Leita í fréttum mbl.is

Beint í bólið með tólið

underwear_1 

Bíddu, bíddu, af hverju er ég að missa?

Er ég búin að lifa mína löngu ævi án þess að hafa skoðanir á nærbuxum karlmanna?

Djöfull er ég aftarlega á merarósómanum.

Ég hef heilmiklar og djúpar skoðanir á nærfatatískunni, enda fátt skelfilegra en að vera gómaður á undirfötum frá tísku síðasta árs.

Tala nú ekki um að vera í lufsulegum nærbuxum úr nælonblönduðu draloni með mynd af kólibrífugli framan á þið vitið hverju. 

Ég hef fylgt þeirri meginreglu í gegnum fullorðinslífið að klæða mig alltaf þannig innst (og yst) að ég fari vel í sjúkrabíl  og á ambúlans.

Hef átt yndisleg móment áður en ég sofna þar sem mig dreymir dagdrauma um mig liggjandi hvíta sem ná á sjúkrabeði, skrámaða, saumaða og með slöngu í handlegg og svona en óaðfinnanlega dressuð í falleg undirföt frá Victorias Secret.

Amma sagði við mig þegar ég var barn að fara aldrei í götóttum sokkum út úr húsi og í ljótum nærfötum inkeis ég yrði fyrir bíl.

Ég tók þetta algjörlega til mín á meðan ég hins vegar blés á ráðleggingar hennar varðandi kærasta, reykingar og Glaumbæjarheimsóknir.

Úff.

Ég hef sem sagt aldrei út úr húsi farið öðru vísi en að vera algjörlega klædd á bekkinn og í kistuna ef allt færi nú á versta veg.

Hef ekki hingað til haft erindi sem erfiði en held ótrauð áfram. 

Fyrirfram aðvöruð - fyrirfram vopnuð og allur sá ballett börnin mín södd og sæl.

En að ég velti mér upp úr nærfötum karla er af og frá.

Spongebob20in20his20Underwear202

Veit bara að mér finnast nærbuxurnar hans Svamps Svanssonar ótrúlega skver og hallærislegar.

Glætan að ég fari að segja ykkur hvað mér finnst um karlmenn á nærhöldunum.

Ég er af hippakynslóðinni, við slepptum svoleiðis hégóma.

Beint í bólið með tólið.

(Djók? Nei, nei, fúlasta alvara).

Farin að sofa.

Eða þannig.

Kikkmítúðebón.


mbl.is Þröngar nærbuxur takk!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svampur er Sveinsson!!!  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.9.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Eygló

Jenný - mamma hafði þetta líka yfir; nærföt, slys, sjúkrahús....

Ég sagði henni að þetta væri alveg óþarfi, því ef maður lenti í ljótu slysi, hlyti allt að rifna utan af manni svo þótt ein og ein saumspretta hefði verið, héldu "allir" að þetta væri vegna þessa hrikalega slyss.

OK, sæmilega hreinar (ekki búið að snúa við)

Eygló, 11.9.2009 kl. 23:31

3 identicon

Hehehe alltaf söm við sig .. :)

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:36

4 Smámynd: Dúa

Ji minn að rangfeðra hann Svamp

Sko það er þetta ripoffollklóþðs móment sem gerir það að nærbuxurnar mega ekki vera hvítar með klauf og frá Guðsteini

Dúa, 12.9.2009 kl. 00:50

5 Smámynd: brahim

Það eru sumir ónefndir sem koma hér reglulega inn, enn hafa þó ekkert að segja hvað þú skrifar um....boring .  Þær commenta yfirleitt með 1-3 orðum og eða 1 orði og broskarli  En hvað mig varðar í sambandi við pistil þínn...BOXER...engar helvítis hvítar og þröngar nærbuxur sem gætu að hafa geyma bremsuför vegna kanski eins skiptis sem maður var latur að nota blautan skeinir til að þrífa sig almennilega og lenda síðan á sjúkró með brúnt í buxum. Neeeh Boxer skal það vera, engin bremsuför þar

brahim, 12.9.2009 kl. 03:28

6 identicon

Ég geng í tjaldi, með tjóður um mittið, það svona hæfir mínu vaxtarlagi ...

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.