Laugardagur, 22. ágúst 2009
Helvítis fokking fokk og áfram kennari!
Þeim þætti í mér sem hefur gaman að fólki sem setur sig á þverveginn við einu og öðru og steinþegir ekki yfir skoðunum sínum, tekur alveg ofan fyrir þessum kennara sem er í uppreisn gegn menntatráði borgarinnar og því sem hann kallar verksmiðjuvæðingu skólastarfsins.
Það kom nefnilega hópur af stimpilklukkufólki til að kenna á eitt stykki svoleiðis.
Kennaranum finnst þetta tímaeyðsla og niðurlægjandi skilaboð til kennara, að það sé stórmál fyrir þá að læra að halda utan um tímann sinn.
Ég er í raun algjörlega sammála manninum.
Rebellinn í mér skríkir líka af kátínu yfir að maðurinn skuli segja fokk jú við ráðið á heimasíðu sinni.
En..
Ég er líka mamma og amma og veit ekki alveg hvað mér finnst um fokkjúið frá þeim sjónarhóli séð.
Hef alltaf haft ákveðnar hugmyndir um kennara og hvernig þeir eigi að haga máli sínu.
Ég vann reyndar sem kennari (réttindalaus offkors) bæði með námi í Svíþjóð og svo tók ég sænskukennslu að mér í tveimur skólum í denn vegna skorts á kennurum í faginu.
Ég lofaði sjálfum mér og börnunum að þetta skyldi ég aldrei gera aftur, það er ekki nóg að kunna fagið sem kenna á, maður verður að vita eitthvað um kennslu.
Og ykkur að segja sökkaði ég sem kennari. Sagði mér samstundis upp í huganum um miðjan vetur og lofaði guði að koma aldrei nálægt uppfræðslu barna aftur.
Ég held ég sé svolítið gamaldags í viðhorfi mínu til kennara.
Þeir voru reyndar guðir (eða djöflar) í mínu ungdæmi. Ósnertanlegar verur sem töluðu við okkur að ofan.
Ég er nú bara að hugsa upphátt hérna og ætlaði að fara að segja að kennarar ættu ekkert að fokkjúast í máli, myndum eða á prenti, en á meðan ég skrifaði þá rann það upp fyrir mér að mér finnst bara ekkert að því svo fremi sem þeir tali ekki svona við nemendurna.
Íslendingar hafa nefnilega góðar og gildar ástæður fyrir að segja (öskra) fokk, helvítis fokking fokk!
Og ég skil þennan kennara vel að verða pirraður þegar einhverjir pólitíkusar í menntaráði koma og halda að þeir hafi fundið upp hjólið (klukkuna) og ætla að fara að kenna fólki að haga sér. Fólki sem hefur getað gert hlutina hjálparlaust hingað til.
Helvítis fokking fokk og áfram kennari.
Uppreisn gegn stimpilklukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
En áttu þeir að senda stimpilklukkukerfið með pósti ? er ekki eðlilegt að þegar nýjar leiðir og aðferðir eru innleiddar í fyrirtæki að fólki sé kennt á það ?
Er þessi kennari kannski að líta of stórt á sig ef honum finnst hann of merkilegur til þess að fá kennslu ? ég veit ekki.. en mér finnst þessi hræðsla við stimpilklukkur í skólum e-ð bogin, hélt að það væri bara eðlilegt að stimpla sig í og úr vinnu.
veiðikló (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 12:50
málið er að það er absúrd að setja upp stimpilkluku í skóla. það mælir enginn vinnu kennara með mælingu á viðveru. sumir halda að hægt sé að nota fiskvinnslu- eða verksmiðjumælieiningarnar á alla skapaða hluti. hef kynnst því sjálfur. þó ekki tengt kennslu. sumir hugsa bara eins og frystihússstjórar, með fullri virðingu fyrir þeim.
Brjánn Guðjónsson, 22.8.2009 kl. 12:59
Sammála Brjáni. Stimpilklukka mælir ekki vinnu þeirra sem starfa með fólk.
, 22.8.2009 kl. 13:32
Sælt veri fólkið.
Ég er grunnskólakennari og starfaði sem umsjónakennari frá 2002-2007 (fór þá í fæðingarorlof sem ég er að koma úr núna, en verð nú sérgreinakennari´). Ég skil ekki þessa "hræðslu" sumra kennara við stimpilklukku, ja eða uppreisn. Ég var hvort eð er alltaf í vinnunni frá 8 - 16 og oft lengur en það. Einnig mætti ég oft á laugardögum og sunnudögum til að klára það sem klára þurfti. Foreldrar hringdu líka utan vinnutíma heim til mín. Persónulega hefði ég verið mjög sátt við að hafa stimpilklukku þannig að sveitarfélagið sæi hvað ég var að vinna mikla yfirvinnu frítt.
Fyrir mína parta breytir stimpilklukka engu... sérstaklega ekki ef hægt er að stimpla sig inn í gegnum netið þannig að þegar maður er að vinna heima á kvöldin kemur það fram.
Held að þetta eigi eftir að vera dýrara fyrir sveitafélögin því nú kemur það fram svart á hvítu að stór hluti kennara vinnur miklu meira en 100% vinnu (veit að það er lítill hluti kennara sem vinnur öfugt við þetta og það kæmi þá í ljós líka).
Ein að afla sér vinsælda hjá samstarfsstéttinni
Erna Kristín (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.