Mánudagur, 28. september 2009
Þarf að hitta mann vegna manns
Ég hef alltaf gaman af því að lesa um tæki sem eru algjörlega ónauðsynleg en eru í leiðinni sönnun þess að fólk er alltaf að hugsa út fyrir rammann.
Gaman að því.
Sturtuútvarp var nýlega valið sem versta heimilistæki allra tíma.
Halló, af hverju var ég ekki spurð?
Hefði getað sagt þeim sögur!
Eins og t.d. af "sneiðaranum" sem ég keypti mér á markaði í útlöndum.
Þetta var plastgræja sem sneiddi dásamlega agúrkur, lauka og því um líkt.
Ég ætla ekki að fara nánar út í það en í annað skipti sem ég sneiddi gúrku sneiddi ég fallegar sneiðar framan af fingri í leiðinni. Tók sig vel út á áleggsdisknum ef við undanskiljum blóðbaðið.
Tölum svo um eggjasuðutækin. Þvílíkur viðbjóður.
Til hvers í ósköpunum þarf eggjasuðutæki?
Ég var beitt eggjasuðutækjaofbeldi á tímabili. Mínar eigin dætur fóru þar fremst í flokki.
Tvær af þremur glöddu móður sína með uppfinningunni - Ég kunni þeim engar sérstakar þakkir fyrir.
Síðan fékk ég það þriðja þegar ég með lagni hafði látið hin fyrri hverfa. (Frá ættingja sem hefur örugglega hatað mig, ég sé það núna - fari hann og veri).
ARG.
Ég nenni ekkert að tala um ljósálfalampa og fótnuddtæki. Hvorutveggja er klassík.
Poppkornspottar, er ekki í lagi? Örugglega karlmaður sem hefur hannað þá snilld, ekki vitað að poppkorn má poppa í öllum alhliða pottum.
Fótastyttir (já frá Ameríku, krem sem styttir á þér lappirnar um heila 4 cm. að lokinni meðferð - eins gott að þingmenn Hreyfingarinnar komist ekki yfir það fyrirkomulag og beiti því á sjáfa sig lóðrétt til helvítis! Nógu mikið hafa þau orðið sér til "minnkunar")
Eyrnaklóra sem þjónar umfram tilgang og getur slegið á pirring í heilaberki ef maður gætir sín ekki.
Rafknúinn kaffibolli sem heldur skörpum hita á bolla og skaðbrennir á þér lúkurnar í leiðinni og ég get haldið áfram en ætla ekki að gera það.
Þarf nefnilega að hitta mann vegna manns.
Eða þannig.
Úje.
Sturtuútvarpið versta græjan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Takk fyrir þessar þörfu ábendingar Jenný mín. Þetta hefur rifjast upp þegar þú fórst að pakka niður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2009 kl. 10:15
Æ hvað þetta var gott og þarft innlegg Veitir ekki af svolitlum galsa í ömurleikanum.
, 28.9.2009 kl. 10:53
Hehehe djöfull ertu skörp í dag heheh og farin að hitta mann og annan.
Ía Jóhannsdóttir, 28.9.2009 kl. 11:21
Til hvers vill fólk stytta á sér fæturna... ?
Jónína Dúadóttir, 28.9.2009 kl. 11:32
Knús knús og ljúfar kveðjur......
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2009 kl. 11:46
Afhverju eru þeir ekki búnir að finna upp snúrulausa ryksugu þessir snillingar.
Var annars gott að hlægja af þessum pistli
M, 28.9.2009 kl. 11:50
Bíddu bara, frussuhelt lyklaborð er það sem koma skal.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.9.2009 kl. 11:54
Þú gleymdir reyklausa öskubakkanum, sem var jólagjöf allra reykingamanna hér um árið!
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 28.9.2009 kl. 12:06
Jenný þú drepur mig takk fyrir mig ég ligg í hláturskasti
love you
Hilma Ösp Baldursdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:46
Gat ekki haldið aftur af mér. Varð að þakka fyrir þennan meirháttar pistil. Kem stundum fyrir að ég lendi á blogginu þínu (þegar ég er að skoða fréttirnar á mbl og kíki in á einhver bloggin við frétt. Oftast góðir punktar. En þetta er eitt af þeim bestu.
Kveðja Kjarri. (er ekki með blogg á mbl en hef örsjalddan bloggað á minni eigin vefsíðu. Miðað við hversu oft ég geri það að þá mundu moggamenn halda að ég væri hættur og sjálfsagt loka á bloggið ef ég væri hjá þeim).
Kjarri (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:54
Skemmtileg að vanda, takk fyrir mig
Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 13:08
M: snúrulausar ryksugur hafa verið til lengi, sjá t.d. þetta:
Birnuson, 28.9.2009 kl. 13:52
Hvað með reykingavél? (vél sem reykir f. mann)
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 14:07
Eyrnaklóra !! mig langar í svoleiðis. Skiptir engu hvort ég nota hana. En mig langar í hana.
Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 14:59
Já Gísli, reykingavél, heimta svoleiðis líka.
Finnur Bárðarson, 28.9.2009 kl. 15:35
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.9.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.