Föstudagur, 25. september 2009
"Sjúkt" þjóðfélag
Ég er svo sannarlega ekki hrifin af Davíð Oddssyni.
Það hefur komið fram, ég þarf ekki að tíunda þá skoðun mína.
En....
Þegar Margrét Tryggvadóttir sendi Alzheimerbréfið til varaþingmanns Þráins Bertelssonar þá blöskraði mér að því marki að ég hef ekki getað litið konuna réttum (?) augum síðan.
Svo kom Birgitta Jónsdóttir (sem hefur lokað á mig í athugasemdakerfinu sínu væntanlega af lýðræðisást nú eða beint upp úr hugmyndafræði Dalai Lama)og mælti þessum ógeðslega gjörningi bót, kallaði hann umhyggjusemi og þá missti ég endanlega trú á þessu fólki.
Ég get lifað með því.
Jafn ógeðslegt finnst mér af Jóhannesi í Bónus að sjúkdómsvæða Davíð Oddsson eins og hann gerir hér.
Jóhannes segir að Davíð sé óheilbrigður maður.
Bíddu, bíddu, hvað hefur hann fyrir sér í því?
Ég hef megnustu skömm á því þegar fólk grípur til þess ráðs að sjúkdómsgera þá sem þeim er í nöp við.
Hvaða aumingjaskapur er þetta?
Það er ekki hægt að leggjast lægra.
Af hverju segir maðurinn ekki að honum líki ekki skoðanir Davíðs?
Það er mál sem ég skil. Þoli ekki Davíð sjálf og það sem hann stendur fyrir og ég þarf ekkert að gera hann að sjúklingi til að ljá orðum mínum vægi.
Þetta þjóðfélag er sjúkt (djók).
Ætli maður verði ekki settur í bönd einn góðan veðurdag og færður á geðdeild vegna þess að maður er með skoðanir sem sökka?
Ésús minn á galeiðunni.
Fortíðin til framdráttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 15
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987146
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hvað segirðu, lokaði Birgitta á þig ?
Ja sú villir á sér heimildir. Bara eins og Ólína...
Já sjúkt er þetta þjóðfélag og hræddur er ég um að sterkari einkenni sjúkdómsins eigi eftir að koma í ljós eftir því sem líður á vetur.
En við auðvitað höldum okkar striki.
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 13:10
Já ég tek undir með þér. Manni finnst eins og öll sund séu lokuð og að hér ríki allsherjar vitfirring á öllum plönnum. Við erum helsjýkt þjóð.
By the way...ég er bannaður hjá Birgittu líka. Kyndilbera málfrelsisins og opinnar umræðu. Það tók mig 3 eða fjögur komment. Einmitt um Dalai Lama.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 13:12
Þessi síðasti mánuður er svolítið að varpa ljósi á og skilja frá alvöru hugsjónarfólk og hræsnarana á blogginu. Er það ekki bara jákvætt ?
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 13:16
Jenný!
Ég held að Birgitta sé ekki eina manneskjan sem á það til að loka (hmmm hmmm) .
Hörður B Hjartarson, 25.9.2009 kl. 13:36
Skarpur pisill. Mjög skarpur. Eða ætti ég að segja sjúklega skarpur?
ábs (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 13:47
Hörður: Ég loka aðeins á fólk þegar það fer algjörlega yfir strikið.
Það gerist ekki oft og yfirleitt opna ég fljótlega aftur.
En aldrei út af pólitískri umræðu.
Lokaði t.d. á einn í fyrrad.
Hann klæmdist gróflega.
Þanig er nú það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 13:47
Það er nú dálítið skondið að hugsa til þess að Birgitta lokar kannski á fólk þegar henni finnst það fara "algjörlega yfir strikið" ...eða þannig.
corvus corax, 25.9.2009 kl. 14:03
Með hræsnurum, á ég einkum við það aumkunarverða fólk sem þóttist tala fyrir lýðræði jöfnuði og breyttum áherslum í stjórnmálum m.a. í Borgarahreyfingunni.
Birgitta kemur vissulega sterk þar inn.. ásamt fylgifiskum.
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 14:06
Jenný!
Ef ég man rétt , þá var ég ekki að klæmast við þig , að mig minnir í vor , en ég vildi nú rétt árétta það að fólk skuli fara varlega með grjótið , búi það í glerhúsi , vona þú takir þetta ekki þannig að ég verði með stanlausan hiksta til jóla .
Að lokum vil ég biðja þig að lesa aths. mína hjá Heiðu við hennar síðasta bloggi - og vona þú takir það líka til þín sem ég læt þar frá mér fara .
Hörður B Hjartarson, 25.9.2009 kl. 14:10
Hörður: Ég elska þig líka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 15:15
Að fara algerlega yfir öll strik er að gantast með að einhver þjáist af Alzheimer, hver var það nú aftur, þorir maður að nefna nafnið ?
Finnur Bárðarson, 25.9.2009 kl. 16:04
Jenný mínn þú veist vel að besta vikona þín byrti Þráinns bréfið, og að það var einkabréf (núverandi varaformaður BorgarHreyfingar) og gerir þá birtinngu saknæma ÞETTA VAR OG ER EINKABRÉF sem gilda mjög ströng lög um en Lijla Skafta kaus að hringja í Þráinn og sennilega líka að biðja Heiðu að Birta bréfið (skil reyndar ekki tilganginn)! en þú getur lesið hvað sem þú vilt útúr því bréfi, en það sem ég les er manneskja með umhyggju fyrir sínu samferðafólki og ég get ekki séð neina árás á Þráinn (nema þú notir allar aðferðir sem til eru til að sjá eitthvað neikvætt) en ég vona svo sannarlega að við berum umhyggju fyrir okkar samferðarfólki.
og þegar maður hefur áhyggjur að eitthverjum þá byrjar maður oft á að nefna þær áhyggur við eitthvern sem maður telur að standi þeirri manneskju nær en maður sjálfur kannski gerir :-) og ég vill lifa svoleiðis lífi áfram :-)
og eitt annað það sem þú ert að gagnrýna hér ! þú ert að dæma sjálf eins og þeir sem þú ert að gagnrína
annars til hamingju með BH vona að BH gangi sem allra best :-) EN það hefur orðið uppgjör og hver og einn valdi sína leið svo það er varla ástæða lengur að erfa það því allir fengu það sem þeir vildu
en verkefni vetrainns er næg til að vera ekki að eiða sýnum tíma með biturð í hjarta :-)
það er skoðana munur og hugmyndafræðilegur munur :-) en það gerir samt ekki okkur að vondum manneskjum þótt við séum ósamála um "rekkstarform" grasróta hreyfinga
Grétar Eir (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:35
Sammála þér. Það er lagst lágt þegar gefið er í skyn að geðheilsu fólks sé ábótavant af því að annað fólk er ósammála því eða líkar ekki við það
Dúa, 25.9.2009 kl. 17:03
Ég held að Birgitta Jóns sé með lokað á athugasemdir frá öllum eins og er. Annars er fullt af fólki sem kýs að loka á annað fólk. Er það þá ekki bara þeirra mál og óþarfi að rífast og djöflast yfir því?
Annars finnst mér að við Íslendingar eigum heimsmet í einelti - því hér leggur annar hver maður Davíð Oddson í einelti af því þeir kenna honum um hitt og þetta (sem alls ekki er á valdi eins manns að gera). Og oftast er þetta sama fólkið og hrópar hæst um fordóma........
Tja - skrýtið er mannsins eðli...
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.9.2009 kl. 17:20
Lísa: Æi, ég er ofboðslega þreytt á þér og þinni eilífu tjáningu sama gildir um þig Grétar Eir, af hverju gangið þið ekki í Krossinn eða eitthvað og fáið útrás fyrir persónudýrkunina.
Dúa. Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 17:24
Ég tjái mig nú mun minna en þú Jenný Anna Þú villt kannski bara loka á mig fyrst þú ert svona þreytt á mér?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.9.2009 kl. 17:33
Ég er orðinn hreint ótrúlega þreyttur á skítkasti í allar áttir sem virðist vera orðin þjóðaríþrótt allt of margra íslendinga. Ég held satt að segja að okkur sé ekki viðbjargandi. Það ætti að vera komin tími á að draugar fortíðar þ.a.m.t. Davíð og Jóhannes láti sig hverfa úr þjóðfélagsumræðunni og leyfi nýju fóllki að reyna byggja upp nýtt Ísland. En því miður virðast engar líkur á því. Allt er við það sama. Davið ráðinn ritstjóri. Flestir sem tengjast hruninu enn á sínum stað. Nýtt fólk sem kemur inn eins og þingmenn (Borgara)Hreyfingar detta í sama pytt klækja og flestir aðrir. Æji við virðumst ekki eiga viðreisnar von
Kristján Kristjánsson, 25.9.2009 kl. 17:43
"Hvernig væri að reyna að standa í lappirnar? Treysta á okkur sjálf en ekki að jólasveinar komi okkur til bjargar með fangið fullt af gjöfum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins?"
Þetta skrifar Þráinn Bertelsson í Fréttablaðinu í dag. Ég er soldið lost. Kaus hann ekki einmitt með ESB?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.9.2009 kl. 18:10
Ég loka ekki á fólk nema það komi með meiðandi athugasemdir sem ganga út yfir allt velsæmi Lísa.
Ég er ekki að finna að því hversu mikið þú tjáir þig er það?
Ég er pirruð á því að það má ekki skrifa staf um goðin þín án þess að þú sért mætt með fyrirlestur.
Þú mættir alveg draga úr því.
Ekki er ég að bögga þig mikið er það?
Annars góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 18:19
"Eilífa tjáningu" má misskilja sem "mikla tjáningu".
Annars á ég mér ekki goð - en slatta af réttlætiskennd.
Og þú böggar mig ekki neitt, enda aldrei látið í það skína.
Fín líka:)
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.9.2009 kl. 18:38
Sumar tjáningar eru bara svo óendanlega þreytandi Lísa.
Sérstaklega síendurteknar án blæbrigða...
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 18:41
Birgitta lokaði á mig.Ekki veit ég af hverju.Ég hef aldrei gert neitt á hennar hlut.En ég er svo sammála þér
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 19:18
En elsku Jenný. Af hverju er ég dottinn út af vinalistunum þínum?
Kristján Kristjánsson, 25.9.2009 kl. 19:52
Ég veit það ekki Kristján, en ég setti inn vinarbeiðni á þig. Hentirðu mér út? Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 20:09
Það þarf að sjúkdómsgreina þetta helsjúka samfélag okkar. Allt frá gerspilltu dómskerfi og embættismannakerfi og lögmannastétt (Davíð O og Óskar M báðir meðtaldir), að útlendingahatri, samúðarlausri þjóð og miskunnarlausu útlendingaeftirliti, almennri vænissýki, vægðarlausri lýgi og vísvitandi öfugsnúningum í samræðum og málflutningi, útvarpi Sögu og ÍNN, ...
Helgi Jóhann Hauksson, 25.9.2009 kl. 20:27
"Ætli maður verði ekki settur í bönd einn góðan veðurdag og færður á geðdeild vegna þess að maður er með skoðanir sem sökka?"
Eða missir atvinnuna... Shit happens... Been there - done that... Það kostar sitt að hafa skoðun, vinkona.
Skorrdal (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 20:46
Takk Jenný Ætli Davíð hafi verið að fikta eitthvað
Kristján Kristjánsson, 25.9.2009 kl. 21:33
Sammála Lísu hér ......
Og þar fyrir utan held ég að bréf/hugleiðingar Margrétar hafi verið á rökum reist ... það hefur sannast núna
Katrín Linda Óskarsdóttir, 26.9.2009 kl. 03:43
Katrín: Mér leiðist þú og húmorinn þinn.
Kristján: Sömuleiðis. Örugglega Davíð að kenna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2009 kl. 08:20
"Katrín: Mér leiðist þú og húmorinn þinn.",
"Lísa: Æi, ég er ofboðslega þreytt á þér og þinni eilífu tjáningu sama gildir um þig Grétar Eir, af hverju gangið þið ekki í Krossinn eða eitthvað og fáið útrás fyrir persónudýrkunina."
er svona sem málefnaleg umræða á að fara fram án persónu árása ?
en vissuleg er ég mjög sammála að td orð Jóhannesar um geðheilsu séu útúr kú og taka áhersluna frá því sem máli skiftir ! þetta er eftir honum haft í fjölmiðli, eðlilegra hefði verið fyrir hann ef hann hefur áhyggjur af geðheilsu DO að reyna að koma því á framfæri við eitthvern honum nákomnum !
Jenný mín persónulega hef ég ekkert á móti þér sannarlega áttu gott skilið fyrir að standa vinum þínum þétt við hlið
en það ernú samt óþarfi að tala með svona hroka til okkar sem ekki þóknast þér ! ekki geri ég það við þig, eða hvað ? ekki td finnst mér Heiða vera "vond" manneskja þótt okkar hugmyngafræði virðist hafa leitað á sitthvora brautina ! því þrátt fyrir allt erum við að berjast um sömu breytingar bara með missmunandi aðferðafræði
Grétar Eir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 11:07
Grétar: Ekki hroki bara þreyta.
Svo hefur þetta ekki með vináttu að gera, eða það hélt ég lengi vel, hefði t.d. aldrei trúað því að skoðanir mínar á pólitík og hvöss skrif mín gætu orsakað vinslit, but little did I know.
Ég veit hins vegar fátt ljótara en að reyna að grafa undan trausti fólks með því að klína á það andlegum sjúkdómum.
Þar skilur á milli feigs og ófeigs.
En ég átti ekkert að tala svona til þín Grétar. Fyrirgefðu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2009 kl. 11:36
þar erum við mjög sammála um að rökræður eru rökræður en persónuleg veikindi eru mikið einkamál :-) ég allavegna geri mitt besta til að reyna að sundurgreina þetta tvennt, eins og það var ósjaldan í mótmælunum í vetur sem maður ásamt fjölda fólks náði að stöðva "hugmyndir" um að fara heim til fólks ! það er sama hversu vongur góður þú ert þá áttu rétt á að þú seir sjálfur frá þínum persónulegu málum :-) ég td hef mína skoðun á Davíð en óska honum vel í sínu einkalífi, þótt ég hafi ekki miklar vonir um Lýðræðisumbætur þegar hann "talar" !
og með Þráinn þá er hann bara eins og hann er, hvað svo sem hrjáir hann, hann hefur reyndar sett mikið og mjög þarft fordæmi í að færa umræðu um geð-sjúkdóma upp á yfirborðið með að nota sig sjálfan sem "dæmið" og ég held að hann eigi miklar þakkir skildar fyrir að færa þá umræðu á hærra plan :-)
Grétar Eir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:11
og að sjálfsögðu fyrirgef ég ALLTAF (nema í vissum tilfellum, en þá er yfirleitt verið að missnota/meiða 3ja aðila)
Grétar Eir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:12
en þér að segja þá hefur td mótakandi "Mar-bréfsinns" orðið fyrir gífurlegum "vinslittum" fyrir það eitt að bréfið var stílað á hana !
Grétar Eir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:14
Hafi móttakandi bréfsins tapað vinum út á að hafa fengið ímeil, þá hefur það sama fólk ekki verið uppá lappandi.
Svo tjái ég mig ekki nánar um það. Enda skiptir engu máli hver fékk bréfið skammarlega en öll máli hver reit það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2009 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.