Leita í fréttum mbl.is

Niður með skeifuna

einmana hjörtu

Vei, nú getur allt þráhyggjuliðið sem neitar að horfast í augu við að það er búið að dömpa því glaðst ógurlega.

Allir þekkja ábyggilega einhvern sem getur ekki sætt sig við að sambandið sé búið.

Æi, þið vitið, eins og vinkonan sem hringir í þig á laugardagskvöldum og hefur gert síðast liðinn 15 ár eða svo til að velta sér upp úr því af hverju eiginmaðurinn fór frá henni.

Notar sömu dramatíkina, upphrópanirnar og ekkasogin sem hún var með þegar það gerðist.

Hún sefur enn með speedo-sundskýluna hans undir kinninni sem er glæpur út af fyrir sig enda þær löngu komnar úr tísku.

Hún grætur ósiðina sem hún hataði þegar þau voru saman.  Hana verkjar eftir fatahrúgunum, brauðmylsnunni á gólfinu og opnum tannkremstúbum til að trampa á þegar hún kemur fram á morgnana með stírurnar í augunum.

Hún hefur engu gleymt.

Og þú, sem ert með þá skoðun að vinkonan ætti enn að vera að halda upp á að hafa losnað við helvítið, með blöðrum, kampavíni, rellum og fánum getur gargað úr leiðindum en hlustar samt vegna þess að þú elskar hana þrátt fyrir helvítis þráhyggjuna.

Þetta dæmi um að geta ekki sleppt hörmungunum í lífinu, að halda þeim á lífi, vökva og vernda þær til að geta haldið áfram að þjást:

Það getur drepið mig.

Ég hef svo sem verið þarna en ég tek það fram að allt svona hefur gengið hratt yfir hjá mér enda nóg annað að skoða og lífið er svo skemmtilegt.

Svo er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að ég sé tilfinningalaus og ekkert bíti á mig.  Jamm. 

Auðvitað ætla ég ekkert nánar út í það að fara að gefa færi á eigin heimsku þannig að hér tölum við í staðinn um annarra manna vitleysisgang sem er mun skemmtilegra offkors.

Núna er hægt að fara inn á vefsíðu og þar geturðu lært að vinna hjarta þíns fyrrverandi aftur.

Er ég að blogga um þetta?

Langar mig til að gubba og rífa af mér hárið svona beisíklí núna?

Það lítur út fyrir það.  Mikið rosalega er ég skemmd en fallega skemmd eins og mér var tjáð um daginn.

Jæja, ég ætla að opna vefsíðu.

Fyrir þá sem nenna ekki að vera stöðugt með skeifuna uppi.

Meira um það á morgun.

Úje og súmítúðebón.


mbl.is Fróðleg heimasíða: Að vinna hjarta þíns fyrrverandi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir endalausar skemmtifærslur Jenný.Stundum og oftast reddarðu deginum fyrir mér.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 23:21

2 Smámynd: Laufey B Waage

Æ hvað ég ætla rétt að vona að mínir fyrrverandi fari ekki að þvælast á svona námskeið. Það er enginn möguleiki að þeir eigi sjens í mig aftur.

Laufey B Waage, 17.8.2009 kl. 00:42

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég skil hvað úje þýðir og virði þá skoðun - en hvað þýðir súmítúðebón?

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.8.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég kem til með að heimsækja síðuna þína

Jónína Dúadóttir, 17.8.2009 kl. 08:04

5 Smámynd: Dúa

Þú ert æði

Hefðir mátt setja í færsluna eitt af því sem kemur fram á umræddri síðu (já sem þú LÉST mig kíkja á):

"This is NOT for:

Stalkers

Ex convicts

People with severe mental problems

Other crazies, cuckoos or whack jobs"

Aha, je ræt

Dúa, 17.8.2009 kl. 08:28

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla, rétt eins og Laufey, að vona að minn fyrrverandi álpist ekki á þessa síðu!

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband