Leita í fréttum mbl.is

Jeimíólíveravæðingin er að drepa mig -hjálp!

Svei mér þá það er aldrei hægt að halda neinu á krúttstiginu til langframa.

Þegar Jamie Oliver var með þættina sína "The naked chef" elskaði ég að horfa á þennan krúttmola sem eldaði í eigin eldhúsi og var létt manískur við eldavélina.

Sagði "wicked" og "beautiful" í öðru hvoru orði, hryllilega þmámæltur og bauð hersingum af vinum í mat og manni leið eins og einum boðsgestanna.

Svo var maðurinn fjölþjóðnýttur og núna er hann stofnun.

Nú má ekki setja kartöflu í pott í Bretaveldi öðruvísi en að fá Jamie til að koma að elduninni.

Þú getur ekki keypt þér ausu í búsáhaldabúðinni án þess að því sé logið að þér að Jamie hafi einmitt notað svona og að ausukvikindið sé "wicked".

Krúttelimentið er löngu farið veg allrar veraldar.

Þetta er svona svipað og með íslenska leikara.

Einkum gamanleikara.

Ef þeir slá í gegn þá eru þeir notaðir í allt  árum saman þar til ekki er orðið líft fyrir þeim.  Framboðið algjört og eftirspurnin engin.

Þeir eru notaðir í auglýsingar, í hvert einasta hlutverk sem kemur á fjalir, í sjónvarp eða hvar sem er þangað til að manni verður óglatt við að heyra nafnið þeirra hvað þá meira.

Alltaf verið að veðja á "the sure thing".

Dæmi á hraðbergi máli mínu til stuðnings: 

Aldraða ofurbarnið Sveppi sem leikur barn fyrir hádegi og krúttlegan stríðnispúka með rafbyssur í öðrum þætti á kvöldin.  Halló, algjör sveppavæðing hefur átt sér stað.  Ég fæ útbrot í orðsins örugstu.

Jón Gnarr endalaust allsstaðar.  Mér finnst hann alveg góður af og til en hefur einhverjum dottið í hug að framleiða auglýsingu án hans?  Viss um að hún myndi vekja alveg súperathygli vegna fjarveru mannsins.

Sama með nætur- dag- og kvöldvaktina (eða hvað það nú heitir).

Einn var góður þá er gerð andskotans þáttaröð sem mun örugglega teygja sig út öldina.

Þetta lið ætti að taka Ladda til fyrirmyndar.  Hann lætur sig hverfa reglulega til að hlaða batteríin.

Ég nenni ekki að telja upp fleiri dæmi um ofnotkun á sama fólkinu.

Gæti nefnt Hilmi Snæ sem mér fannst ótrúlega góður í fyrstu milljón skiptin í ÖLLUM íslenskum bíómyndum og ÖLLUM verkum í leikhúsum til sjávar og sveita en ég sleppi því.  Urrrrrr!

Að tala um að ofgera.  Ómægodd og ésú á fjallinu.

Við sem eigum svo mikið af  hæfileikafólki.

Það er bókstaflega búið að jeimíólivera alla stéttina.

Arg.

Þessi færsla er í boði Icesave.  Allur pirringur mun héðan í frá skrifast á þann ófögnuð nema einstaka sinnum á Hannes Hólmstein sem er næst mest annoying fyrirbæri sem ég man eftir í bráð.


mbl.is Jamie Oliver færir út kvíarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hjartanlega sammála. man eftir ótal svona tilvikum með útjöskuðum grínistum að vera fyndnir og fólkið hlær meira af vana og skyldurækni en af tilfinningu. hrollur

Brjánn Guðjónsson, 25.8.2009 kl. 11:07

2 Smámynd:

Mér finnst nú Hannes í fyrsta pirringssætinu  En jú krúttvæðingin er alveg gengin úr sér - því miður

, 25.8.2009 kl. 11:36

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þegar ég hætti að hlægja þá ætla ég að segja þér að ég er innilega sammála þessu

Jónína Dúadóttir, 25.8.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þessi pistill er nú bara svo dásamlegur, þarfur og sannur í alla staði að ég held ég hætti vefráfi mínu að sinni og fari að gera eitthvað af viti - ég mun ekki finna neitt betra í bráð  :) :)

Takk fyrir mig!

Soffía Valdimarsdóttir, 25.8.2009 kl. 12:32

5 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Orði í tíma töluð!!!

Ég held að þeir sem fyrir eru passi upp á sitt!

Gamli íslenski klíkuskapurinn þar eins og annars staðar

(Mér hefur t.d. aldrei verið boðið að gera þátt eða leika í bíómynd það segir nú ýmislegt um þennan bransa)

Konráð Ragnarsson, 25.8.2009 kl. 12:55

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2009 kl. 12:58

7 identicon

elsku Jenný - ertu enn að hugsa um Iceslave - hAhAhAhA - hættu bara að hugsa um það og lifðu í afneitun, þetta verður allt svo miklu auðveldara þá.

Algjörlega sammála þér með ofnotkun á gamanleikurum. Ég forðast algjörlega uppákomur og skemmtanir þar sem þessir svokölluðu "gamanleikarar" og "grínarar" eru auglýstir NEMA Þorsteinn Guðmundsson, hann er alveg brjálæðislega skemmtilegur og klikkar ekki...

Lifðu heil - ekki sem sleif!

Imba sæta (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 15:16

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ólafar, Óliverar...

Steingrímur Helgason, 25.8.2009 kl. 17:10

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það sannast enn og aftur, þú ert góður penni og algjör sveppur

Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2987258

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband