Leita í fréttum mbl.is

Kallarnir samvaxnir á mjöðm

 parið

Enn ein fréttin um að það sé betra að vera á atvinnuleysisbótum en að vinna!

Mér finnst svona málflutningur oft hafa það að markmiði að gera það fólk sem hefur ekki vinnu að letingjum sem vilji sitja heima og hafa það náðugt í staðinn fyrir að fara og afla sér tekna.

Ég veit að það er örlítill hluti fólks sem ekki nennir að vinna.

Og á hverju byggi ég þá vitneskju?

Jú, við Íslendingar höfum ýmislegt í fari okkar sem betur má fara en leti er ekki einn af löstum þessarar þjóðar.

Það er þá að minnsta kosti nýtilkominn breyskleiki.

Við erum vinnusöm, svo vinnusöm að lengi vel hefur fólk neitað sér um að lifa.

En..

Svona fréttir segja mér samt heilmikið.

Sú staðreynd að strípaðir taxtar eru lægri en atvinnuleysisbætur, sem mér er sagt að séu rúmar 130 þúsund krónur á mánuði og enginn getur lifað sómasamlega af, sýnir bara svo ekki verður um villst hvers lags aumingjans vesalingar það eru sem fara fyrir mörgum verkalýðsfélaganna í þessu landi.

Enda sést það í fréttum og hefur gert undanfarinn ár.

Maður sér þessa verkalýðsforkólfa, hönd í hönd í eilífum knúsorgíum með fulltrúum atvinnurekanda.

Þessir kallar eru samvaxnir á mjöðm.

Þessi "samvinna" andstæðra póla er ekkert annað en ónáttúra.

Enda getum við séð launastatusinn í landinu sem er afrakstur þessarar líka frábæru samvinnunnar.

I rest my case

Og íslenskir launþegar líða fyrir.

Það þarf byltingu.

Frusssssssssssssssssssssssssssssss


mbl.is Betra að vera á bótum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hva, ætlar þú ekki að yfirgefa Moggamafíudabbabloggið eins og aðrir þungavigtarbloggarar?

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.9.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Svo innilega sammála.  Það er svo sannarlega þörf á byltingu innan verkalýðshreyfingarinnar eins og hún leggur sig.

Sigrún Jónsdóttir, 26.9.2009 kl. 12:25

3 identicon

Góður pistill hjá þér Jenný.

Næsta bylting þarf að vera gegn verkalýðsforystunni sem hefur ekki verið að vinna með hag hinna lægst launuðu í huga.

Ég skil það vel að ungt fólk kjósi frekar atvinnuleysisbætur en að þiggja láglaunastarf sem það þarf að borga með sér í, þá í formi ferðakostnaður í og úr vinnu og barnapössun. Ég mundi frekar vera heima á atvinnuleysisbótum með mínu barni en að borga með mér út á vinnumarkaðnum.

Guðrún (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 12:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður:

Já stelpur það þarf ekkert minna en byltingu.  Þessir karlar eins og t.d. Gylfi Arnbjörnsson, eru í fílabeinsturni og í litlu sem engu sambandi við umbjóðendur sína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2009 kl. 12:43

5 identicon

Góður pistill. Eins og þín er von og vísa.

Auður M (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:07

6 identicon

Athyglisverður pistill um verkalýðshreyfinguna á ftr.is

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 2987157

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband