Föstudagur, 25. september 2009
Sama hvaðan vont kemur
Minn flokkur, þ.e. sá sem ég kaus í apríl s.l. VG kom til valda án þess að hafa hrunablóð á höndum sér.
(Ég á reyndar ekkert í þessum flokki en þeir fengu atkvæðið mitt eftir mikla yfirlegu).
Sumir þingmanna flokksins voru með hreint borð og þá meina ég pólitískt.
Þess vegna varð ég ekki par glöð þegar ég sá í fréttunum áðan að Katrín Jakobsdóttir hafi nú sett sósublett á sinn annars tandurhreina hvítflibba með því að ferðast til Kanada í fimm daga ásamt aðstoðarmanni og kosta okkur skattborgara 1,2 milljónir króna.
Hún hafði svör á reiðum höndum, réttlæti þennan gjörning.
Hringir það bjöllum?
Katrín hefur hingað til ekkert gert svo ég viti til sem minnir á 2007.
En engin kvikmyndahátíð getur verið þess virði að setja niður í augum fólks sem hefur haft fulla trú á henni.
Það er kreppa Katrín.
Ég er að hugsa um að meila Ögmundi og biðja hann um að taka ráðherra menntamála í læri hvað varðar ráðdeild og viðhorf til eyðslu á skattpeningum.
Reyndar er ekki talað mikið um það að Ögmundur hefur ekki þegið ráðherralaun fram á þennan dag.
Mikið skelfing mættu fleiri taka það sér til fyrirmyndar.
En kannski eru ráðherrarnir búnir að gleyma hvernig almenningur berst í bökkum og á eftir að gera lengi enn.
Ég er döpur yfir þessu flippi menntamálaráðherra vegna þess að ég hefði aldrei látið mér detta í hug að hún tæki upp takta forvera síns.
Það er nefnilega sama hvaðan vont kemur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hélt að henni hefði verið boðið, nei bara segi svona.
Kíktu á bloggið mitt frænka.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2009 kl. 20:51
Búin að því og búin að kommenta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 20:57
Þarna sýnir þú fram á glöggann munur á vinstra fólki og Náhirðinni.
Vinstra fólk er tilbúið að gagnrýna og efast um gjörðir eigin flokks, á meðan náhirðin syngur samhljóma í gospellkór í skilyrðislausu loyalíteti gagnrýnislaust, skoðanalaust og .....laust.. Daaaaaaaavíð....
Nei segi bara sona..
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 21:14
Allt sama skítapakkið.
Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 21:55
Skil ekki hvað Hilmar er að segja, greinin fjallar um að Katrín, (VG manneskja, hafi eytt miklum peningum í að fara á kvikmyndasýningu í Kanada, en þú í þínu commenti snýrð þessu upp í andhverfu sína! talar um andhverfu sjálfs síns, !!! ég held að Hilmar sé að tala upp fyrir sig í þetta skipti, þetta er of flókið jafnvel fyrir hann!!
Guðmundur Júlíusson, 26.9.2009 kl. 00:52
Sammála þér með að ræða þetta við Ögmund Jenný mín. Ég hef sagt það hér einhversstaðar að mín skoðun á stúlkunni er að hún stenst ekki væntingar, ekki af minni hálfu. Ögmundur aftur á móti er allt önnu Ella. Það færi betur á því að Ögmundur, Guðfríður Lilja, Lilja Mósesdóttir, Jón Bjarnason og fleiri slík færu með forræði Vinstri grænna, þá erum við að tala um heilsteyptar manneskjur, sleppum formanninum og fleiri þarna sem eru vinglar og dinglar rétt eins og Samfylkingin upp til hópa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2009 kl. 01:03
Jón Bjarnason!!! Sástu viðtalið um daginn í kastljósi, hann var alveg úti á túni!! ekki segja almennenningi að hlusta á svona vitlausa menn sem ekkert hafa og kunna að segja!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 01:13
Guðmundur: Þar sem ég þykist vita að Jenný aðhyllist VG og kaus þá síðast, þá leyfði ég mér að koma með þetta sem dæmi : Að VG fólk ( Jenný í þessu tilfelli )
er ólíkt Sjálfstæðisflokksfólki, er tilbúið að gagnrýna sitt eigið fólk ef þannig ber undir, enda heilbrigt og eðlilegt.. kapís ?...... Er þetta flókið ?
hilmar jónsson, 26.9.2009 kl. 02:03
Ferðin er réttlætanleg, við þurfum gúdvill úti í heimi á hvaða sviði sem er. Kostnaðurinn er of hár fyrir tvær manneskjur í fimm daga, sammála þar, vildi sjá sundurliðaðan reikning.
Katrín hinsvegar er rétt manneskja á réttum stað sem er sjálfri sér samkvæm og veit nákvæmlega hvað hún syngur án þess að syngja of hátt - þar tala ég ekki sem VG manneskja heldur sem gamall nemandi hennar í bókmenntafræði við HÍ.
Mér finnst komment Hilmars yndislegt og hjartayljandi - og alls ekkert flókið ;o)
Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.