákvörðunar að koma aftur og það sem fyrst!

Jón Agnar Ólason, 30.9.2009 kl. 23:35

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Agnar: Rólegur, ég sagðist ekki koma aftur en ég útiloka ekkert.  Ætla ekki að segja aldrei eins og margir hafa gert og snúa svo aftur.  Ég er ánægð með þessa ákvörðun mína.

Hef alltaf verið hrifin af eyjunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2009 kl. 00:05

28 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst að núna sé ekki tíminn fyrir okkur að yfirgefa moggabloggið, ef einhverntíma var þörf fyrir það að láta rödd sína heyrast, er það núna!!!  Ég ætla að halda áfram ótrauð hérna á moggablogginu eins og ég er vön.  Gangi þér vel á nýjum vettvangi, ég þakka alla skemmtilegu pistlana þína hérna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2009 kl. 00:53

29 identicon

Sagan segir að fimm þúsund áskrifendur hafi kvatt Morgunblaðið og margir topp bloggarar týnast burt. Mikill titringur ku vera í Hádegismóum og Dabba verður tæplega vært þarna lengi. Hann mun væntanlega hrökklast þaðan út með skömm eins og frá Seðlabankanum.

Stefán (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 08:51

30 Smámynd: Garún

Stefán:  Að hann Davíð verði ekki vært þarna lengi held ég að sé vitleysa.  Maður þrífst á mótlæti það styrkir hann bara í geðveikinni.  Mannstu að hann lísti sjálfum sér við Jesú!  Nú er hann moggajesús! 

Garún, 1.10.2009 kl. 09:33

31 identicon

Tja.. "svo bregðast krosstré sem aðrir raftar".  Ákvörðunin er án efa vandlega íhuguð og ég skil þig vel  Ég segi ekkert bless því að sjálfsögðu held ég áfram að næra sálartetrið með því að lesa skrifin þín, sem eru mér jafnnauðsinleg og hver önnur næring. Sé þig á Eyjunni!!

Kveðja frá Frans

Hörður Þór Karlsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 10:17

32 identicon

"kitla teljara Moggans" ? Mikill maður ertu Hrólfur minn! Heldurðu að fólk fari bara inn á mbl.is til að klikka á bloggið þitt? Það hefur ekki hvarflað að þér að fólk sem fer á mbl.is rekist bara á bloggið þitt þar? Þannig er það amk í mínu tilfelli.

SÓ (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 11:24

33 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst slæmt að þú skulir hverfa héðan, nú fyrst er þörf fyrir bloggið þitt af fullri hörku. Gangi þér samt allt í haginn og vonandi kíkirðu inn aftur

Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 12:04

34 identicon

Jenný,

Grundvallarlögmálið í lífinu er að velja og hafna. Ég er sjálfur nokkuð ánægður með hvernig málin eru að þróast hjá Morgunblaðinu, blaði allra landsmanna. Auðvitað geta menn verið misjafnlega sáttir við menn og málefni eins og gengur. Ekki ætla ég að hætta við að heimsækja sjúkrastofnanir þó svo að Ögmundur sé hættur í ráðuneytinu. Ekki get ég varist Agli með silfrið! Mér finnst svona ákveðin smælingjaháttur í gangi með því að fólk ætli að hætta að blogga. Ég sjálfur óska þér hinsvegar velfarnaðar á Eyjunni, kannski kemst ég þá loksins inn á vinsældarlistann fræga en ég hef ekki getað keppt við þig þar sem ég þarf að vinna líka, þvo þvotta og hugsa um börnin.

Guðmundur

Guðmundur (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 13:33

35 identicon

Good ridens

Sveinn (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 14:02

36 identicon

nákvæmlega SÓ, það vantar ekki hvað hún lítur stórt á sig, er nokkuð ánægður að sjá hana hverfa, fækka tenglunum sem fylgir hverri frétt og bullinu sem þar fyrir innann leynist

gunnsó (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 14:16

37 identicon

Garún: Þú átt greinilega ættir að rekja á Leiti:

"Mannstu að hann lísti sjálfum sér við Jesú!"

Þetta er lygi. Rétt að halda því til haga.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 20:21

38 Smámynd: Landfari

Garún, ég geri ráð fyir að þú hafir ætlað að segja að Davíð hafi líkt sér við Jesú.

Hvort heldur sem er er það í besta falli útúrsnúningur hjá þér og í versta falli eitthvað miklu verra sem segir meira um þig en Davíð. 

Landfari, 1.10.2009 kl. 21:35

39 Smámynd: Halla Rut

"Come on" Jenný.

Ég gerðist áskrifandi af Mogganum í gær og var mikið að spá í að fá tvo á dag. :)

Sagan á eftir að sýna okkur að hatrið á Davíð er eitt það ósanngjarnasta sem nokkur maður hefur þurft að þola hér á landi.

Réttast væri að beina orkunni til þeirra er sökina bera. Ertu hætt að kaupa lyf af Actavis (Björgólfur) eða hætt að fara í Hagkaup, Bónus eða aðrar verslanir undir þeim hatti. Lestu kannski ennþá Fréttablaðið og hlustar þú á útvarp "útrásarinnar" (Jón Ásgeir)?

Hugsa aðeins.

Halla Rut , 1.10.2009 kl. 21:37

40 identicon

Halla Rut "grow up". Þú ert greinilega mikil Dabba kona fyrst þér finnst vera þörf á að verja hann svona svakalega. Auðvitað verslar mamma í þessum búðum, hún þarf að nærast kellingin. Að blogga á moggabloggi er ekki lífsnauðsynlegt. Þar að auki sýnist mér þú vera að segja að þetta sé tapað mál hvort eð er því mannfjandarnir eiga Ísland. Hún þarf að byrja einhversstaðar. Hví ekki hér, taka afstöðu því klárlega er Mogginn ekki frjálst, áháð dagblað. Haltu bara áfram að lesa Morgunblaðið og hugsa þú bara sjálf hugsarinn þinn þarna.

Sara Jennýar og Einarsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 23:23

41 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Held að þessi bloggflótti sé misráðinn þó skrímsladeildin hafi tekið málgagnið yfir. Það verður talsverð hætta á einsleitari umræðu í þeim netheimi sem er aðgengilegastur flestum.

Haraldur Rafn Ingvason, 2.10.2009 kl. 09:11

42 Smámynd: Halla Rut

hahah Sara. Ég sé að þú ert alveg eins skemmtileg og hún mamma þín. Alveg frábært svar hjá þér.

ps: Mogginn hefur ALDREI verið frjálst og óháð dagblað frekar en nokkuð annað blað hér á Íslandi nema þá kannski DV núna. humm.

Halla Rut , 2.10.2009 kl. 12:38

43 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Talandi um að upphefja sjálfan sig.  Þetta er nú bara einu sinni bara blogg.  Ef einn fer kemur annar....

Það kemur maður í manns stað þannig að þetta er allt í góðu.  Skemmtileg tilraun til að reyna að koma af stað einhverju blogghruni.  Mér finnst mjög spennandi tímar framundan á mogganum og vonandi mun þessi fanatík á blogginu minnka aðeins og málefnalegri skoðanaskipti taka við.

Skemmtu þér vel á Eyjunni eða hvað það heitir.

Helgi Már Bjarnason, 2.10.2009 kl. 13:44

44 Smámynd: Anna

Ertu að fá þer nýtt hobbí. Þú kemur aftur það er ég viss um.Bless í bili.

Anna , 2.10.2009 kl. 15:44

45 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Et tu Jenný ?

Ein einmana.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.10.2009 kl. 18:49

46 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Fólk kemur og fer. Þannig er það bara. Sumum líkar hér og öðrum ekki. Skiptir svosem ekki máli hvar maður bloggar nema maður sé að ná til ákveðins hóps annarra bloggara/lesenda. Mörgum hentar t.d. að vera sem mest prívat og mundu aldrei blogga hérna inni.

Það er taugatitringur í þjóðinni. Ekki nema von. Fólk berst fyrir sínum skoðunum og málstað. Ef skrifin ganga hvað mest útá það sem er að gerast hjá þjóðinni, þá er kannski best að vera í miðri taugahrúgunni.

En hver velur sinn vettvang. Gangi þér vel í þínum nýja Jenný mín. Kannski kem ég og bögga þig smá - kannski ekki

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.10.2009 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987141

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband