Leita í fréttum mbl.is

Spekileki hvað?

Það er bara rífandi gangur hjá Embætti sérstaks saksóknara.

16 sérfræðingar á fullu og nú er flutt í nýtt og stærra húsnæði.

En samt þá hef ég þá tilfinningu að það þurfi gott betur en stórt húsnæði.

Ég held að það þurfi heilt þorp gott ef ekki borg til að ná utan um glæpina.

Svo margir og stórir eru þeir.  Enda ekki smámál að blóðmjólka heila þjóð þó fámenn sé.

Svo er Gulli Þórðar tuðandi í ræðustól.

Með áhyggjur af að það fáist ekki hæft fólk ef launin fara ekki yfir milljón á mánuði.

Halló, enn er þetta fólk ekki búið að ná því að tími ofurlaunanna er liðinn.

Enn er trúin á græðgina í fullu gildi hjá sumum.

Spekileki hvern andskotann?

Ef liðið með spekina er allt að kafna úr græðgi þá getur það bara farið.

Ég trúi að það sé fullt af ærlegum manneskjum á Íslandi sem er ekki með græðgislefuna lekandi út úr munnvikunum.

Allsstaðar í þjóðfélaginu.


mbl.is Saksóknari í nýjum húsakynnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jebb, það er fullt til af góðu fólki.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Getur ekki Gulli ásamt líkasinnuðum lekið út

Finnur Bárðarson, 17.8.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.