Leita í fréttum mbl.is

"Hvað eruð þið að fara með mig spikfeita á ball"?

 offita

Það er auðvitað snarklikkað að brosa út í annað við lestur þessarar "fréttar".

Sérsök sæti hafa verið sett upp í neðanjarðarkerfi Sao Paulo í Brasilíu fyrir offitusjúklinga.

Auðvitað er ekkert fyndið við þetta heilsufarsvandamál en ég fór bara að hugsa um allan fitumóralinn sem hefur verið landlægur hjá mér, systrum mínum og vinkonum í gegnum tíðina oftast án minnstu ástæðu.

2 kg. yfir og konur leggjast í þunglyndi.  Skilaboðin hafa náð okkur.  Konan skal vera grindhoruð.

Svo fór ég að hugsa um alla orkuna sem hefur farið í fitubömmera.

Ég tók þetta ansi langt, átröskun og allan pakkann.

Mjóslegin átti ég til að ráðast að systrum mínum þegar við vorum á leið í Klúbbinn í denn og hrópa ásakandi röddu:

"Hvað eruð þið að fara með mig spikfeita á ball"!

Eða allar pælingarnar hjá okkur stelpunum; er ég feit í þessu?  Er rassinn á mér ógeðslega stór?

Er ég feitari en sóandsó?  Svarið var alltaf nei.  Þá braust út móðursýki: Ég er víst feit þú villt bara ekki segja mér það og áfram og áfram og endalausar fitupælingar.

Þetta gekk síðan yfir til dætra okkar.

Ein dóttir kom heim úr skóla og spurði systur sína sakleysislega hvort kexið væri búið.

Hún fékk örvæntingaróp til svars og var spurð hvort það væri verið að gefa í skyn hvort hún væri feit!

Þegar við skoðum síðan myndirnar af okkur aftur í tímann sjáum við okkur til mikillar furðu að ef eitthvað var þá vorum við í grennra laginu.

Innrætingin skelfileg.

En af hverju blogga ég um þetta?

Jú ég get svarið það að á þessum árum hefði ég tekið það algjörlega til mín ef offitusjúklingasæti hefðu verið sett upp í strætó svo ég taki dæmi.

Ég hefði verið þess fullviss að sætin væru framleidd með mig í huga.

Djísúss.


mbl.is Blá sæti fyrir feita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sá nýlega gamla súper 8 upptöku af sjálfri mér 15 eða 16 ára. Svo mjó að ég var við það að detta í sundur í miðjunni. Rifjaði upp hvað mér fannst ég vera ógisslega feit á þessum aldri !

Mikill greiði væri mannkyninu nú gerður með því að losa það við þessar ranghugmyndir um "réttan þyngdarstuðul".

p.s. Og Kate Moss er víst farin í megrun -sem hún telur að muni gera hana unglegri...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.8.2009 kl. 23:16

2 identicon

ekki mismuna gömlu góðu trébekkirnir fólki eftir rassstærð

Tryggvi (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Rún Knútsdóttir

Ég veit nú ekki betur en að feitir í BNA hafi verið að berjast fyrir því að fá stærri sæti í flugvélar svo þeir þurfi ekki að borga fyrir tvö sæti. Ef fólk fer svo að taka það nærri sér ef það þarf að nota stór sæti, ja...þá er nú orðið frekar vandlifað í henni veröld.

Auk þess er þetta ekki spurning um 2 kg., fólk sem er svona mikið of feitt þarf bara hjálp, ekki breyttan hugsunarhátt almennings um það hvað teljist vera eðlilegt. Því það er ekki eðlilegt, það er stórskaðlegt fyrir heilsu fólks. 

Rún Knútsdóttir, 24.8.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Tja - ef maður passar ekki í hvíta stólinn en hefur það ágætt í þeim bláa, þá þarf maður að fara að skoða sín mál. Nú ef hvíti stóllinn dugar þá er allt í orden. Fín sálfræði.

En svo eru jú til stólar (einkum útilegustólar) með, ekki bara einum dósahaldara heldur tveim! Skyldi sálfræðin í því segja manni að ef maður er með bjórdós í báðum höldurum þá er kominn tími til að hugsa sinn gang:Þ

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.8.2009 kl. 00:50

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Konur eiga að vera mjúkar og ekki orð um það meir :)

Jón Bragi Sigurðsson, 25.8.2009 kl. 03:59

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég var nú tágrönn er ung ég var, og hef aldrei misst sjálfsálitið þó nokkur (of mörg) kíló hafi bæst á í gegnum árin, það þýðir ekkert að tala um það, bara að halda í góða skapið.

Sko þegar ég var ung þá var ekkert verið að tala um of grönn eða of feit. Það kom aftur á móti seinna sko þegar Jenný Anna var ung.

Knús í krús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 06:16

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Hanni afi minn sagði um þybbnar konur að þær væru "gerðarlegur kvenmaður" en ef honum þótti þær of grannar sagði hann "æ þetta er óttalegt roð" :)

Jón Bragi Sigurðsson, 25.8.2009 kl. 06:21

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Jenný mín.  Ég skil þig fullkomlega.  Var svona líka, fór á alla þá appelsínukúra sem ég fann.  Núna er öldin önnur í orðsins fyllstu og ég nenni ekki að pæla í aukakílóum. 

Ía Jóhannsdóttir, 25.8.2009 kl. 08:02

9 identicon

Mér finnst bara alveg sjálfsagt að fólk pæli í aukakílónum -- Þegar þau eru til staðar! Það er mjög líklegt að þeir/þær sem berjast við aukakílóin þegar engin eru, þurfi einfaldlega á sálfræðihjálp að halda til að losna undan þessum sjálfsálitsdjöfli.

Sá einn mann um daginn í verslunarmiðstöð, hann gat labbað um 10 skref áður en hann varð uppgefinn og þurfti að setjast niður. Þegar ég labbaði framhjá sá ég svitann leka niður andlitið. Myndi fólk e-ð frekar taka eftir því að hann sé of feitur ef að hann hefði þurft að setjast í eitt svona blátt sæti eða á bekkinn??  Svarið er NEI.

Heimurinn er í vanda staddur. Fólk er að verða að öryrkjum eða verða sjúklingar langt fyrir aldur fram. Ofan á þetta leggst að meðal aldur er að hækka. Hvað þýðir þetta?  Jú, hlutfallið sem er EKKI að vinna stækkar með hverju árinu.. Heilbrigðis- og félagskerfin eru að bugast undan sífellt stækkandi hópum sem vinnandi manneskjur þurfa að halda uppi með skattagreiðslum. Þetta er ekkert grín...

Sandra (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 08:24

10 Smámynd: Alli

Undarlega fáir karlmenn sem tjá sig um þetta blogg.  Er offitustuðull karla etv. hærri en kvenna?

Alli, 25.8.2009 kl. 09:47

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sandra: Vá það hlýtur að vera erfitt að vera svona áhyggjufullur.

Annars er þessi færsla ekki um offitusjúklinga ef þú hefur lesið hana (og þið hin sem farið á samskeytunum yfir þessu heilbrigðisvandamáli) heldur en hún tilbrigði við hana og fjallar um innrætingu á stelpum á öllum aldri.

Í guðanna bænum slakið á.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2009 kl. 11:05

12 identicon

Jenný mín það er ekki eins og ég sé að fara úr límingunum daglega útaf áhyggjum. En það er mín kynslóð sem þarf að gjalda fyrir reykingaræðið á miðri seinustu öld og það eru börn minnar kynslóðar sem þarf að gjalda fyrir offtituvandamál þessarrar aldar. Ef þér finnst þetta ekki vera áhyggjuefni þá er það einfaldlega útaf því að þú hefur ekki lesið þér til um þetta eða þú ert ein af þeim sem hugsar "þetta er einhvers annars vandi"

Já ég las þessa færslu og ég sá að þú hefur greinilega verið mjög viðkvæm sem unglingur. En það fer ofboðslega í taugarnar á mér þegar fólk gerir lítið úr offituvandamálum

Sandra (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 11:24

13 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Offituvandamál er náttúrulega vandamál en það eru fleiri vandamál í heiminun, má þar nefna fordóma sem allt ætlar að drepa, það er ekki gott vandamál heldur.  Það er ekki eins og maður sé fullkominn, ekkert okkar, og alllir hafa sinn djöful að draga.

Ég kannast við þetta " ég er svo feit" vandamál. Þó ég hafi verið tágrönn, enginn magi eða neitt ;) þá var samfélagið einhernveginn búið að brengla mann, núna hmm nokkrum kílóum seinna er ég mjög svekkt yfir að hafa ekki notið þess að vera grönn og sæt :) 

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 26.8.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.