Leita í fréttum mbl.is

Bloggi lokað?

Hm.. ég var að heyra slúður sem kannski er ekki slúður heldur sannleikur.

Sagan segir að blogginu verði lokað af nýrri ritstjórn.

Spurningin er hvort maður þarf ekki að fara að líta í kringum sig eftir nýju bloggsvæði.

Án tillits til hvað verður.

Ég velti þessu fyrir mér af öllu afli.

Það verður þá saga til næsta bæjar.

Merkilegir tímar sem við erum að ganga í gegnum núna.

Eftirspurn eftir óvinsælum skoðunum er líka í sögulegu lágmarki þegar margt er að fela.

Eða svo er mér sagt.

Ég veit hins vegar minna en ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er búin að taka frá "skessa.wordpress.com"

Ætla ekki að blogga hvort sem er á þessum skíta mogga ef niðurstaðan verður sú sem allt bendir til

Heiða B. Heiðars, 24.9.2009 kl. 15:13

2 Smámynd: Ragnheiður

Það er spurning hvað verður, ég yrði amk ekki alveg steinhissa

Ragnheiður , 24.9.2009 kl. 15:13

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er ekki best við hæfi að blogga hjá óvini Dabba, Jóni Ásgeiri?

Brjánn Guðjónsson, 24.9.2009 kl. 15:20

4 identicon

Finnst ykkur ekki frábært að þurfa að borga þúsundir milljóna vegna afskrifta hjá mbl... og svo tekur krossD dæmið yfir, taka okkur aftur í rassinn.

wordpress er ágætt kerfi, mun betra en blog.is.. nema fyrir utan eitt atriði.. ekki er hægt að embeda allt .. en það er hægt að lifa með því.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 15:29

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er tilbúinn að blogga hjá sjálfum Kölska svo framarlega sem hann er ekki í Sjálfstæðisflokknum.

Finnur Bárðarson, 24.9.2009 kl. 15:44

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Trúi ekki að þeir séu svo vitlausir, væri svo augljóst og afhjúpandi. 

Georg P Sveinbjörnsson, 24.9.2009 kl. 15:44

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Halló, en hvað er ekki verið að afhjúpa Georg ?

hilmar jónsson, 24.9.2009 kl. 15:46

8 identicon

Þetta getur ekki verið satt. Það væri hálfvitagangur að henda sterku auglýsingasvæði á haugana því ekki birtast borðarnir á síðunum okkar fyrir ekki neitt.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:05

9 identicon

Ætli það sé þá ekki best að afrita og skella í lás bara. Ég mun amk ekki hafa mitt blogg í opið undir ritstjórn Davíðs. Þó svo að ég uppfæri það ekki neitt.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 16:09

10 Smámynd: AK-72

Hugsa að maður færi sig ef þetta verður raunin með að setja einn af sköpurum hrunsins sem ritstjóra. Finnst þetta hráka framan í þjóðinna þá og kæri mig ekki heldur um að styðja bakið á við áróðursmiðli hrunvalda.

AK-72, 24.9.2009 kl. 16:19

11 Smámynd: Garún

Ok hvað er málið!   Við erum nýbúin að verða vitni af stærsta bankaráni sögunnar!  Nú er verið að ræna heilum fjölmiðli beint fyrir framan nefið á okkur.  HVAÐ ER Í GANGI?  Og eitt í viðbót og vonandi æsi ég engan alvarlega upp!  En er Davíð ekki bara orðin gamall. Hvað með að hætta bara að vinna og spila golf eða eitthvað....kommon hættu að vasast í málum okkar.   Við viljum ekki fá þig!  Og afhverju er hann hæfastur sem Ritsjóri?  Hvað þarf að hafa til að vera ristjóri í dag!   hm kannski einmitt maðurinn er búin að handrita og ritstýra öllu sem sett hefur verið ofaní þjóðina í marga áratugi og kannski því hæfastur af öllum í að vera ritstjóri en kommon.  HÆTTU GAMLI GAMLI GAMLI BITRI KALL. 

Garún, 24.9.2009 kl. 16:33

12 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svo vil ég fá milljarðana mína til baka sem voru afskrifaðir hjá Árvakri. Hinir strangtrúuðu geta borgað brúsann

Finnur Bárðarson, 24.9.2009 kl. 16:33

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verð að svara Finnu vini mínum, sko Kölski er örugglega í sjálfsstæðisflokknum, því hann er sagður svo sjálfselskur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.9.2009 kl. 16:59

14 Smámynd: AK-72

Er ekki annars málið með þessar milljarða afskriftir, að fara að þrýsta á þing og ráðherra varðandi rannsókn á þeim málum, sérstaklega með tilliti til þess að annar aðili var tilbúinn til þess að greiða upp skuldirnar að fullu.

AK-72, 24.9.2009 kl. 17:03

15 identicon

Ég er búinn að eyða mínu bloggi. Aðgangurinn verður til staðar næstu viku eða svo, svona rétt á meðan blog.is tæmist af fólki sem vill ekki blogga undir ógnarstjórn Davíðs og málamyndaritstjórnarns.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 18:15

16 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ætla að loka bloggsíðu minni, of blygðunarlaus hagsmunagæsla fyrir minn smekk og yfirtrúðurinn orðinn ritstjóri..

Georg P Sveinbjörnsson, 24.9.2009 kl. 18:37

17 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Vona að þú munir blogga annars staðar, þar sem ég ætla ekki að heimsækja mbl.is eða undirvefi þess eftir daginn í dag. Er búin að loka mínu bloggi hér.

Svala Jónsdóttir, 24.9.2009 kl. 21:23

18 identicon

Hættur - farinn. Tek ekki þátt í þessu fáránlega leikriti. http://skorrdal.is.

(Þú mættir samt láta mig vita, mín kæra Jenný, þegar - og hvert - þú ferð héðan.)

Skorrdal (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.