Leita í fréttum mbl.is

Of breysk fyrir þennan heim fullkomnunar

flirting 

Kannski er svo fyrir okkur komið að við verðum að fá skammtinn okkar af krúttfréttum í öllu þessu kraðaki af neikvæðni.

Bara gaman. 

Ég þekki hins vegar mann sem fór að heiman með seðlaveskið sitt og kom heim með nýja konu og ekkert veski.

Konan hans, sú sem fyrir sat á bekk og beið hans þakkaði sínum sæla fyrir að vandamálið með karlasnann leystist svona líka þægilega og áreynslulaust og sendi þeirri sem tók við jólagjafir í mörg ár á eftir.

Alveg þangað til að sú fékk fyrir sig afleysingu til langframa.

Já, ég þekki stórbilað fólk en það er best að taka það fram að þessi maður var útlendingur í útlöndum því svona ógeðsframkomu stunda íslenskir karlmenn ekki.  Það vitum við vel.

En þetta snýst um að fara að heiman með eitthvað og skipta því síðan út eða bæta við.

Fara út með hundinn og koma heim með önd.

Sem ég myndi auðvitað matreiða á stundinni enda endur og annar gargfénaður ekki til nýtni hæfur nema á diski með grænmeti, kartöflum og dassi af sósu.

Hér á kærleiks förum (fórum) við reglulega að heiman með tómar kókflöskur úr plasti offkors.

Og komum heim flöskulaus með peninga.

En ég er ekki nógu græn verandi VG því allt þetta ár eftir að kreppa hófst greip mig kæruleysisbrjálæði og nú hendi ég öllu flísefni í flöskuformi beint í ruslið og ég stend í forherðingu minni og það hreinlega rignir upp í nefið á mér.

Og af því ég veit að það er alls ekkert hipp og kúl að haga mér eins og hvítt hyski í umhverfismálum, þá fæ ég einhverra hluta vegna rosalegt kikk út úr þessari losunarathöfn á flísefni í fjárhagslega herptum heimi.

Alveg: Jei, hvað það er gaman að gera hluti sem sökka biggtæm og sussusussu má ekki.

Svona er fyrir mér komið.

Það er af sem áður var, þegar ég hefði gefið alla útlimi fyrir að vera pólískt rétthugsandi.

Þetta er síðgelgja ég sver það.

Fyrirgefðu umhverfisráðherra.

Hvað get ég sagt?

Ætli ég sé ekki of breysk fyrir þennan heim algjörrar fullkomnunar?

Hmprf...

En hér má sjá ágætis húsráð fyrir þá sem vilja ganga skrefinu lengra í verndun jarðar.

Sápa fer ógeðslega illa með náttúruna.


mbl.is Út að viðra hundinn og kom heim með önd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Viss etta, nota aldrei sápu, oj oj, en þú ert frábær að vanda, en ef Gísli minn færi út með hundinn, sem hann reyndar nennir aldrei, kæmi heim með önd mundi ég senda hann á dyr með önd og föt, god by my men.

Krútti knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mér þykir þú skemmtileg

Jóna Á. Gísladóttir, 21.8.2009 kl. 16:27

3 identicon

Oohhh hvað ég er fegin að við eigum ekki hund ;)

kolbrún (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:04

4 Smámynd:

Kattarþvottur a la karlmaður

, 21.8.2009 kl. 17:24

5 identicon

Föstudagssnilld eins og alltaf:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2987211

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband