Leita í fréttum mbl.is

Ástandið á djöflaeyju

Það er gömul saga og ný að fullorðnir standa saman gegn börnum þegar ofbeldi er annars vegar.

Hver kannast ekki við fólk sem segir frá ofbeldi í næsta húsi eða íbúð og aðspurt hvort það hafi ekki tilkynnt um málið segir að það vilji ekki skipta sér af, ekki blanda sér í fjölskylduerjur.  Ésús minn.

Friðhelgi heimilana og allt það kjaftæði.

Friðhelgi heimilana snýst upp í andhverfu sína þar sem farið er illa með börn.

Fáir virðast vita um þá borgaralegu skyldu að það ber samkvæmt lögum að tilkynna ofbeldi á börnum.

Svo má auðvitað benda á þá staðreynd að hér á landi er hægur vandi að hvetja fólk til að tilkynna en úrræði kerfisins eru svo lítil og léleg að það er til skammar.

Ofbeldi á börnum er eitt af því sem ég á erfiðast með að þola og það gerir mig einfaldlega óða.

Ég hef það fyrir reglu að lesa t.d. ekki fréttir þar sem tíunaðar eru misþyrmingar á börnum, mér nægir að lesa fyrirsögnina til að átta mig á gangi mála.

Subbulegar nákvæmnislýsingar gera ekkert fyrir mig.  Nógu mörg eru dæmin. 

Svo bíð ég eftir því að stjórnvöld staðfesti barnasáttmála SÞ, en Íslendingar hafa fyrir sið að skrifa undir svoleiðis sáttmála en staðfesta þá svo ekki.

Af því að það kostar uppstokkun, lagabreytingar svo ég tali ekki um dómskerfið sem sem er ekki beinlínis hannað konum og börnum í vil.

Við megum alveg lúta höfði í skömm.

Hægur vandi að óskapast yfir barnaofbeldi í útlöndum.

En steinþegja um ástandið hér á djöflaeyju.

 


mbl.is Rekin fyrir að segja frá ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ofurnákvæmar lýsingar á ofbeldi í fjölmiðlum eru bara til að strá salti í sár þolenda. Les/hlusta ekki heldur.

Af prinsippástæðum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.9.2009 kl. 10:34

2 identicon

Mér synist svona frettir um ofbeldi gegn börn er notað bara til að selja blað, og gera ekki neit gott fyrir samfelag. Les ekki.

Lissy (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:53

3 identicon

Ég varð mjög hissa þegar ég vissi að sáttmálinn er ekki staðefstur hér á íslandi.En er í takt við svo margt annað hér á okkar landi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:57

4 identicon

Mannréttindi á Íslandi, hefur sjaldan verið ofarlega á blaði alþingismanna. Það þurfti EES samning, til að fá einhverjar alvöru breytingar á mannréttindakafla Stjórnarskrárinnar í gegn. Svona "smáræði", eins og Barnasáttmáli SÞ, skiptir alþingismenn engu máli - má þá ekki telja þá einstaklinga til "barnanýðinga", að einhverju marki? Ekki er þeim málefnið hugleikið amk...

Skorrdal (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:35

5 identicon

Barnaheill, Save the Children á Íslandi, hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna að leiðarljósi. Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1989 og staðfestur fyrir Íslands hönd 28. október 1992.

http://www.abotinn.is/barnaheill/barnasattmali1.html


 

Gunnhildur (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.