Leita í fréttum mbl.is

Allt launþegum að kenna

Ég hef aldrei botnað í því hvað atvinnurekendur eru að gera í stjórnum lífeyrissjóða verkafólks.

Sjómannafélagið er greinilega sammála mér.

Ekki nóg með að ég kæri mig ekkert um atvinnurekendur í þessu samhengi þá er ég sem vinstri sinni full tortryggni út í hið seinni tíma ástarsamband sem er á milli fulltrúa launþega og atvinnurekenda.

Þetta eru gagnstæðir pólar sem eiga ekkert að vera að daðra og dufla hvor við annan og ég vil ekki sjá þessa heljarinnar samvinnu sem er svo mikið talað um núorðið og orðið þjóðarsátt klingir viðvörunarbjöllum í hausnum á mér.

Launþegar báru ekki mikið úr býtum í þessari svo kölluðu þjóðarsátt um árið.

Miðað við launataxta verkafólks þá hefur verkalýðsbarátta litlu skilað hér á landi og ég væri persónulega búin að setja þessa toppa sem semja fyrir hönd launþega á árangurstengd laun.

Vá hvað þeir ættu erfitt með að fylla á formannsbílinn þá karlarnir.

Hvaða glóra er í því að verkalýðsfrömuðir skuli vera með margföld laun viðsemjenda sinna?

Rosalega finnst mér það firrt fyrirkomulag.

Sennilega finnst það öllum nema þeim örfáu sem njóta launanna.

 Já ég er að tala umformenn/konur stéttarfélaga.

Annars er þetta svona og ekki litlar líkur á að það breytist í fyrirsjáanlegri framtíð enda kreppa og það er nú heldur betur góð ástæða til að halda launum áfram lágum því auðvitað er það massinn sem ber byrðarnar fyrst og fremst og ævinlega.

En hvernig var það annars?

Hverjar voru röksemdirnar gegn launahækkunum aftur í gróðærinu?

Æi, hvernig læt ég, auðvitað var atvinnurekendum þröngur stakkur skorinn þá líka, vegna þensluáhrifa og verðbólguhættu.

Skammist ykkar launþegar á Íslandi.

Þetta er ALLT ykkur að kenna.

 


mbl.is „Menn fara best með eigið fé“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ljóst að lægstu launataxtar væru ekki lakari þó ekkert væri verkalýðsfélagið. Þeir eru undir framfærslumörkum.

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Alveg sammála þér. Ég hef verið að tuða um það lengi hvernig farið hefur verið með lífeyrissjóðina og hvernig virðist eiga að fara með þá í framtíðinn. Skrifaði m.a. lærða grein um það hérna :)

http://jon-bragi.blog.is/blog/jon-bragi/

Jón Bragi Sigurðsson, 2.9.2009 kl. 19:18

3 Smámynd: Himmalingur

Ekkert vit í að hækka launin! Ríkið ætlar sér að skattleggja hér allt í botn.

Hver er munurinn á tómu veski og tómu veski?

Tómt veski! Þannig vilja stjórnvöld hafa það hjá lýðnum!

PS: Burt með atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóða!!!

Góður punktur þar hjá þér Jenný!!

Himmalingur, 2.9.2009 kl. 20:02

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Algjörlega zammála um allt, nema því náttla að þú gleymir öldruðum, öryrkjum, lífeyrizþegum & langveikum.

Miðað við forgángzröðunina á niðurzkurðinum & áfergjunni í að eltazt við eitthvert tæpt prózent af zwindli þar, þá er það fólk greinilega óvinir þjóðarhagz númberó únó.

Steingrímur Helgason, 2.9.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband