Leita í fréttum mbl.is

Eins og hver önnur beinagrind

 

Ég hef komið mér upp lífsreglu nýlega (ókei, fyrir þremur árum þegar ég varð edrú) og hún er sú að reyna að lifa í núinu og njóta lífsins á meðan ég lífsandann dreg.

Ekki láta ykkur detta í hug að nú ætli ég að fara að hljóma eins og sjálfshjálparbók sem gæti heitið;

"Lifðu lífinu lifandi" nú eða "Elskaðu sjálfa þig".

Eða eitthvað annað viðurstyggilega væmið og ofnæmisvekjandi yfirborðssnakk.

Ónei, fyrir mér þýðir núið og lífið að vera glöð, reið, spennt, óróleg, pollróleg, hrygg og í banastuði.

Sem sagt allur tilfinningaskalinn svona beisíklí.

En þegar ég dey, sem ég á sterklega von á að ég geri þá er mér sama hvar afgangurinn af mér lendir.

En ég myndi gjarnan vilja verða í jarðaförinni minni til að taka status á mætingu og sjá hverjir af vinum mínum eru grátandi og svona.

Til að bústa egóið.

Svo finnst mér dapurlegt að geta ekki lesið minningargreinarnar um mig því ég er viss um að þær hljóta að verða mergjaðar.

Af hverju?

Jú af því að ég er svo bilaður persónuleiki.

Þið sem enn eruð að lesa verðið að fara að drífa ykkur á bókasafnið og ná ykkur í almennilegt lesefni þetta gengur ekki lengur að láta mig fokka svona í ykkur.

En aftur að alvöru málsins.

Hver nennir að eyða milljónum í að kaupa grafreitinn við hliðina á afganginum af Marilyn Monroe.

Ég kann mína anótómíu og ég get fullvissað ykkur um að Marlilyn er jafn óspennandi og hver önnur beinagrind af Jónu Jóns.

Það hringlar jafn hátt í báðum.

Þið megið grafa mig við hliðina á Jóa á hjólinu þess vegna.

Þið megið jafnvel dreifa ösku minni yfir Morgunblaðshúsið til minningar um bloggtímabil mitt sem ég ástundaði áður en ég fór að skrifa bækur og verða heimsþekktur rithöfundur á Íslandi.

Ég bið bara um eitt.

Aðeins eitt.

Ekki láta Framsóknarmann við hliðina á mér.

Það myndi ég ekki afbera.

Ég gengi aftur.


mbl.is Lagst til hvílu hjá Marilyn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jenný.Ég segi þetta enn og aftur.I love you:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hrein snilld..

hilmar jónsson, 16.8.2009 kl. 00:14

3 Smámynd: Páll Blöndal

Þú ert engill Jenný mín

Páll Blöndal, 16.8.2009 kl. 00:27

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég er ákveðin í því að ganga aftur ....... lífið er svo skemmtilegt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.8.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

lol

Óskar Þorkelsson, 16.8.2009 kl. 00:42

6 Smámynd: Jens Guð

  Mikið sem ég get tekið undir með að verða ekki jarðaður við hlið framsóknarmanns. 

  Til gamans:  Einn kunningi minn er verulega upptekinn af Marilyn Monroe.  Skreytir hýbýli sín með plakötum af kellu.  Hann brotnar alltaf niður og fer í afneitun þegar ég í illgirni nefni að hún var með 11 tær.  Sem er þó rétt og satt.  Að vísu lét hún fjarlægja 11.  tána um leið og hún hafði efni á því.  En samt.  Hún var 11 táa.  Og hvað með það?  Mikjáll Jackson var svertingi áður en hann varð hvít kona.

Jens Guð, 16.8.2009 kl. 00:42

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Snillingur Jenný, dálítið klikkuð á köflum, en snillingur engu að síður!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 16.8.2009 kl. 01:35

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég skal segja þér sögu. Pabbi minn er kominn með krabbameinið í lungun og ég líð hverja mínútu því ég sé hvað verða vill.  Þannig að meðan þú og Dúa ákváðuð að eyða mér af vinalistanum vegna ósamkomulags um Heiðu Skessu og Þráinn Bertelsson, þá fór ég til hans og sagði honum hvað væri búið að vera í gangi.

Pabbi hló hátt - hann er 83 og kannast vel við Þráinn.  Hvað - veit ekki fólk að besti vinur hans heitir Össur Skarphéðinsson, sagði hann. Eru búnir að þekkjast frá barnsaldri og nánast óaðskiljanlegir. Ég er ekkert hissa á þessu.

Þannig að - takk Dúa og Jenný fyrir samt ómetanlegt kvöld með pabba.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 16.8.2009 kl. 01:52

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheheh það sem ég fíla þig svona snemma morguns.  Svo saltu ekki hafa neinar áhyggjur þú getur alveg fylgst með þinni jarðaför, sé þig í anda sitja ofan á kistunni og dingla fótunum þar sem þú telur þá sem gráta.  Svo veit ég að þú getur líka alveg lesið minningargreinarnar yfir öxlina á einhverjum sem þú veist að er ekki næmur, t.d. einhverjum Framsóknarmanninum.

Heyri að þú ert öll að koma til.  Eigðu góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 16.8.2009 kl. 07:36

10 Smámynd: Dúa

Veit ekki hvað var að mér að skilja það ekki fyrr að Össur Skarphéðinsson hefði smitað Þráin af þunglyndi og Alzheimer.

Dúa, 16.8.2009 kl. 08:51

11 Smámynd: Dúa

Og svo svona til að halda mig við efni færslunnar en nota hana ekki sem einkapóst :

Vá hvað ég skil þig Jenný . Ég ætla sjálf að vera búin að skrifa minningargreinar um mig og ræðu prestsins til þess að hafa þetta allt RÉTT

Dúa, 16.8.2009 kl. 08:53

12 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Svo er möst að vera búin að velja tónlistina sjálf fyrir stóra daginn.  Ekki vill maður fara með eitthvert væl með sér inn í eilífðina.

Bergþóra Jónsdóttir, 16.8.2009 kl. 09:49

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þetta var gott....svo... gott að hlæja svona (næstum eldsnemma) á sunnudagsmorgni. Takk fyrir mig.

Heiða Þórðar, 16.8.2009 kl. 10:22

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lísa: Mér finnst kommentakerfið mitt ekki alveg vettvangurinn fyrir einkaskilaboð.

Kannski eiga netheimar illa við suma, amk. verður maður stundum að geta sett punkt einhvers staðar.

Mér finnst þú ekki skilja ennþá út á hvað málið gengur.

Þrátt fyrir milljón útskýringar í allar áttir.

Ég er hætt að hártogast um Þráin Bertelsson og geðveikisstimpilinn sem reynt var að klína á hann.

Ætla ekki að ræða það frekar hér.

Þetta með að Þráinn þekki Össur er ekki svaravert.

Svo óska ég pabba þínum góðs bata.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2009 kl. 10:24

15 Smámynd: Sigrún Óskars

alltaf jafn góð Jenný

Sigrún Óskars, 16.8.2009 kl. 10:53

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er leitt að sjá að dauðahryglur Borgarhreyfingarinnar skuli berast hér inn á heiðvirðar pælingar Jennýjar sem ekki ná út fyrir gröf og dauða eins og tryggð sumra við flokkinn.

Svo vil ég líka mótmæla því að Marilyn hafi haft 11 tær, sem er gömul flökkusaga sem löngu hefur verið hrakin með tilheyrandi myndum.

En fyrst þér er sama Jenný hvað þér verur potað niður á endanum eftir farsælan feril sem rithöfundur og ástmögur þjóðarinnar, sé ég að það kemur bara einn staður til greina. Hann uppfyllir (að ég held) skilyrði þitt um framsóknarmanninn en setur þig meðal tveggja annarra skálda. Ég á auðvitað við Þingvöll og þjóðargrafreitinn þar. Enginn hefur enn fengist til að láta grafa sig þarna en fyrst þér er sama, þá er gráuppálagt að nota tækifærið og koma beinagrindunum þarna upp í þrár. (Við teljum þá ekki með beinin af bakaranum og ungabarninu sem þvældust saman við bein Jónasar þegar hann var sendur heim frá Köben)

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.8.2009 kl. 11:06

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svanur: Þarna komstu með það.  Villtu sjá til þess fyrir mig að ég lendi þarna?  Treysti ekki kjafti í minni fjölskyldu.  Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2987343

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.