Laugardagur, 22. ágúst 2009
Lofttónleikar í þá tíð
Það er eitthvað svo ótrúlega plebblalegt, aumkunarvert nánast og í leiðinni ótrúlega fyndið að sjá fullorðið fólk spila á þykjustunni hljóðfæri.
Svo ég tali nú ekki um að keppa í greininni.
Aulahrollur alla leið niður í tær hjá undirritaðri en samt smá krúttlegt.
Ég man eftir böllum í Glaumbæ, Tjarnarbúð og víðar þegar strákarnir "dönsuðu" við stelpur en þær voru eiginlega leikmunir því þeir stóðu alveg intúitt á miðju gólfi í eigin heimi og með lokuð augun og spiluðu á luftgítar.
Sumir trommuðu, með tunguna út í annað munnvikið og vönduðu sig svakalega.
Þetta kostaði geðveikisleg hlátursköst hjá okkur vinkonunum.
Einu sinni sællar minningar var ég í minni elskuðu Tjarnarbúð og þar var heilt "band" á gólfinu með lofthljóðfæri.
Þeir voru svo ábúðarfullir að ég hef þá enn grunaða um að hafa æft og allt eins og í alvöru hljómsveit.
Við vinkonurnar görguðum úr hlátri en á þessum árum hlógum við eins og mótorbátar, hikstuðum, skríktum og æptum og vorum algjörlega óþolandi.
Hljóðið sem við frömdum hafði ekkert með lofthljóð að gera því píkuskrækirnir smugu inn í merg og bein.
Hvað um það, eftir að hafa dregið loftbandið sundur og saman í háði, af því við héldum að það væri svo hipp og kúl þá biðu þessir lofttónlistarmenn eða vonnabís í skjóli nætur og hentu okkur í Tjörnina þegar við komum út.
Ofbeldi segi ég og ég ætla ekki að lýsa fyrir ykkur útlitinu á uppstrílaðri mér þegar ég kom í "land" með tægjur í hárinu, sefgras og annan gróður.
Ég mæli ekki með að ganga of langt í fíflagangi og stríðni.
Því sumir hafa einfaldlega engan húmor fyrir sjálfum sér.
En þaðan sem ég sit núna og horfi til baka þá get ég allt að því skilið þessa strákfjanda.
En bara allt að því.
Leikinn með luftgítar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Tónlist | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
þessi er nú enginn plebbi
Brjánn Guðjónsson, 22.8.2009 kl. 13:59
sorry. hér er urlið
http://www.youtube.com/watch?v=Vd0UAdpBNUg&feature=player_embedded
Brjánn Guðjónsson, 22.8.2009 kl. 13:59
Iss það er nú ekkert Jenný. Ég þekki nokkra sem hafa orðið "þykistu rokkstjörnur" og alveg rosalega frægir, þrátt fyrir sama og enga athygli.
Brynjar Jóhannsson, 22.8.2009 kl. 14:12
Sammála luftgitar er eitt af því hallærislegasta sem ég man eftir á árunum í Glaumbæ og Breiðfirðingabúð hehehe.... þegar ég las þetta hér að ofan mundi ég allt í einu eftir einum í ,,Búðinni" sem bara stóð allt kvöldið fyrir framan Fjarkana. Tóna eða Toxic og spilaði eins og hann væri einn af hljómsveitinni á hverjum laugardegi og með Bill Haley greiðslu og alles!
Ía Jóhannsdóttir, 22.8.2009 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.