Fimmtudagur, 24. september 2009
Orðlaus - orðlausari - kjaftstopp
Ég er enn að melta þetta með Davíð og Moggann.
Eins og vel flestir held ég.
Ég er eiginlega orðlaus.
Orðlaus yfir því hvernig allt leggst á þessu landi.
Bara í kvöld í Kastljósinu leið mér eins og ég væri í súrrealískri martröð.
Óskar Magnússon sá ekkert athugavert við að ráða einn umdeildasta mann þjóðarinnar sem ritstjóra.
Ókei, hann má hafa þá skoðun á því en verra fannst mér að hann gat í raun ekki skilið að fólk væri hissa, hneykslað og með réttu bálillt.
Hann um það. En við erum sérstök við Íslendingar.
Já, ég er kurteis, enn einn kurteisisdagurinn hjá mér sko.
Svo kom umfjöllun um Ragnar Önundarson nýjan stjórnarformann Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Mér varð allri lokið þegar ég áttaði mig á því að hinn nýi formaður Kristinn Örn, hafði fengið manninn til starfans.
Mann sem átti þátt í einu stærsta samráðsmáli sem hér hefur komið upp. Kreditkortamálinu stórkostlega.
Og hvernig bar Kristinn Örn sig að við að svara spurningum?
Jú, hann svaraði með útúrsnúningum og sama búllsjittinu og fyrrverandi formaður þegar hann var spurður um sína gjörninga sem þóttu orka tvímælis.
Vitið þið, ég held að maður fari að tygja sig.
Úr landi sko.
Harmar uppsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 2987151
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Með svörum Óskar í Kastljósinu hófst uppgjör mbl á hruninu.
Frumforsenda: Davíð á engann þátt í hruninu..
Byltingu..búsáhöld aðgerðir og det hele for helvede...
hilmar jónsson, 24.9.2009 kl. 21:02
mér fannst skondnast við fréttina um Ragnar, að meðan talað var um fyrirtækið Kreditkort hf (heitir Borgun í dag), sem þá var með Mastercard, American Express og fleiri kort önnur en Visa, voru sýndar myndir eingöngu af Visa kortum og höfuðstöðvun annars fyrirtækis Valitors (áður Visa Ísland).
svona eins og að fjalla um VG og sýna myndir úr Valhöll og af Dabba.
Brjánn Guðjónsson, 24.9.2009 kl. 21:07
Davíð á engan þátt í hruninu. Davíð er hrunið.
Brjánn Guðjónsson, 24.9.2009 kl. 21:08
susssusssuss ljótt að heyra - verður fólk bara ekki að læra að lifa með þessu svona eins og nebbanum á andlitinu
Jón Snæbjörnsson, 24.9.2009 kl. 21:20
Það er gott að búa í kóp%$¨ nei ég meina noregi
Óskar Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 21:24
If this country does not join the EU pronto, I am moving back to Cali.
Lissy (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:58
Bananalýðveldið Ísland var formlega stofnað í dag...helvítis fokking fokk!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 24.9.2009 kl. 22:31
Segi það með þér, þetta er hlægilegt og verður alltaf hlægilegra og hlægilegra, það er ljóst að sömu persónur og leikendur munu einoka sviðið hér á þessu landi í bráð þrátt fyrir allt; hvað sem þeir hafa á samviskunni... og það er bara allt í lagi!!!
Elín Arnar (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:39
Hér mun enginn fá að einoka neitt, nema ef þjóðin ætli að láta það yfir sig ganga Elín.
hilmar jónsson, 24.9.2009 kl. 22:54
Ég hef verið svo barnaleg hingað til að halda að blaðamenn Moggans gætu fjallað um málefni líðandi stundar á sínum forsendum og jafnvel reynt að vera óháðir (sem er erfitt). Síðan kom eftirfarandi setning út úr Óskari Magnússyni (eða herra Síglottandi, ég hélt mörgum sinnum að hann hafi ætlað að byrja að flissa, hefur kannski verið að hugsa um afskriftirnar sem þjóðir gaf honum)
"Morgunblaðið hefur verið fylgjandi kvótakerfinu, það er ekkert nýtt."
Óháð því hvað mér finnst sjálfri um kvótakerfið þá er svakalegt að það sé búið að ákveða hvað Morgunblaðinu (eins og það sé persóna) finnist um það eða já bara nokkurn skapað hlut. Í næstu viku segir Mogginn mér kannski að hann sé fylgjandi nýju vetrarlínunni frá Sjóklæðagerðinni.
Það getur verið að ráðning þessara nýju ritstjóra muni hafa þau áhrif að margir kaupi blaðið (Gísli Marteinn ætlar að kaupa það, en bíddu er hann orðinn fjárráða?) og að aðrir segi því upp. Þau áhrif sem þetta hefur á mig er að lesa allt sem kemur frá þeim (nema kannski uppskriftahornið) með MIKLUM fyrirvara.
Að lokum vil ég segja, Jenný, wherever you go, I will follow you baby ;)
Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:31
Ókey.. þetta er fucking óþolandi og óásættanlegt með Davíð, en gæti verið að þetta sé tvíeggja.. þ.e. að vinstri bloggarar hverfi af moggablogginu undir velþóknun Davíðs. í stað þess að spyrna við fæti hér og reyna að koma góðu til leiðar. Hljómar kannski asnalega, en ég er svona að velta þessu fyrir mér.
Hinsvegar ef þeir sem bloggað hafa gegn íhaldinu ætla á braut, væri þá ekki gott að fólk grúppaði sig saman.. kæmu sér td saman um að blogga á ákveðnum stað og með því skapa eftirtekarverðara svæði ? nei..bara svona pæling..
Svo er síðan auðvitað annað mál hvort standi til að loka eða afmarka moggabloggið eins og hvíslast hefur, þá er auðvitað sjálfhætt.
hilmar jónsson, 24.9.2009 kl. 23:40
Ekki dæmi ég um hvort Ragnar Önundarson var í samráðsmálum um kreditkortin, EN hann er bráðgáfaður og heilsteyptur maður og vinnur eflaust vel í stjórn VR, betur en margur áður það er sko ljóst!!!!! Síðan finnst mér þetta óþarfa viðkvæmni varðandi Davíð sem ritstjóra MBL .... verður þetta ekki bara spennandi og kannski færist fjör í leikinn þ.e. fjölmiðlaleikinn???
Katrín Linda Óskarsdóttir, 25.9.2009 kl. 00:16
Hver er þessi Katrín Linda ? hmmm.. Svolítið lík Agnesi Braga á myndinni..
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 00:22
Þá er nú ekki leiðum að líkjast Hilmar. Agnes er mjög myndarleg kona Annars hélt ég að þú vissir að skoðanir fara ekki eftir útliti .....
Katrín Linda Óskarsdóttir, 25.9.2009 kl. 00:48
Hver var að tala um skoðanir Katrín ? Ert þú með eitthvað svoleiðis ?
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 00:52
Hilmar minn, hér eru allir að tjá sínar skoðanir á einn eða annan hátt, þú líka
Katrín Linda Óskarsdóttir, 25.9.2009 kl. 01:03
BESTU BLOGARAR MBL.IS ERU AÐ HÆTTA HVERJIR AF ÖÐRUM...ÁN ÞESS AÐ MÆLAST TIL UM ÞAÐ FYRIRFRAM!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 03:23
Góðan daginn, Mér líst arfailla á það að bestu bloggarar mbl.is ætli að hætta. Er það ekki einmitt plottið hjá Hádegismóranum? Þess í stað eiga þessir bloggarar að blogga eins og lífið eigi að leysa, sem aldrei fyrr. Þetta er svona svipuð ranghugmynd eins og um árið þegar við ákváðum að ganga úr hvalveiðiráðinu. Misstum þar með umræðu og tillögurétt.
Nú er að bíta á jaxlinn, og ekki láta svæla sér út fyrr enn í fulla hnefana gott fólk.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.9.2009 kl. 09:19
Ég hef tekið ákvörðun um að fara hvergi, amk. ekki strax.
Mig langar að sjá hvort okkur verður hent út.
Nú eða bloggi lokað.
En ef ég finn annan vettvang þar sem við getum sameinast þá er ég game.
Verið að vinna í málinu.
Við sjáum til.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 09:30
Ég skil ekki fólk sem leggur Davíð Oddsson í svona pólitískt einelti.
Davíð varaði við ofurlaununum - tók út peningana sína þá var fussað á hann fyrir það. Svo mótmælti hann krosseignatengslum í bönkum og fyrirtækjum - þá var hann "að ofsækja Baugsmenn"....
Svo varaði hann sem Seðlabankastjóri margsinnis við þróuninni - en gat ekkert gert - Seðlabankinn hafði ekki lagaheimildir til að gera neitt... sú manneskja sem staðfesti þetta síðast - var EVA JOLY... og þá vill enginn heyra neitt hvað hún er að segja.....
Nú er honum boðið ritstjórastarf - þá ætlið þið pólitískir andstæðingar hans gjörsamlega að fara af hjörunum....
Davíð er ekki neinn "gerandi" í bankahruninu eins og tveir "blaðurmenn" voru að blaðra um á RÚV í morgunútvarpinu - og "Blaðurmannafélag íslands" djöflast á Davíð - eina ferðina enn...
Ég er búinn að fá upp í háls af þessu ógeðslega einelti ykkar á Davíð Oddssyni.
Í Guðs bænum reynið að vera málefnaleg... og hætta þessu pólitíska einelti...
Kristinn Pétursson, 25.9.2009 kl. 09:33
Kristinn: Einelti? Heitir það svo að hafa skoðanir í þinni bók?
Gaman að þessu.
Ég er alveg viss um að Davíð þolir umræðuna.
En sumir fylgispakir sveinar hans ekki. Sem er sorglegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 09:40
Styð þessa ákvörðun þína Jenný um að hanga og sjá hvað verður.
Hvet aðra að gera hið sama = samneinuð stöndum við...
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 09:44
Kristinn þar fór sá trúverðuleiki sem þú hafðir hjá mér. Ert þú virkilega að neita því að Davíð hafi verið arkitekt að stöðunni eins og hún er í dag? Hafði hann sem forsætisráðherra ekki öll tæki til að móta þetta efnahagumhverfi?
Það var hann sem einkavinavæddi bankana og há laun bankastjóra voru nú ekki aðalorsökin fyrir hruninu heldur algjört stjórnleysi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.9.2009 kl. 09:44
Jenný og Hilmar - ég ætla einnig að "hanga áfram" og sjá hvað setur, það veitir ekki af brjálæðingum eins og okkur til þess að hrista upp í öllu þessu spillta pakki!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.9.2009 kl. 09:52
segðu Guðsteinn..
hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 10:29
Hehe.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 10:39
Ég er ánægð með það að þú ætlir að þrauka Jenný!
Þú ert einn af mínum uppáhaldsbloggurum, vel skrifandi, hugmyndarík og kjaftfor -- og ég verð bara að kíkja á bloggið þitt reglulega. Ég er hins vegar á öndverðum meiði við þig í pólitík sem sýnir mér að það er yfirleitt eitthvað allt annað en sú leiða tík sem fær fólk til að finnast það eiga samhljóm með öðrum.
Soffía (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 11:38
Þetta er svona eins og með smábörnin.
"Ef ég fæ ekki nammi núna þá hleyp ég að heiman!"
Svo halda menn áfram að blogga, ef ekki bara fyrir athyglina og meðvirknina
Eins og við i Kanalandi segjum: Talk is cheap.
Ólafur Þórðarson, 25.9.2009 kl. 11:41
Heyrðu Jenný. Ég þoli alveg umræðuna - en mér blöskrar þegar fullt af fólki (ekki endilega þú) umhverfist við það eitt að heyra manninn nefndan. Hann virðist hvergi vera hæfur að ykkar mati - og af hverju takið þið ekki marg á því þegar Eva Joly telur Seðlabankann hafa gert margt rétt (ekki allt - enda er það ekki hægt) og allir vita það - sem vilja vita - að Davíð tók harkalega á því þegar ofurlaunin byrjuðu - en þá var púað á hann... hann varaði við krosseignatengslum og þá var hann "að misnota stöðu sína til að ná sér niðri á andstæðingum"....
Hann varaði við starfsemi bankana - (mest óopinberlega enda ekki hægt að segja neitt upphátt - nema þá vera kennt um að "hafa komið skriðunni af stað með einhverju blaðri".... ef hann hefði talað meira opinskátt....
Svo þegar hann talaði loksins í frægu Kastljósviðtali - þá "var allt honum að kenna"... svona látið margir út í Davíð - ekki endilega þú...... Ég er að tal um þetta almennt...
Hvað er svona ómálefnalegar árásir annað en tilraun til eineltis??...
Ég er ekki í neinu "liði" með Davíð Oddssyni en ég er örugglega oft í "liði" þeirra sem mér finnst verða fyrir ómálefnalegri árás...
....- eins og oftast er látið út í Davíð - ef hann fær vinnu eins og núna - eða ef hann segir þetta eða hitt... þá er yfirleitt rokið upp með alls kyns óhróður.......
þess vegna er ég að svara fyrir hann - myndi líka gera það sama fyrir þig - ef látið væri svona við þig.... því þú skrifar oftar en ekki ágæta pistla...
Kristinn Pétursson, 25.9.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.