Leita í fréttum mbl.is

Hamingjuósk

Ég óska Þráni Bertelssyni til hamingju með að vera nú formlega laus við þinghóp Borgarahreyfingarinnar.

Í upphafi þingfundar í dag var lesið upp bréf frá Þráni þess efnis.

Hann lýsir því líka yfir að hann hafi slitið öllu samstarfi við fólk sem telji orðheldni til marks um alvarlega heilabilun.

Vel orðað.

ÞB stendur keikur eftir þó vonir hafi eflaust staðið til þess að hann bugaðist og hyrfi úr stjórnmálum.

Mátulegt á þá sem lögðu ÞB í einelti.

Ónei, nú er hann á eigin vegum laus við sjúkdómgreinirinn Margréti Tryggvadóttur og félaga hennar.

Annars er ég að hugsa um að panta mér tíma hjá MT og sálfræðimenntaða flugumanninum sem getur greint alvarlega heilasjúkdóma úr fjarlægð.  Sá er fjölhæfur og myndi henta mér vel, hata að fara til lækna.  Nú get ég rifið kjaft í tölvunni á meðan þau greina mig.  Úje.

Ég er nefnilega orðin svo ósamvinnuþýð á heimili upp á síðkastið.

Ætli ég sé komin með slæmsku í heilastofninn?

Eða þá að ég sé að verða hættulega geðveik?

Neh, örugglega upppantað.

Fer til grasa.

Flott.


mbl.is Þráinn úr þingflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð.

Tek undir það, þetta var vel orðað hjá Þráni.

Óskandi væri að fleiri væru þá haldnir þessari meintu heilabilun þ.e. orðheldinni. 

Marta B Helgadóttir, 17.8.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú ert komin með þvermóðsku heilkenni en það er stóhættulegt. Heilkennið byggir þeim lítt sæmandi skíta sora að hugsa sjálfstætt og taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig.

Brynjar Jóhannsson, 17.8.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég get fullvissað þig Jenný um það að hér enginn Alzeimer er á ferðinni. Hef ekki verri heimildir en þingmann ónefndan í BH.

Finnur Bárðarson, 17.8.2009 kl. 16:30

4 identicon

Heyrst hefur að Ögmundur ætli að nýta þennan sálfræðimenntaða mann til að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Það er hægt að fækka öldrunarlæknum stórlega með því að láta þennan einstakling greina alla sem þar koma inn á borð.

Karma (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 16:30

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tek heilshugar undir orð þín í Þráins garð. 

En ef þú ert orðin erfið í umgengni heima fyrir þá skaltu fara út að ganga minnst einu sinni á dag það geri ég og allt annað að hafa mig á heimilinu skal ég segja þér.

Ía Jóhannsdóttir, 17.8.2009 kl. 16:31

6 identicon

æji ég veit ekki hvað er að Þránni en vissulega er það eitthvað. Fyrst og fremst held ég að það eina sem er að manninum að hann er með eindæmum þver og leiðinlegur eins og Kristinn H. Gunnarsson. Margir sem kusu ekki Borgarahreyfinguna vegna þessa manns... það hef ég heyrt víða. Þetta er bara svona flokkaflakkari sem hefur ekkert á að gera á Alþingi Íslendinga.

Frelsisson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 16:48

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frelsisson: Þú ert eins og MT greinir fólk úr fjarlægð?  Þekkirðu Þráinn?

Andri: Afsökunarbeiðni Margrétar Tryggvadóttur breytir engu úr þessu.  Alveg frá því að bréf þetta komst í hendur almennings hefur hún borið fyrir sig umhyggju.  Hún skrifaði afsökunarbeiðni til Þráins þegar hún frétti að hann vissi af bréfinu.

Leim og breytir engu.  Hún hafði ekkert illt í huga júsí.

Hvernig lætur hún þá þegar hún virkilega vill gera fólki illt?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2009 kl. 17:00

8 Smámynd: ThoR-E

Hann er með góðan húmor kallinn, hann má eiga það.

Nú verður vonandi hægt að fara að einbeita sér að málefnum þjóðarinnar á alþingi.

 Kv.

ThoR-E, 17.8.2009 kl. 17:09

9 identicon

Svo hallærislegt mál og óþarft.Baktal,plott og einelti er engum sæmandi.BH er eitthvað sem ég hélt  að væri góður kostur en það var bara í smástund,mjög litla stund sem ég hélt það.

Ertu óþekk á heimili ? í greiningu með konuna strax

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:15

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei, nei, er voða stillt enda ein heima.  Múha.

Já nú verður vonandi hægt að fara að einbeita sér að því sem máli skiptir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2009 kl. 17:30

11 identicon

Nei þekki manninn ekki neitt... en það er víst þannig þegar þú gerir upp hug þinn fyrir kosningar að þá metur þú fólk úr fjarlægð án þess að bjóða þeim í kaffi... ekki rétt??? ég gerði það með því að hlusta á manninn í fjölmörg skipti og hafði þá reyndar heyrt í honum oft áður og myndaði mér þessa afstöðu að maðurinn væri ekki þess verðugur að sitja á Alþingi enda leiðinlegur og þver með eindæmum. Hvort sem það er gert úr fjarlægð eða ekki þá er það eina leiðin fyrir marga fyrir kosningar að meta fólk áður en það kýs sér Alþingismenn.

Frelsisson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:46

12 identicon

Hvernig í ósköpunum á maður að mynda sér skoðanir á fólki til alþingis ef það er ekki gert úr fjarlægð?????

Frelsisson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 17:48

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frelsisson: Nú, ég hélt að fólki tæki afstöðu til málefna flokka og stjórnmálamanna, ekki hvort þeir væru skemmtilegir eða leiðinlegir.
Kannski ég kjósi eftir háralit næst.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2009 kl. 17:49

14 Smámynd: ThoR-E

Ég var að pæla í að kjósa eftir skóstærð næst.

Engir yfir 41 fá mitt atkvæði ;)

ThoR-E, 17.8.2009 kl. 18:00

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ætli þá sé hægt að fara að einbeita sér að þingstörfum?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2009 kl. 18:27

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er bara fjör hér, tek annars heilshugar undir með þér Jenný Anna mín.
Ef þú ert erfið í umgengni elskan þá mátt þú það bara, segðu eins og ég
Take it or live it bebe.
Maður er nú ekki hex fyrir ekki neitt

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.8.2009 kl. 18:34

17 Smámynd: Dúa

Jú rokk

F: Það er auðvitað eitthvað AÐ fólki sem öðrum finnst leiðinlegt. Hef oft heimsótt fólk á spítala sem er á leiðinlegu deildinni

Dúa, 17.8.2009 kl. 18:37

18 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já, frábært að Þráinn sé loksins kominn í sinn "einkaþingflokk" þar sem aldrei mun sitja nema einn maður. Verður varla kosinn aftur en hann þarf þá ekki lengur að kvarta undan samstarfsmönnum. Vildi óska að hann gengi í samfylkinguna (ekki vildi framsókn hann) svo hann gæti sprengt þann flokk með látum. Hugsa ekki að hann og Jóhanna næðu vel saman.

Loks fá aðrir þingflokksmenn frið.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.8.2009 kl. 19:03

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lísa: Er það ekki dásamlegt að nú skuli þingflokkur óreiðuhreyfingarinnar hafa losað sig við ÞB.  Flott leið líka, klína á hann veikindastimpli sem flestum ærlegum manneskjum blöskrar algjörlega.

En það eru greinilega dyggir stuðningsmenn þessara vinnubragða sem hrópa húrra fyrir óréttlætinu.

Og hættu svo þessum klappstýrulátum hér inni.

Það vita allir að þú hefur ekki lint látum vegna þessa máls.

Þið eruð laus við Þráinn.

Og hann við ykkur.

Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2009 kl. 19:45

20 Smámynd: hilmar  jónsson

Þráinn kemur út úr þessu með reisn, meira en hægt er að segja um restina af BH.

hilmar jónsson, 17.8.2009 kl. 19:56

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hilmar: Rétt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2009 kl. 20:13

22 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hugsa að það komi nú bara allt í ljós með tíð og tíma. What goes around comes around. Þannig er það bara.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.8.2009 kl. 20:18

23 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir hamingjuóskir hér innandyra hjá þér nafna, en harma þá mannfyrirlitningu, hroka og dylgjur sem einn "gestanna" sýnir stöðugt svo jaðrar við þráhyggju.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.8.2009 kl. 20:23

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lísa: Veistu að ég skil ekki hvað þér gengur til með þessu öllu.  Það er að ganga þig upp að hnjám í máli sem þessu.

Mín afstaða byggist á því að það er í besta falli ódrengilegt að veitast að fólki á þennan hátt, í versta falli glæpsamlegt.

Hjá mér er þetta ekkert persónulegt og ég hef engra hagsmuna að gæta, þvert á móti þá hefur þetta mál eflaust kostað mig vini og þá er ég að tala um fólk sem ég þekki vel.  Ekki netvináttu því hún er rafræn.

En af hverju gengur þú fram með þessum hætti?

Myndir þú t.d. vilja láta einhvern af umhyggjusemi plastera sjúkrasögunni þinni á netið ef einhver er?

Ég hreinlega skil þetta ekki.

Og hvað meinarðu svo með "what comes around goes around"?

Dulbúin hótun og þá til hvers??

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2009 kl. 20:27

25 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh Lísa..það þarf einhver sem þykir vænt um þig að fara að segja þér að þetta sé allt orðið frekar hallærislegt hjá þér!!!!

Heiða B. Heiðars, 17.8.2009 kl. 21:04

26 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Mér finnst Jenný Anna þig sitja niður að velta þér upp úr þessari persónulegu ógæfu fólks. Sama er að segja um þá sem taka hér undir og gera gott betur.

Auðvitað átti Margrét aldrei að semja né senda þennan umtalaða tölvupóst til nokkurs manns. Síðan kom þessi frægi ,,tölvupóstsdraugur" Alþingis til sögunnar og þeim mistökum hefur Margrét greint frá og hvernig hún brást við þeim. Hún hefur líka sagt að kveikjan að bréfinu hafi verið umhyggja í garð Þráins og ég hef enga ástæðu til að draga það í efa. Þess vegna er þetta mannlegur harmleikur sem fólk á ekki að vera smjatta á í pólitískum tilgangi. Það er alla vega mín skoðun. 

Sá aðili í stjórn Borgarahreyfingarinnar, sem nýtti sér þessa yfirsjón og mistök, sem Margrét hefur nú beðið Þráin opinberlega afsökunar á úr ræðustól Alþingis, er hins vegar að leika sér að eldinum og sálarlífi fólks, sem mér finnst illa gert. Það síðan að Þráinn sjálfur virðist hafa leyft að þessi tölvupóstur skyldi sendur til fjölmiðla finnst mér vægast sagt umhugsunarvert, og hvað þá að nokkur ábyrgur fjölmiðill birti hann.

Jón Baldur Lorange, 17.8.2009 kl. 21:10

27 Smámynd: Dúa

Jenný , ég er sammála þér í einu og öllu í þessu máli

Dúa, 17.8.2009 kl. 21:12

28 Smámynd: Dúa

Af hverju er það þannig þegar einhver gerir eitthvað heimskulegt af sér eð jafnvel brýtur af sér, að þá er það kallað mannlegur harmleikir? Trend sem Árni Johnsen kom af stað

Dúa, 17.8.2009 kl. 21:14

29 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jenný - þetta er ekkert persónulegt hjá mér heldur. Vil benda á nýjustu færslu lillo þar sem hann tekur saman vinnu allra fjögurra þingmanna BH á þessu sumarþingi. Þetta fólk hefur staðið sig frábærlega og á þetta alls ekki skilið. Þó svo stjórnin hafi verið út og suður og uppí loft. Mér finnst þetta ekki drengilegt gagnvart fólki sem hefur unnið dag og nótt í þágu þjóðarinnar.

Ef einhver kom með "sjúkdómsgreiningu" þá var það þessi sálfræðingur. Margrét kom síðan með fyrirspurn í einkapósti. Hún sjúkdómsgreindi engan. Og pósturinn kom fram fyrir augu almennings af ósk Þráins sjálfs. Sennilega vildi hann þessi læti.

Með setningunni "what comes around goes around" meina ég akkúrat ekkert sérstakt nema þennan gamla frasa. Við eigum eftir að sjá hvernig þessu fólki farnast og hvernig það heldur áfram að vinna í okkar þágu. Engin hótun.

Og að lokum. Vinátta er ekki vinátta nema hún nái yfir ágreining og þrætur. Líkt og hjónaband er varla hjónaband nema það geti tekið á krísum. Það sem maður missir á þennan hátt hefur maður aldrei átt.

Heiða: ég er þá alls ekki sú eina sem er hallærisleg.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.8.2009 kl. 21:17

30 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi reyndu nú allavega að hunskast til að fara með rétt mál. Þar sem innihaldið vegur að Þráni þá BAÐ ÉG UM LEYFI til að birta það... Það var EKKI hann sem bað um birtingu

Djöfull er ég orðin þreytt á ykkur hjónum að vera endalaust með rangfærslur.

Heiða B. Heiðars, 17.8.2009 kl. 21:23

31 Smámynd: Dúa

Vá ég hefði svo getað svarið að komment Lísu hingað og þangað á blogginu (hjá Heiðu og Jennýju) voru persónuleg. Er þetta ekki orðið gott bara.

Dúa, 17.8.2009 kl. 21:27

32 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Heiða: ef hann hefði ekki viljað að hann birtist þá hefði hann sagt NEI - ekki satt? Þú mátt vera alveg eins þreytt á mér og þú villt, en reyndu að tala um mig sem mig því ég er ekki í fleirtölu!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.8.2009 kl. 21:29

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er ég að velta mér upp úr persónulegri ógæfu fólks?

Já það gat nú verið að sá sem segir frá og hefur skoðanir á því sem alla varðar, því þingmenn eru nú einu sinni að vinna í þágu þjóðarinanr, setji niður.

Ég veit ekki um persónulega ógæfu fólks en það gerir mig fokreiða, svo ég noti nú ekki stærri orð, þegar andstæðingar sjúkdómsgera fólk og gera það í leiðinni minna marktækt.  Eða réttara sagt leitast við að gera það.

Það skiptir engu hvort um einkapóst var að ræða, pósturinn fór út um allt en ekki til einnar manneskju og það ætti að kenna fólki sem vill ræða svona um samstarfsmenn sína að hunskast til að gera það í síma eða í tveggja manna tali.

Það er ekki við almenning að sakast að svona tókst til þannig að það er best að hafa ábyrgðina þar sem hún á heima.

Ég get tekið undir það að þingmenn BH hafa gert ýmsilegt gott en óneitanlega setur þetta mál svartan blett á þinghópinn.

En það er bara mín skoðun.

Lísa: Við skulum láta þetta duga.

Ég er sátt við að við náum ekki saman um þetta mál.

Og það er rétt sem þú segir varðandi vináttuna, ef hún þolir ekki skoðanaskipti í pólitík þá hefur hún sjálfsagt ekki verið byggð á sterkum grunni.

En ég tek fram að "vinátta" á netinu flokkast ekki þar undir því hún er auðvitað mjög takmörkuð og í flestum tilfellum heldur hún ekki vatni þar sem fólk hefur ekki einu sinni hists.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2009 kl. 21:31

34 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Talandi um harmleiki. Þeir eru gjarnan sviðsettir í pólitískum tilgangi. Það er pólitískur harmleikur að hlusta á fagurgalann sem barst frá þingfólki XO fyrir kosningar og bera hann saman við En krákugarg óheilinda, sundurþykkju og óeiningar sem frá honum berst um þessar mundir. Mannlegi harmleikurinn er að gerast í hugum og hjörtum þeirra þúsunda  Íslendinga sem kusu XO í von um að raddir sanngirni og réttlætis mundu heyrast á hinu háa alþingi. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.8.2009 kl. 21:37

35 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Dúa: ég var að svara spurningum um innleggið hér inni núna, sem var ekki persónulegt þar til núna. Einungis minn stuðningur við fólk sem mér (sjálfri) hefur fundist vinna góð störf. En jú - ég hef komið með persónuleg komment. Það gerist stundum. Sá margt ansi persónulegt þar í minn garð líka (ekki frá þér). Fyrst þú vilt minnast á það.

Auðvitað er þetta löngu orðið gott - en meðan aðrir eru enn að velta við þessum málum þá er ekkert ólíklegt að ég geri það líka. Og það er ekkert persónulegt.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.8.2009 kl. 21:38

36 Smámynd: Dúa

Ég minntist á þetta Lísa þar sem þú gerðir þó nokkur komment aðfaranótt sunnudags og talaðir um veikindi í fjölskyldu þinni og líka persónulega um mig, Heiðu og Jennýju.

Dúa, 17.8.2009 kl. 21:44

37 identicon

Ég óska Borgarahreyfingunni til hamingju með að vera laus við nöldurseggina sem hafa sagt sig úr flokknum. Þráinn á að standa upp úr stólnum á alþingi og snúa sér að list sinni. Til þess er hann launaður eða hvað?

Guðrún Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 21:47

38 Smámynd: hilmar  jónsson

Vá hvað sumir hér eru eitthvað....... hmm....strange

hilmar jónsson, 17.8.2009 kl. 22:09

39 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hilmar: Jabb.

Guðrún: Já segðu.  Við skulum vona að það verði ekki kjaftur eftir til að viðra aðrar skoðanir en þær sem hugnast klíkunni.

Yndislegt alveg og hver þarf lýðræði?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2009 kl. 22:14

40 identicon

" viðra aðrar skoðanir en þær sem hugnast ..hver þarf lýðræði?"

Hvað með hann Þráinn???, Já þessi maður sem greiddi reyndar atkvæði gegn lýðræðislegri tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, en þrímenningarnir greiddu reyndar atkvæði fyrir lýðræðislegri tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, þú??? Það gleymist alltaf, ekki satt, að það átti að vera þjóðin sem átti að fá að ráða þessu  hjá Borgarahreyfingunni, ekki einhver "ráðgefandi" eða leiðandi þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB, humm talandi um,  að " viðra aðrar skoðanir en þær sem hugnast" ???    

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 23:14

41 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Flott innlegg hjá þér Þorsteinn.

Jón Baldur Lorange, 17.8.2009 kl. 23:18

42 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Amen.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2009 kl. 23:33

43 Smámynd: Jens Guð

  Það er óljóst hvað langt er til næstu alþingiskosninga.  En þegar þar að kemur mun Þráinn banka upp hjá Samfylkingunni.  Sannið til og munið mín orð.  Hann stoppaði stutt við í Framsóknarflokknum.  Ég þekki kristinn H.  Gunnarsson úr Frjálslynda flokknum mínum og kannast við mynstrið.  Bíðið og sjáið.  Þetta er á sömu bók lært.

Jens Guð, 18.8.2009 kl. 00:21

44 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Svona áður en ég hendi mér á koddann.

Jenný: Sátt við þessi málalok að vera sammála um að vera ósammála - amen.

Dúa: Var búin að segja að ég hefði komið með persónuleg komment - en ekki í þessum þræði. Ég er fullkomlega meðvituð um hvað ég skrifa, annars voru þetta engar fréttir fyrir þér. Merkilegt hvað maður getur látið hluti hafa áhrif á sig þegar maður er undir álagi. Átti ekki von á þessum viðbrögðum þó svo við værum ósammála. Mín mistök. En eins og glöggt hefur komið fram undanfarna daga, þá getur fólk gert mistök - sennilega er það mannlegt.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.8.2009 kl. 00:52

45 identicon

Ég ætla hinsvegar að óska BH til hamingju með að Þráinn og þessi hópur í kringum hann skuli hafa hætt.

Miðað við hvernig þetta fólk hefur hagað sér opinberlega undanfarna daga, þá er það deginum ljósara að það var dragbítur á hreyfingunni.

Þetta fólk er í raun ekki fólk breytinga, heldur krónískt óánægjulið sem eyðir og sundrar.  Eitt er það sem ég vil biðja þetta fólk um að íhuga, hvert farið þið núna, hvar ætlið þið að hafa áhrif á landsmálapólitíkina? Vissulega getið þið setið og gert nákvæmlega ekki neitt, í þeirri fullnægjuvissu að þið hafið gert "rétt" í því að styðja réttlætisprinsinn Þráinn. Það verður að vísu svolítiðgrunn fullnægja, vitandi að Þráinn heldur fast í "rétt" sinn til tvöfaldra launa.

Það verður aldrei nein hreyfing í kringum Þráinn Berthelsson. Þráinn hverfur eða reynir inngöngu í fjórflokkinn.  Hann hverfur af sviðinu með tíð og tíma, þið verðið hinsvegar horfin í næstu viku.

Hilmar A (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 00:53

46 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eggert: Ég tók út kommentið þitt þar sem þú kallar ÞB þjóf.

Ég geri það reyndar ekki til að bjarga andlitinu á þér heldur vegna þess að ég er ábyrg fyrir þeim sem kjósa að hella úr hlandkoppnum sínum yfir fólk hér inni hjá mér.

Ekki nóg með að þið sem bakkið upp ógeðið í að klína alvarlegum sjúkdómum á ÞB heldur kemur þú hér og bætir við ógeðið.

Sum ykkar, bara sum, minnið mig á ákveðna tegund af fólki sem gjarnan er kallað hyski og kennt við hjólhýsi.

Skammist ykkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2009 kl. 07:55

47 Smámynd: hilmar  jónsson

Ákveðnir aðilar innan BH ásaka ákveðinn aðila um geðröskun, en svo birtist bara Lísa og sjá....

hilmar jónsson, 18.8.2009 kl. 12:21

48 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Má ég óska þremenningunum til hamingju með að vera laus við ÞB úr þingflokknum. Þótt ÞB geti orðið hlutina vel eins og þú segir réttilega Jenný þá hefur hann ekki verið að berjast fyrir heimilin í ICESAVE málinu eins og hin hafa verið að gera.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.8.2009 kl. 15:15

49 identicon

Þetta eru góð málalok fyrir alla sem að málinu stóðu. Lík-Þráinn er kannski best lýst með kvikmyndatitlinum rebel without a cause, nema það að James Dean var  (og jafnvel er) miklu sætari en Þráinn.

Nú fyrst mun BH fara á flug, laus við geltið í gamla, laus við skömmina sem fylgdi tvöfaldri launauppsprettu mannsins sem reið til alþingis boðandi nýja siði !!

Loksins er BH laus við Skammdegið og getur byrjað Nýtt líf !!

runar (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.