Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Játningar kanasleikju
Eins og mér var illa við veru setuliðsins hér á landi þá var ég samt tvöföld í roðinu langt fram eftir aldri.
Jú það kom kanasjónvarp á heimilið þegar ég var 10 ára.
Eina í hverfinu fyrir utan sjónvarp nágrannans sem vann á vellinum.
Vinsældir mínar, sem voru ærnar fyrir () jukust um 400% og ég lýg því ekki.
Biðraðir barna mynduðust við Hringbraut 84 á þriðjudagskvöldum því þá var Combat í sjónkanum.
Á mánudögum var Lawrence Welk sem amma mín elskaði.
Lucille Ball, Þriðji maðurinn, Kötturinn Felix og fleira og fleira.
Svo hlustaði ég á Kanann.
Útvarpið sko.
Til að bíta svo höfuðið af skömminni vann ég nokkur ár sem einkaritari forstjóra Ísl. Aðalverktaka og var í leiðinni flokksbundin í Alþýðubandalaginu.
Ég velti mér upp úr unaðsemdum vallarlífsins.
Fór í Officeraklúbbinn í hádeginu og að djamma með vinnufélögunum eða "klúbbast" eins og það hét, á fimmtudagskvöldum.
Algjörlega siðlaus í tvöfeldninni og í hróplegu ósamræmi við skoðanir mínar.
Og af því ég er farin að velta mér upp úr þessum æskusyndum þá fór ég að velta því fyrir mér að með þetta siðlausa hugarfar þá hefði ég auðvitað átt að stefna hátt í pólitík.
Svona ómerkingar eins og ég hefðu náð langt.
En ég hafði ekki vit á því sem betur fer.
Löngu, löngu síðar, en það skal taka fram að ég var afskaplega seinþroska á siðferðissvellinu, fór ég að samræma orð og gjörðir.
En mikið rosalega tók það langan tíma.
Í guðanna bænum ekki segja neinum frá þessu.
Það gæti einhver farið að skvetta málningu á húsið mitt.
En umboðsmaður Íslands Mr. Bárðarson mun þroskast seint og illa.
Og hver í fjandanum er þessi Gulli Helga?
Ekki svara því, hingað til hef ég lifað ágætis lífi án vitneskjunnar.
Skelli hér inn sönnunargangi "exibit A" hvar ég sit í einkaritaradjobbinu "on the base"
Over and out.
Gulli Helga gengur Kananum á hönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 15
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2987354
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég vann líka á vellinum í eitt ár eftir stúdentsprófið. Vann á launadeild hersins fyrir óbreytta "civilian personell". Ekki skemmtilegt starf en staðsetningin frábær. Fórum oft í "messann" að borða og þar kynntist maður alvöru hamborgurum og mexíkanskri eldamennsku sem ég féll strax fyrir. Þannig að ég fékk snemma matarást á kananum. Og svo hlustaði ég á kanaútvarpið frá unga aldri og fram undir þrítugt. Og ég skammast mín nú ekkert fyrir það því íslenska útvarpið var alveg skelfilega leiðinlegt á þessum árum (og er enn).
, 16.8.2009 kl. 12:39
Mig grunar 'fóthózjoppun' & rökztyð það með því að litmyndir voru ekki enn til þegar þú varzt á zama aldri & þezzi bráðhuggulega telpa á myndinni.
Steingrímur Helgason, 16.8.2009 kl. 12:43
Gaf mönnum "power " að hafa eða þykjast hafa sambönd upp á velli.Kanasjónvarpið kom á endanum því það þarf ekki annað en að skoða dagskrána , yfirgnæfandi amerískt sjónvarpsefni.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 12:49
Þessi "telpa" er 27 ára gömul Zteini minn.
Hörður: Segðu.
Dagný: Frussssssss messinn? Officeraklúbburinn rúlaði í matseðli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2009 kl. 12:57
Hehehe!
Jens Guð, 16.8.2009 kl. 14:19
Er þessi pistill ekki gott start í opinskátt viðtal í Mannlífi ?
hilmar jónsson, 16.8.2009 kl. 14:31
Ég hefði viljað vera í biðröðinni við Hringbraut 84. Fékk því miður aldrei að horfa á Kanasjónvarpið og bíð þess aldrei bætur.
Mér finnst það bara þroskamerki hjá konum á okkar aldri að viðurkenna "tvöfeldni". Ég átti t.d. mjög erfitt með að kjósa í flugvallarmálinu fyrir nokkrum árum, - vildi bæði láta flugvöllinn fara og hafa hann áfram.
Laufey B Waage, 16.8.2009 kl. 16:35
Dásamleg mynd; svartur sími, ritvél og öskubakki við hendina !!
Sigrún Óskars, 16.8.2009 kl. 18:54
Djöfull ertu sæt á myndinni! Ég heyrði Elvis koma fram í kanaútvarpinu 1956. Kanaúutvarpið og kanasjónvarpið var með mestu menningarstofnunum á Íslandi meðan þau voru og hétu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.8.2009 kl. 18:59
Jenný! Svona ung og falleg.
Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2009 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.