Föstudagur, 21. ágúst 2009
Algjör sveppur
Það eru sem betur fer kostir við kreppu.
Eins og t.a.m. það að fólk sest niður og endurmetur stöðuna, forgangsraðar og áttar sig jafnvel á að það sem talið hefur verið skipta mestu máli er hjóm eitt.
Eins og peningasöfnum, munasýki og endalaus sókn eftir vindi.
Bókalestur er að aukast sem aldrei fyrr.
Það gleður mig, því ég veit hversu heilandi og róandi lestur góðra bóka er fyrir innri manninn.
En að söfnun. Í staðinn fyrir að safna peningum, rolexúrum og Luis Voutton töskum (hm) þá má tína ber og sveppi.
Ég hef aldrei þorað að tína sveppi vegna þess að ég er skíthrædd um að eitra fyrir sjálfri mér og deyja um aldur fram.
Ef það á fyrir mér að liggja að deyja vegna eitrunar af einhverju tagi þá kýs ég að það sé af völdum annarra en moi.
Það er komin út bók um sveppi.
Með myndum og lýsingum. Þú getur ekki tínt þá eitruðu óvart sértu vopnaður (uð) þessari bók.
Vissuð þið að krúttlegi rauði sveppurinn með hvítu doppunum, þessi sem er í barnabókum og svoleiðis er baneitrað kvikindi? Í bókinni stendur að flestir viti það - halló, ekki ég.
Bókin er í plastkápu og það er reglustrika á jöðrunum, til að mæla, gera og græja.
Nú er tíminn.
Í garðinum hjá mér er allt fullt af sveppum.
Ég fór með bókina út í gær og generalprufaði hana.
Gekk svona líka ljómandi vel þó eflaust hafi sjónarvottum dottið í hug að hringja á babúbílinn þegar þeir sáu mig á hnjánum með bókina ofan í jörðinni.
Hvað um það, sveppakona er ánægð kona.
Svo eru það bláberin.
Eigum við ekki að drífa okkur út í náttúruna börnin mín á bjarginu?
Jú, gerum það.
P.s. Það eru líka uppskriftir í bókinni.
Úje.
Bækur rokseljast í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Matur og drykkur, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
síðast þegar ég var í kirkjugarðinum sá ég 2 unga menn sem skriðu á milli leiða í leit að sveppum.Held að lögga hafi átt við þá orð,held að þetta meigi ekki í þessum garði.Svo eru ungmenni dugleg að tína á umferðareyjum borgarinnar (þar sem er gras).Sennilega er ekki verið að tína sveppi í súpu.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 10:37
Það eru engir vímusveppir í þessari bók þannig að svoleiðis sveppaáhugafólk verður að leita annað eftir upplýsingum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2009 kl. 10:59
Sæl Jenný - ekki hef ég ennþá látið verða af því að fá mér þessa bók, en ekki er ólíklegt að hún verði sett í fjárlög þessa heimilis fyrir rest - en mmér leikur forvitni á að vita (og kemst væntanlega að því) hvort hún (bókin) minnist eitthvað á hvar ekki sé ráðlegt að tína sveppi ?
fyrir mörgum árum var ég að ræða við fólk sem hafði talsvert verið í jurtatínslu og sagði það fólk að best væri að tína jurtirnar amk. einn kílómeter frá vegi, vegna mengunar frá umferð.
þar sem ég held að sveppir séu viðkvæmir fyrir mengun, held ég að ég fari eftir ráðleggingum þessa gamla fólks í minni framtíðar sveppa og jurtatínslu - Góðar stundir
Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 11:29
Hvaða sveppir eru bestir af þessum Íslensku ?
hilmar jónsson, 21.8.2009 kl. 12:26
Það er hellingur af girnilegum matsveppum í íslenskri náttúru Hilmar.
Lerkisveppur, Kóngssveppur og Kúalubbi svo dæmi séu tekin.
Eyþór: Í bókinni er að finna allar leiðbeiningar um hvar sé best að tína og hvernig eigi að bera sig að við tínsluna, verkun og geymsluaðferðir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2009 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.