Leita í fréttum mbl.is

Stríðið er hafið!

 woman_laughing

Haustinu fylgja vatnavextir og hamagangur í veðrinu.

Að því tilskyldu að ekkert skemmist þá játa ég hér með að ég elska haustlægðir með öllum þeim djöfuldómi sem þeim fylgir.

Á kærleiks- og menningarheimili mínu er hafið hið árlega hausstríð milli okkar sem hér búum í heilögu sáttmálasambandi blessuðu af guði (eða séra Solveigu Láru sem er miklu krúttlegri en guð svo ég segi það bara hreint út).

Málið er að á hverju hausti s.l. 15 ár eða svo, förum við húsband í heiftúðugt stríð nánast upp á líf og dauða.

Í stríði eru allt leyfilegt eins og í ástinni (klisja, klisja, klisja) og við sláum hvort annað út í kvikindislega upphugsuðum úrræðum til að standa uppi sem sigurvegarar.

Stríðið er um ofna og glugga.

Hann vill hálflokaða glugga og blússandi ofna.

Ég vil galopna glugga og kalda ofna.

Ég treysti honum ekki - hann ekki mér.

Ertu búin að slökkva á ofninum, spyr hann þegar hann kemur í rúmið á kvöldin.

Ég (hneyksluð): Nei, auðvitað ekki, þú varst búin að biðja mig um að láta ofninn vera.

(Ég er hinsvegar algjörlega sek hérna og vonast til að hann láti vera að tékka, en því miður, hann veit að ég lýg eins og sprúttsali um þessi mál).

Ég: Er glugginn opinn upp á gátt (sé það ekki fyrir rúllugardínunni)?

Hann (kuldalega): Auðvitað, ég veit ég má ekki loka þá brjálast þú.

(Á þessu stigi málsins kemur löng ræða um skítlegt eðli mitt, breyskan karakter með tilvísun í lygar mínar og undirferli).

Ég: Æi, hættu og komdu að sofa.

Hann: Hmrpfm

Síðan er það spurningin um hvort sofnar fyrr.

Sá sem það gerir er í vondum málum því hitt kvikindið fer og kemur glugga og ofni fyrir á þann máta sem því best hugnast.

Og daginn eftir heldur þessi skemmtilegi leikur áfram eða alveg fram á vor en þá vill svo merkilega til að hagsmunir okkur skarast ekki.

Ég elska haustið.


mbl.is „Allir lækir eins og stórfljót"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jenný ég bíð eftir bók frá þér. Kannski er hún þegar komin . Þegar þér tekst vel upp ertu þrælgóð!

Sigurður Þorsteinsson, 11.9.2009 kl. 15:28

2 identicon

Tommi og Jenni?

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég vil galopna glugga og til hvers þá að vera að kynda ofnana, ég segi: ,,ef þér er kalt þá getur þú farið í föðurlandið og nærbol, hann #$%&()&/$##$/%&//()=" Gluggarnir eru opnir og hann fer ekki í gærufötin, svo þá er honum ekki kalt. Hana nú.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2009 kl. 16:49

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Bíddu var ekki einhverstaðar sagt að maður ætti alltaf að fara sáttur að sofa?

S. Lúther Gestsson, 11.9.2009 kl. 18:09

5 identicon

Vúúhúú...Ég sé að það er gluggastríð á fleirum heimilum en mínu....minn maður hélt því framm einn morguninn í vikunni að ég væri að reyna að drepa hann.....já glætanað ég sé að reyna það, hver á þá að sjá fyrir mér ef hann hrekkur upp af vegna kulda

Rúna (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:25

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kannast vel við þetta ég er sökuð um að kynda allt hverfið frá hausti og langt fram á vor. 

Ía Jóhannsdóttir, 11.9.2009 kl. 21:45

7 Smámynd: Dúa

Setja Einar í eina af úlpunum þínum

Dúa, 11.9.2009 kl. 21:52

8 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Jenný, ég þakka fyrir þennan frábæra pistil og eins og Sigurður bíð ég eftir bók.

Ég mun hugsa um þetta á morgun ef allt annað verður leiðinlegt !

Lilja Skaftadóttir, 11.9.2009 kl. 22:02

9 identicon

Þekki vel þetta stríð. Mér heitt,honum kalt.

Vandamálið er útbreitt á Islandi.

Eitt sinn tók ég utan um minn mann og sagði:

Segðu nú eitthvað reglulega  hlýlegt við mig.

Hann horfði í augu mín og svaraði:

1000 stiga hiti ! (ég skildi sneiðina)

Við erum COOL konur Jenný!.

Kveðjur

Dagný

Dagný (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:34

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er gott að hafa glugga nokkuð mikið opna þegar haustar að.

Þá er miklu meira að gera í að halda heitu á minni elskulegu.

Luv

mibbó

Bjarni Kjartansson, 11.9.2009 kl. 22:45

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjarni: Skamm, ertu enn að þessu?  hahaha.

Dagný, Rúna, Ía og Milla: Stofnum sjálfstyrktarhóp.  Haha.

Dúa: Auli.

Lúther: Jú og við gerum það.  Algjörlega sátt við að beita öllum ráðum okkur sjálfum í hag.  Kemst ekki hnífurinn á milli.

Sigurður: Takk, hún er í vinnslu.  Sendi þér eintak á næsta ári.

Ragna: Nákvæmlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2009 kl. 22:54

12 identicon

sko

þið þurfið að sofa sitt í hvoru herbeginu á haustin.

ég nota viftu, þá á ég líka auðveldara með að sofna, ég verð svo ringluð á að horfa á spaðana snúast hring eftir hring að ég bar lognast út af

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 00:34

13 Smámynd: Laufey B Waage

Að sjálfsögðu er betra að sofa við galopna glugga og kalda ofna. Þarftu ekki bara að hita húsbandið betur upp fyrir nóttina?

Laufey B Waage, 12.9.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 2987147

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.