Mánudagur, 28. september 2009
Pakkað niður
Ár frá hruninu - Guardian rifjar upp eftirfarandi (m.a.):
"Breska dagblaðið Guardian segir að ummæli Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, í sjónvarpsþætti fyrir tæpu ári, um að Íslendingar geti ekki og ætli ekki greiða erlendar skuldir ábyrgðarlausra manna og leggja skuldaklafa á börn sín og barnabörn, hafi verið ein ástæða þess að Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands beitti hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans, stofnanda Icesave reikninganna, í Bretlandi."
(Nehei, það getur ekki verið Davíð að kenna ha?)
Ég ítreka:
Ár frá hruni.
Hér er allt við það sama, svona næstum því. Afskapleg mikið í bígerð, unnið á öllum vígstöðvum við að gera upp hrunið - mikil ósköp - ekki kjaftur sætt ábyrgð sýnist mér, a.m.k. ekki í neinni alvöru.
Einu óþægindi útrásardólganna virðast fólgin í því að þurfa að láta hreinsa hús sín af rauðri málningu af og til - "þökk" sé fólkinu.
Í dag hefur Mogginn verðlaunað Davíð Oddsson með að setja hann í ritstjórastól blaðsins.
Við erum svo mikil krútt Íslendingar.
Ég er að pakka saman (ekki segja neinum, hamast við að taka öryggisafrit af blogginu mínu).
Á meðan ætla ég að vera með attitjút á Mogganum og rífa kjaft.
Þetta er Jenný Anna sem bloggar af fjandsamlegum slóðum.
(Líður eins og stríðsfréttamanni sem er staddur í miðri borgarastyrjöld - ímynda ég mér - veit ekkert um það en lái mér hver sem vill að ég skuli reyna að búa til smá drama í sambandi við yfirvofandi brottflutning minn af Mogganum).
Annars góð bara.
Guardian fjallar um hrunið á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já bloggið er ekki svipur hjá sjón eftir þetta hrun hér. Það fer hver að verða síðastur. Vonandi missi ég samt ekki af þér og öðrum bloggvinum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2009 kl. 08:42
Davíð Oddsson ber tvímælalaust mesta ábyrgð allra á Icesave og hryðjuverkalögunum. Hann stóð fyrir því að rétta Björgólsfeðgunum alræmdu Landsbankann á silfurfati, þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir um þá sölu. Björgólfsfeðgar voru flokksgæðingar Davíðs og þeir skyldu fá bankann, þótt öll aðvörunarljós blikkuðu. Björgólfsfeðgar réðu svo aðra ósvífna flokksgæðinga undir sig og á bak við allt þetta lið sigldi kafbáturinn og vinur Dabba, Kjartan Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri flokksins. Þegar þetta ósvífna og samviskulausa lið hafði svo kafkeyrt allt með glórulausu Icesave undir hugmyndaforystu flokksgæðingsins Þórlinds Kjartanssonar, þá brá Dabbi á það ráð að segja að við borgum ekki erlendar skuldir ábyrgðarlausra manna. Við það var Kjartani Gunnars og hinum flokksfélögum Dabba mjög brugðið og líka bretum sem skelltu á okkur hryðjuverkalögum með það sama. Nú er þessum manni treyst til að stjórna Mogganum, sem byrjar á því að missa einhverjar þúsundir áskrifenda við komu hans þanga.
Stefán (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 08:52
Fyndið að lesa þessa hysteríu í vinstri mönnum þessa dagana:
- Fyrst ætlaði allt um koll að keyra af því að Davíð Oddsson fékk vinnu sem ritstjóri á dagblaði. Það ætlaði ekki að linna áskorunum DV, fréttastofu RÚV og annarra vinstri manna (og beggja vina fráfarandi ritstjórans) um að allir segðu nú upp áskriftinni sinni og hættu að blogga á hinu skyndilega-illa-moggabloggi.
- Svo þegar enginn fótur fannst fyrir fjöldauppsögnum, heldur liggur ljóst fyrir að fullt af fyrrverandi áskrifendum eru nú búnir að gerast áskrifendur á ný, auk þess sem Flóttinn mikli af "the evil moggablogg" er runninn út í sandinn, þá kemur nýtt heróp: "Við látum ekki hrekja okkur í burtu!" eða "Ég er stríðsfréttamaður sem er staddur í miðri borgarastyrjöld!"
Stríðsfréttamaður. Í borgarastyrjöld. Í alvöru? Ekkert mikið rekist á raunveruleikann nýlega?
Þvílíkir dramastælar.
Kolbeinn (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 08:52
Kolbeinn: Þeir sem skilja húmorinn eftir við útdyr þessarar síðu eiga ekki að tjá sig.
Enginn fótur fyrir fjöldauppsögnum? Halló - sanna mál sitt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2009 kl. 09:12
Þú veist elskan að stríðsfrétta menn héldu sig við miðju óvina, þeir fengu mest út úr því.
Skildi Davíð hafa verið ráðin til þess að bola góðum pennum út af blogginu, nei segi svona, auðvitað er þessum mönnum alveg sama um fólkið í landinu.
þeir bara vaða áfram og etjast enn, Geirsarmurinn og Davíðsarmurinn.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2009 kl. 09:22
Davíð sagði að við ættum ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Hann var seðlabankastjóri og hafði ekkert vald á þingi. Þetta var hans persónulega skoðun, enda kom hann ekki fram með þetta fyrir hönd seðlabankans. Þá hefði bankinn gefið út skriflega yfirlýsingu.+Átt þú erfitt með þetta álit Davíðs, Jenný? Ertu ósammála honum.
Bretar eru að snúa og spinna af því hafa engar varnir fyrir aðgerðum sínum og þú bítur á agnið. Það er verulegur taugatitringur þar yra af því að þeir vita sem er að við getum farið með þetta fyrir dómstóla og unnið málið.
Það skal minnst á að á þessum tíma var Alistair Darling govenor IMF á Bretlandi, auk þess að vera fjármálaráðherra. Sér einhver tengingu í því? Sér einhver tengingu í því að Bretar og Ameríkanar hafa alræðisvald í stjórn AGS og beita honum sem handrukkara fyrir sig.
Rétt að minnast á það einnig að AGS hefur vaðið um allar jarðir og stoppaf af öll bjargræði og lán hingað. Norska þingið samþykkti til okkar lán í November og strax daginn eftir voru fulltrúar sjóðsins mættir inn á teppi Kristínar Halvorsen til að fá hana til að falla frá láninu og steypa því saman við lánapakka AGS (sem nota bene, við höfum ekki fengirð krónu af enn). Þetta sama gerðu þeir við rússa og aðra, sem vildur rétta hjálparhönd.
Var það Davíð, eða einbeittur vilji AGS (breta) til að knésetja okkur, sem réði ferð?
Ég læt þig um að meta. Þú gætir kannski lagst í smá googl og kannað málið.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 09:42
hm... öryggisafrit já... kannski það.
Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2009 kl. 10:00
Mér finnst alltaf jafn gaman að heyra mig kallaða vinstrimann af því að ég hef ýmigust á Davíð Oddssyni og þori að láta það í ljós. Ég kaus sjálfstæðisflokkinn í mörg ár, eða alveg þangað til það rann upp fyrir mér hverslags klíkuskapur og eiginhagsmunapotarar voru þar. Þá gerðist ég félagi í Frjálslyndaflokknum og er þar enn.
En það er svo sem eitt af Valhallaráróðrinum að kalla alla sem sjá Davíð sem breyska manneskju en ekki dýrðling, vinstrimenn. Og það á að vera skammaryrði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2009 kl. 10:21
SKÍTT MEÐ DAVÍÐ!!! WE ARE FUCKED!!! (Og vorum það, jafnvel eftir að honum var komið út úr Seðlabankanum...)
Mér þykir leitt að segja það - en, ég hef bara enga von lengur...
(Elsku Vinkona - ég vona að þú eyðir ekki þessari athugasemd...)
Skorrdal (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 16:26
Skorrdal.........þú verður að hafa von, við megum ekki gefast upp, heldur halda áfram. Þetta á allt eftir að fara vel á endanum
Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.9.2009 kl. 19:56
1. "Kolbeinn: Þeir sem skilja húmorinn eftir við útdyr þessarar síðu eiga ekki að tjá sig."
Nei, það er ekki lengi verið að rjúka í þennan gírinn þegar maður makkar ekki kórrétt eftir nýju fínu rauðu flokkslínunni: VERTU BARA EKKERT AÐ TJÁ ÞIG GÓURINN. Nææs. Var það ekki einmitt þessi hóphyggja og úrkynjað mónó á öllum rásum sem felldi þetta þjóðfélag??? Nú í staðinn fyrir Björg-úlfs-þjófa-feðga og hitt pakkið eru komnir nýir guðir: Heilög Jóhanna og Steingrímur. jibbí. Djöfull mega þau hlakka til þegar við fáum leið á þeim og förum að klína öllu á þau. Er þetta í raun ekki alveg makalaus minnimáttarkennd? Það eru alltaf einhverjir guðir sem stýra okkur, viljalausum hálfvitunum, án þess að við fáum neitt um ráðið nema skrækja og í mesta lagi sletta málningu? fokk
2. "Enginn fótur fyrir fjöldauppsögnum? Halló - sanna mál sitt."
Stundum er þetta allt svo algerlega eins og við höfum öll dottið inn í Kafka. Á ég nú að fara að sanna að orðrómur sé _EKKI_ sannur?? Halló sjálf! Hvenær ætli geðveikin fari að brá af og við getum aftur farið að takast á við lífið með skynsemi og rökum? Eigum að að ákveða einhverja dagsetningu núna? Er það ekki bara fín hugmynd, Jenný Anna. Nú ákveðum við bara hér og nú að næsta vor verði almenn umræða aftur farin að fara fram með einhverjum lágmarks skammti af viti. Að súrrealískur dadaisminn verði aftur kominn inn í Dalímálverk þar sem hann á heima og við hin getum farið að takast á við það sem skiptir okkur máli með því sem greinir okkur frá skepnunum: Skynsemi. Já já, bla bla, þetta er örugglega voðalega tilgerðarlegt tal–og tilgangslaust–en ég bara er að missa þolinmæðina yfir vænisýkinni sem þetta þjóðfélag virðist nærast á þessa mánuðina. Og hananú.
Kolbeinn (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.