Leita í fréttum mbl.is

"Peace, love and happiness"

 hippie-girl

Skelfilega stóra herbergjamálið á Alþingi er leyst.

Það stendur hins vegar ekkert um það hvernig það leysist en auðvitað var Framsókn sagt að hemja frekjuna og fara í minna herbergi, enda örflokkur og lítið við því að segja.

Meiri prímadonnurnar.

Það er stundum sagt að í pólitíkinni snúist hlutir fyrst og fremst um hégóma og yfirborðsmennsku og minnst um málefni og hugsjónir.

Kannski er það rétt.

Ferðalag menntamálaráðherra til Kananda hefur gjaldfellt trú mína á stjórnmálamönnum enn frekar.

Mér finnst nefnilega hófsemd og lítillæti hipp og kúl hjá stjórnmálamönnum.

Kannski af því að það er frekar sjaldgæfur eiginleiki í þeirra fari.

Maður eins og Ögmundur fær fullt hús stiga hjá mér,  svo ég nefni dæmi um hippaðan og kúlaðan stjórnmálamann.  Hann er nefnilega ekki á ráðherralaunum og auðvitað er það svoleiðis sem fólk á að gera hlutina í kreppunni.

Málið er nefnilega að það er hægt að smíða stefnuskrá svo fallega að maður grætur yfir henni, og hún myndi taka heim Óskarinn á stefnuskráahátiðinni en svoleiðis plagg er ekki pappírsins virði ef framkvæmdin á henni er ekki í stíl.

Ég hefði tekið ráðherra í núverandi ríkisstjórn í guðatölu hefðu þeir í kreppunni sagt nei takk við ráðherrabílunum og öðrum fríðindum.

Já, komið endilega og segið að það sé nauðsynlegt fyrir ráðherra að vera með bílstjóra og bíl stöðu sinnar vegna og þetta og hitt og ladídadída.

En sú röksemdafærsla heldur ekki vatni í minni bók.

Það er nefnilega alveg nauðsynlegt líka að gefa börnunum sínum hollan mat, senda þau í tómstundir, geta sótt lyfin sín, eiga fyrir skólagjöldum og læknisheimsóknum, en það er ekki í boði fyrir stóran hóp fólks í kreppunni.

Þess vegna hefði ég viljað sjá ráðherrana okkar skera fríðindi niður við trog svona til að sýna samkennd og skilning á kjörum almennings.

Ég er eiginlega komin á þá skoðun að ég sé óforbetranleg draumóramanneskja.

Það er auðvitað mitt vandamál og skoðanir mínar litast af því.

Svo er gamli hippinn í mér að rísa upp, hávær og dálítið agressívur.

Hann heimtar nýja tíma, ný gildi, nýtt siðferði (annað siðferði) svo vill þessi frekjuhundur inni í mér að allir deili með sér kjörum á þessum vondu tímum.

Sem segir bara eitt.

Ég er ekki í lagi - neikvæðari hliðar mannlegs eðlis virðast blómstra við kjötkatlana og mér líður eins og hálfvita.

Hari fokkings Kristna.

Peace, love and happiness og allir upp með kveikjarana.


mbl.is Stóra herbergjamálið er leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sorry á ekki kveikjara !

Ömmi er kúl..!

Ragnheiður , 26.9.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég á tvo stóra

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.