Leita í fréttum mbl.is

Þarf bílpróf á Doddabíla?

 

Pabbi vinkonu minnar átti Trabant.

Við fórum út úr bænum í berjamó og svona á krúttmolanum.

Vitið þið að það var sagt um Trabantinn að ef hann beyglaðist þá þyrfti bara að setja heitt straujárn á viðkomandi beyglu og vola, allt komið í lag aftur.

Ég hef svona nostalgíuást á Trabbanum.

Samt þótti lúðalegt að eiga Trabant í æsku minni þó það væri alls ekki algengt að fólk ætti heimilisbíl.

Strákarnir í Verkó görguðu úr hlátri yfir plastbílnum. Alveg: Hí á Trabantinn.  Drusla, drusla!  Helvítin á þeim, ég vona að þeir hafi allir misst bílprófið.

Afi minn átti sko alvöru bíl, rauðan Skoda Oktavíu.

Hann (afi) var stórhættulegur í umferðinni var alveg: Lalalala ég er einn í heiminum, frá, frá, Fúsa (Guðmundi) liggur á.

Við hlið hans sat frú Jenný Andrea amma mín og gargaði úr hræðslu.

Ómæ, það voru ljúfir tímar.

Ég er eiginlega dedd á því að fá mér rafknúinn Trabba.

Ætli maður þurfi nokkuð að hafa bílpróf á svona Doddabíl?

Umferðarlögregla: Here I come.


mbl.is Næsti Trabbi verður rafbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég fór í veiðivötn á trabba árið 1986.. bara snilldarbílar.

Óskar Þorkelsson, 17.8.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband