Leita í fréttum mbl.is

Fyrirfram aðvöruð - fyrirfram vopnuð

Ég er alltaf að missa af allskonar.

Fleyg orð verða til, fólk finnur upp hluti, deyr og fæðist og ég hef ekki hugmynd um það.

Svona líður mér líka gagnvart bókum.

Það eru trilljón meistaraverk skrifuð um allan heim og ég kem aldrei til með að kynnast þeim.

Ég gæti grátið, þetta er einn af mínum stóru hörmum.

Mannskepnan er of takmörkuð segi ég og skrifa.

Við kunnum ekki að ferðast í afturábak í tíma, tölum bara örfá tungumál, þetta er glatað.

En eitt af því sem ég vissi ekki um en hefur nú borist mér til augna er að Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir hafa ástundað kappræður í Íslandi í bítið.

(Ég vissi ekki einu sinni að Ísland í bítið væri til enn - enda hlusta ég ekki á Bylgjuna).

Svo gekk Agnes fram af Björgu Evu og í gær mætti sú síðarnefnda ekki til að takast á við kerlinguna Agnesi.

Ég skil hana Björgu Evu svo vel.

Hvaða manneskja sem er áttuð á stað og stund fer með opin augun í gin ljónsins?

Agnes er strigakjaftur og eyrnamengandi svo ekki sé meira sagt.

Hún er líka fínn blaðamaður en það er varla að ég þori að lesa hana - er skíthrædd við konuna.

Ég get sagt ykkur að á góðum degi myndi ég gefa frá mér ríkisborgararéttinn fremur en að eiga orðastað við aðdáenda Davíðs númeró únó.

Fyrirfram aðvöruð - fyrirfram vopnuð offkors.

Súmí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Enda hlýtur Agnes að vera yfir sig hamingjusöm núna. Sigurlaug Ragnarsdóttir mætti í stað Bjargar Evu og hún er ALLTAF sammála síðusta ræðumanni. Enda samþykkti hún allt sem Agnes sagði.... gott ef ég heyrði ekki nokkur "halelúja" þarna líka

Algjör brandari

Heiða B. Heiðars, 30.9.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvar er göstið Jenný ?

hilmar jónsson, 30.9.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Agnes minnir mig alltaf a aðra frænkuna þarna í Simpsons.

Ég held að hún sé búin til úr andefni.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2009 kl. 12:30

4 identicon

Sounds kinda like my reaction to Tyra Banks.

Lissy (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:34

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Fyndið að þú skulir nefna þetta Jón Steinar. Þessi samlíking kom einmitt líka upp í huga minn fyrir skemmstu.

hilmar jónsson, 30.9.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2987331

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband