Leita í fréttum mbl.is

Að kaupa sér sígarettupakka þegar manni vantar eitthvað að lesa....

Hjá ríkissjóði eru minni tekjur og meiri útgjöld.  Sem von er.

Á kærleiks eru svipaðar tekjur og meiri útgjöld.

Ég sver það þetta stefnir í roð og bein.

Þá er spurningin um að skera niður.

Sem gæti reynst þrautin þyngri, löngu búin að skera allt niður í nánast ekki neitt.

Einn sukkfaktor er þó eftir og hann kostar hvítuna úr augum vorum.  Sígaretturnar.

Vá, nærri þúsara pakkinn, held ég.  Er eins og aðrir fíklar, spyr ekki um verð en borga fyrir dópið það sem upp er sett.

Veit að ég þarf að hætta að reykja.  Fjárhagsins- og heilsunnar vegna.

Ekki samt koma með reynslusögur um hversu létt þetta sé, né heldur benda mér á bækur, nikótínlyf, dáleiðslunámskeið eða önnur úrræði og umfram allt ekki segja mér að fara út að labba.

Er algjörlega upplýst um stöðuna.

En það sem ég get látið áletranirnar á pökkunum fara í taugarnar á mér.

Ekki af því að það sé ekki satt og rétt hvaða afleiðingar reykingar geta haft ónei. 

Heldur vegna reykingarfasismans og forsjárhyggjunnar sem má finna í textanum á pökkunum.

Sem er auðvitað settur þarna af ríkinu sem er hinn löglegi díler tóbaks.

Seldu mér byssu og ráddu mér frá því að nota hana.  Halló.

Fyrir utan upphrópanirnar um að reykingar drepi, orsaki kransæðasjúkdóma, ótímabæran dauðdaga, skaði fóstur og þá sem í kringum mann eru, sem er ekkert annað en pjúra tilfinningakúgun af verstu sort, þá getur heimskan í einni aðvöruninni komið mér til að garga mig hása.

Þar stendur nefnilega skýrum stöfum: "Reykingar eru stórhættulegar, byrjaðu aldrei að reykja".

Jabb, fólk sem ekki reykir kaupir sér auðvitað sígarettupakka þegar því vantar eitthvað að lesa!

Alveg: Stendur í sjoppunni og valið stendur á milli Skakka Turnsins eða Winston long.  Halló.

Er maður mikið að velta sér upp úr varnaðarorðum á vöru sem maður notar ekki?

Hmrmfp.....

 


mbl.is Minni tekjur og meiri útgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úps... mann!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:58

2 identicon

Er að detta í 2 árin reyklaus 1 sept.Það er búið að vera erfitt.Stanslaus fíkn í eitt og hálft ár.Er fyrst núna að verða þokaleg.Og er frjáls núna  Gangi þér vel að skera niður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 14:04

3 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Ríkið er langstærsti dílerinn hérna, alkahólið og sígaretturnar eru það alversta sem manneskjan getur látið í sig, þó ég sjálfur innbyrgði bæði geri ég mér alveg grein fyrir hættu beggja. Óþarfi að gera lítið úr manni og segja að maður stofni fóstri sínu í hættu:)

Svo ætla þeir jafnvel að hætta áletrunum og fara setja myndir þar af skítugum hjörtum til að hræða fólk. Fáránlegt!!

Af hverju ekki að leyfa sölu kannabis? Töluvert hættulelausara en bæði alkahól og sígarettur. Þeir mega setja mynd af manni í snöru á pakkann og alls kyns aðrar myndir.

Sammála þér Skorrdal, það er lítið mál að hætta að drekka og dópa, raunar furðu auðvelt. En að hætta að reykja, það er bara í mörgum tilfellum rosalegt að sjá breytingar á fólki í þeim (til)raunum.

Guðni Þór Björnsson, 27.8.2009 kl. 14:38

4 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Sæl, Jenný.

Ég trúi því ekki að þú viljir svíkjast undan merkjum með því að hætta að reykja.  Auka þannig á vanda strjórnvalda, sem ekki veitir af reykingaskattinum.  Nei, nær væri að þú skipulagðir sérstök námskeið með það fyrir augfum að stórauka reykingar.  Spáðu í hve vel það myndi gefa í galtóman ríkiskassann!

Arnmundur Kristinn Jónasson, 27.8.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Brjálæði að hætta að reykja. Ef allir hættu að drekka og reykja (tóbak) hvað haldið þið að ríkið yrði að hækka skattana mikið...nógu háir eru þeir samt og eiga víst eftir að hækka næstu áratugina (Iceslave).

Getur ekki einhver framleitt ódýra límmiða til að líma yfir allt þetta "kjaftæði" sem stendur á sígarettupökkunum.

Ríkið selur þér, ríkið ráðleggur þér að nota þetta ekki. Af hverju eru ekki svona miðar á Áfengisflöskum eitthvað í svipuðum dúr og á tóbakinu? en......má ekki vera að þessu pikki, farinn út í sjoppu að kaupa mér íþróttablys......

Sverrir Einarsson, 27.8.2009 kl. 15:58

6 Smámynd:

Já í ríkisforsjárhyggjunni felast ansi oft þversagnir. Selja tóbak en benda fólki á að nota það ekki, selja áfengi og eyða fleiri milljónum árlega í að venja fólk af því að nota það.

, 27.8.2009 kl. 17:24

7 identicon

Thad heitir "mann vantar" ekki manni vantar. Thú ert illa haldin af thágufallssýki.

S.H. (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:15

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

S.H. Og thu ert malfarsfasisti a utlendu lyklabordi og matt vera uti ad leika.

Dagný: Sammála.

Sverrir : Segðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2009 kl. 21:23

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Ódýrasta tóbakið fæst í sjoppunni uppá hrauni í Hafnarfirði sem tekur ekki nein kort. Kartonið á 7,150 kr. í beinhörðum  

Sigrún Óskars, 28.8.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.