Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Sigmundarmálið ekki Sigmundarmál þegar upp er staðið?
Ég vona að þessi óheppilega uppákoma varðandi Sigmund Erni fái nú skjóta greftrun.
Nóg komið.
En af því að allt hefur logað vegna málsins og allir haft á því skoðun, ég líka og þær fleiri en eina, þá er best að taka það fram að ég er búin að sjá enn einn vinkil á málinu.
Sigmundarmálið hefur nefnilega mest lítið með Sigmund sjálfan að gera svona eftir á að hyggja.
Það er vont og skammarlegt að mæta fullur í vinnuna.
Það er þó hægt að bæta skaðann með því að láta það ekki gerast aftur og gera svo hreint fyrir sínum dyrum.
Það sem upp úr stendur í þessu Sigmundarmáli er því ekki Sigmundur sjálfur heldur vinnufélagarnir.
Sem kölluðu frammí fimmtíuogátta sinnum, sagt og skrifað á meðan þingmaðurinn hélt ræðuna sína.
Svo hlógu þessir mannvinir að ástandi þingmannsins og drógu hann sundur og saman í háði.
Og í staðinn fyrir að láta þar staðar numið fóru þessir fordómalausu og alltumvefjandi vinnufélagar í andsvör út í það endalausa.
Til að fá þingmanninn til að gera sig að enn meiri kjána.
Ég hef unnið á mörgum vinnustöðum í gegnum tíðina.
Ég man aldrei eftir svona óþverraskap varðandi samstarfsfólk sem missteig sig á einhvern máta.
Varaþingforsetinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir fer svo með málið inn á forsetanefndarfund og tíundar þá ætlun sína í Mogganum.
Ekki koma og halda því fram að ég sé meðvirk með SER.
Það er ekki þannig.
Get alveg viðurkennt það sjónarmið sem rökrétt að fyllerí í vinnunni kalli á afsögn.
En Alþingi Íslendinga er ekki staður sem ég vildi vinna á ætti ég í erfiðleikum.
Nebb, þá vildi ég heldur vinna í ormagryfju hálfvitahrepps.
Sigmundur Ernir baðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Auðvitað átti að stoppa manninn, siðmenntað fólk hefði gert það, en þingmenn eru ekki sérlega siðmenntaðir, ekki nema voða fáir, aðrir nota ástandið til að troða menn niður.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 11:34
Þetta er með því ljótara sem ég hef orðið vitni að.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir ætti að taka samkenndarskort og kvikindishátt frammíkallaranna fyrir á fundi forsætisnefndar í leiðinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2009 kl. 11:38
Sammála, Ragnheiður fer offari, fer henni illa.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 11:42
Einnig það að hún glotti allan tímann sjálfur verkstórinn í salnum sem stjórnaði fundi, samflokksmaður SER.
365, 27.8.2009 kl. 11:46
Sigmundur Ernir var undir áhrifum og ekki allsgáður en hinir voru langtífrá allsgáðir! Segir meira um þá heldur en hann...
Guðný (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:51
Ég er sammála þeim sem segja að ræðan hefði hitt betur í mark ef hann hefði farið með hana ódrukkinn. Það er synd að svona góð ræða skuli hafa farið forgörðum en Sigmundur Ernir getur bara átt það við sjálfan sig. Ef hann hefði verið betur fyrirkallaður og bláedrú hefði þetta sennilega verið sú þingræða sem hefði staðið upp úr frá upphafi.
Það má því segja að þar hafi góður biti farið fyrir lítið í hundskjaft.
Eftir stendur svo að hann skyldi skrökva því að hann hefði ekki smakkað vín, og orðið að viðurkenna "eftir á" að hafa drukkið örfá glös, þegar vitni segja annað. Og að lokum biðjast afsökunnar þegar ekki var möguleiki á að gera það ekki. Leim að mínu mati.
Og nú er péerrið alveg á fullu að réttlæta þetta og láta það líta betur út og gera hann að fornarlambi. Auðvitað höguðu hinir sér alveg eins og svín, þeirra afsökun er engin heldur. En það batar ekki uppákomu Sigmundar Ernis að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2009 kl. 12:03
Ásthildur: Ég er ekki að gera lítið úr því að SER bæði drakk í vinnu OG laug líka. Það er alvarlegt mál.
Hitt stendur eftir að móralinn í þinghúsinu og ömurlegt samansafn illkvittna karaktera er staðreynd.
Ekki allir að sjálfsögðu en of margir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2009 kl. 12:15
hihihihi hvar er hálfvitahreppur? Úti á landi?
Ég er mest hrædd um að alþingi eigi lögheimili þar........
Hrönn Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 12:25
Svo skal böl bæta að benda á annað verra!
Soffía (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 12:38
Hlægilegt hvernig þið komið nú fram, stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, og reynið að verja blindfullan lygarann, sem nú hefur komið í ljós að laug að þjóðinni - eins og venjulega.
Svo reynir þú að klína óþverraskapnum á samstarsmennina ? Var ekki Sigmundur að halda þarna ræðu - sem þingmönnum ber skylda til að fá nánari skýringar á ?
Hverskonar sjónarhorni lítur þú lýðræðið Jenný ? Það er greinilega ekkert mark takandi á þér eða þeim sem reyna að verja Sigmundarræfilinn.
Auðvitað á hann að segja af sér þingmennsku, hann hvort eð er fær stóra skellinn í næstu kosningum - eins og Samspillingin öll.
Sigurður Sigurðsson, 27.8.2009 kl. 12:38
Ásthildur: Ég er ekki að gera lítið úr því að SER bæði drakk í vinnu OG laug líka. Það er alvarlegt mál.
Hitt stendur eftir að móralinn í þinghúsinu og ömurlegt samansafn illkvittna karaktera er staðreynd.
Ekki allir að sjálfsögðu en of margir.
Já Jenný mín víst höguðu hinir sér eins og svín. Maður þekkir svo sem móralinn. En einmitt þess vegna eiga menn ekki að gefa svona skotfæri á sér og stinga sér beint ofan í drullupollinn. Og fyrst hann var að biðjast "góðfúslega " afsökunar, hefði verið ágætt að hann hefði útskýrt í leiðinni hvað hann var að gera á þessum stað á þessum tíma, sem er mjög krítiskt svo ekki sé meira sagt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2009 kl. 12:43
SISI: Villtu vanda orð þín. Þú hlýtur að geta komið skoðun þinni á framfæri án þessara gífyrða um persónu þingmannsins.
Ég er ekki stuðningsmaður Samfó, síður en svo en ég sé þó enga samsetningu stjórnarmeirihluta sem er skárri.
Svo er eins gott að taka fram að ég er ENGIN aðdáandi þessa þingmanns en ég tel það lámarks tillitsemi við hann og alla sem missa niðurumsig að leika sér ekki með ástand hans.
Svo má böl bæta hvað?
Lesið, ég tel þetta alvarlegt mál.
En ég tel það ekki síður alvarlegt hvernig fólkið út í sal hagar sér.
EKki bara í þessu tilfelli heldur nánast á hverjum einasta þingfundi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2009 kl. 12:44
Ásthildur: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2009 kl. 12:45
Það eru skussar í öllum flokkum.
Þetta er að verða algerlega óþolandi og ömurlegt til þess að vita að meðan allt hangir hér á bláþræði skuli ákveðnir þingmenn haga sér eins og fífl.
Bara út á götu með þá , takk fyrir
Frammíköll stælar og aulahúmor virðist vera að festast sem norm á þinginu.
Nei Ragnheiður má alveg spóla aðeins til baka og líta í eigin rann.
hilmar jónsson, 27.8.2009 kl. 12:52
Bara aðeins: "Óheppileg uppákoma" finnst mér ansi léttvæg lýsing á hálvitaganginum í Sigmundi.
hilmar jónsson, 27.8.2009 kl. 13:08
Ég á kanski að sleppa því að "kommenta" á þetta blogg þannig að ég verði ekki tekinn fyrir! En ég held að það yrði tekið öðruvísi á málum ef þingmaður í minnihluta. SKAMM það á ekki að vera fullur í vinnuni og það er engin afsökun fyrir því, það er sennilegt að ef einhvert okkar mætti fullt í vinnuna þá værum við rekin, sama á að gera við SER, SKAMM og skammastu þín.
Sveinn (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:11
Auðvitað á að stíga inní aðstæður og taka manninn úr pontu. Það sýnir bara vitleysuna sem er í gangi á þingi þegar hlakkar nánast í fólki ófarir annarra.
Nú er ég nýr hérna á Moggabloggi og finnst merkilegt hvað fólk hagar jafn illa hér og það gerir í lifandi lífi. Er öll þessi illkvittni nauðsyn eða er ég bara eitthvað soft?
Hafið það got!!
Guðni Þór Björnsson, 27.8.2009 kl. 13:43
Þessi Ragnheiður er hin sama og ók á mig fyrir framan Græðgishöllina í Skipholti þar voru Frétta menn sem sáu ekki ástæðu til að segja rétt frá.Er óvirkur og skamast mín fyrir hvernig jafn vel Fyllibittur ráðas á þennan fjandvin minn.Árni Hó (Jón og Gunna)
ps. Svo var nú ekki úr háum söðli að detta á Alþingi
Árni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:49
Ekki taka þetta til þín Skorrdal, ég meina bara almennt hér á blogginu. Það virðist bara mjög auðvelt að missa sig í bræði hér á athugasemdarkerfinu.
Guðni Þór Björnsson, 27.8.2009 kl. 14:24
Svei mér ef ég dytti ekki bara í það líka ef ég inni á Alþingi í dag. Reyndar drakk hann ekki "í vinnunni" heldur fyrir vinnutíma - en það gildir kannski engu. Kallgreyið fann ekki á sér en hinir sáu á honum. Hefðu kannski átt að benda honum á það. Annars finnst mér margur þingmaðurinn gera sig að fífli á degi hverjum þarna í Alþingi - og alveg ófullir.
Núna er ég t.d. að horfa á seinasta vers í Icesave hroðanum. Allir edrú - fullt af fíflum.......
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.8.2009 kl. 15:26
Það er nú fleira en áfengisneyslan sem slík sem fer fyrir brjóstið á mér.
Það er náttúrlega til háborinnar skammar fyrir manninn að mæta drukkinn til starfa á þingi, menn eru taldir ófærir um að stjórna ökutækjum eftir að hafa drukkið og ég tel þá síst færari um að stjórna landinu í slíku ástandi!
Það er líka Sigmundi Erni til skammar að ljúga til um ástand sitt allt til enda, fyrst sagðist hann ekkert hafa drukkið, svona bara lítið. Maðurinn er uppvís að því að ljúga að alþjóð!
En það er kórónar þetta nú í mínum augum er að hann eyddi deginum sem boðsgestur MP banka í golfi og gleðskap!! Er maðurinn fífl? Hvernig dettur honum í hug að við, almennir kjósendur, sættum okkur við það svona lagað? Er ekki nóg komið af vildarferðum og veislum fjármálafyrirtækja fyrir valda aðila - hvers vegna heldur Sigmundur eiginlega að MP banki hafi boðið honum? Það voru ekki allir viðskiptavinir boðnir (frekar en fyrri daginn) heldur þeir einstaklingar sem bankinn taldi sér hag í að "halda góðum". Bankar eru ekki góðgerðastofnanir og þeir henda ekki pening í svona lagað nema þeir telji það borga sig. Það hefði verið betra ef Sigmundur hefði haft það í huga að æ á sér gjöf til gjalda...
Guðrún (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:54
Guðrún kemur hér að kjarna málsins (kl. 15:54).
Mér finnst aðalhneykslið í Sigmundarmálinu vera það að hann skuli hafa, sem þingmaður, eytt deginum í boði fjármálafyrirtækis. Það er eittthvað svo 2007. Eitthvað sem stjórnmálamenn gerðu hver um annan þveran fyrir hrun, en ætti að vera liðin tíð núna.
Maður var að vona að sá hugsunarháttur væri ekki lengur við lýði hjá pólitíkusum - að láta sér detta í hug að þiggja svona boð frá fjármálafyrirtækjum.
Halló! Var þetta ekki ein aðalástæðan fyrir hruninu?! Slefan sem slitnaði ekki á milli viðskiptalífsins og stjórnmálamanna.
Þvílíkur dómgreindarskortur í manninum að láta sér detta í hug að þiggja þetta.
Kama Sutra, 27.8.2009 kl. 20:04
Ég verð að játa það líka að sú staðreynda að þingmaðurinn var í boði banka í mat og drykk og hverju sem er reyndar fer mest fyrir brjóstið á mér.
Og þess vegna fýsir mig að vita hvort þetta sé einangrað tilfelli eða hvort þetta sé enn til siðs.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2009 kl. 21:25
Það er alrangur vinkill að tengja þetta við vinnustaðaeinelti og auðvitað áttu aðrir alþingismenn að taka brandarann álofti sem Sigmundur henti upp.
Maðurinn mætir fullur í vinnuna og lýgur að fréttamanni á sama tíma og eitt mikilvægasta mál íslendssögunnar er í umræðu.
Skömmin er líka þeirra sem verja svona háttalag og alvöru alki eins og þú Jenní hefðir frekar getað veitt samúð þinni farveg í gegnum hugsanlega afvörnun þingmannsins
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 03:44
Afvötnun átti það að vera
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 03:44
Gylfi: Ég er óvirkur alki en ég er ekki í þeirri deild að "greina" fólk sem fyllibyttur eða meðferðarkanditata. Tel mig ekki til þess bæra enda ekki læknir.
Svo þarf það ekki að vera að fólk sem missir sig í drykkju séu alkar, það hlýtur þú að vita.
Hef megna skömm á óvirkum ölkum sem fara hamförum við að greina fólk sem alkahólista.
Finnst að þeir eigi að vinna í eigin bata og láta aðra um sig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2009 kl. 09:08
Mér finnst það vera að drepa ábyrgð hins ölvaðaá dreif með því að vera að hneykslast svona mikið á þeim sem brugðust við ölæði hans. Ábyrgðin á að liggja fyrst og fremst hjá hinum ölvaða en ekki öðrum. Alveg eins og ábyrgð geranda í ofbeldismálum á að liggja hjá gerandanum en ekki þolandanum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 10:24
Sigurður Þór: Þú hefur all mikið fyrir þér í þessu.
En hér er það pólitíkin sem er til umfjöllunar.
Sigmundur Ernir varð sér til háborinnar skammar og sýnir þinginu vanvirðingu.
Það gera líka margir til viðbótar.
Ekkert að því að minnast á það.
Það er bullandi vanvirðing í gangi á þessum vinnustað.
Hysknir og latir starfsmenn ríða þar röftum.
Ekki allir en margir.
Og það er ekki líðandi að fólk sé fullt í vinnunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2009 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.