Föstudagur, 14. ágúst 2009
Og hér er komið bréf ársins - Bjarni Harðar hvað?
Það er ekki öfundsverð staða að vera þingmaður í Borgarahreyfingunni og heita Þráinn Bertelsson.
Þegar hann er ekki til lags þá taka menn til sinna ráða.
Þeir leita til sérfræðinga.
Bjarni Harðar hvað?
Hann sagði af sér.
Hvað gerir Margrét Tryggvadóttir?
Þegar allt um þrýtur þá má alltaf grípa til þess að sjúkdómsvæða andstæðinginn.
Það hefur verið reynt áður í pólitík á Íslandi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Nota bene
Áhugaverðir tenglar
www.myspace.com/noise1
Athugasemdir
Mig langar að grenja úr mér augun Jenný! Þessi hreyfing var draumurinn minn og nú er óvandað fólk búið að ganga af honum dauðum
Helvíti bara
Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 00:31
Ofsalega finnst mér skrýtið að trúnaðarupplýsingar stjórnar, hvort sem send voru á alla fyrir mistök eða ei, lendi hér inni á blogginu. Nema fólk hafi viljað láta það lenda hér inni til þess að skaða á einhvern hátt þremenningana sem ekki studdu ESB. Vildi ekki Þráinn fá hin þrjú úr þingflokknum og svar við því var send til stjórnar, birt í fundargerð og í mbl.is í morgun? Kemur ekki líka fram að reynt hafi verið að leita sátta en ekki tekist? Hvernig á svona þingflokkur að geta starfað sem heild ef svona ágreiningur er í gangi? Þráinn vill þau út og þegar ekkert gengur í sáttamálum þá leggja þau til að hann taki sér frí.
Er það semsagt vilji stuðningsmanna Þráins að leka út þessum trúnaðarpósti stjórnar til að gera Þráinn aumkunarverðan? Tja, ykkur tókst það - en ekki á þann hátt sem vilji var til þá.
Þráinn er sérstakur maður, það vita það flestir þar sem hann er frekar þjóðþekkt persóna. Þetta bréf ber ekki vott um illsku, heldur grun um að eitthvað bjáti á. Hann hefur sjálfur sagt frá sinni bernsku, þunglyndi og öðru.
Þetta er óvarkárt blogg. Trúnaðarupplýsingum hent inn í gáleysi. Og sennilega kemur það til með að skaða Þráinn hvað mest. Og sennilega er einhver í þessari stjórn sem er mun varhugaverðari en nokkurn tíma Margrét Tryggvadóttir fyrst þessi umræða er kominn inn á bloggið - hér.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.8.2009 kl. 00:54
Lísa: Þér finnst sem sagt aðal málið að bréfið hafi "lekið" á bloggið?
Finnst það dálítið undarleg afstaða.
Bréfinu er ekki lekið Heiða segist hafa það frá Þráni.
Svo er fyrir neðan allar hellur að verja það sem skrifað er með því að Þráinn hafi verið þunglyndur og átt erfiða æsku.
Ég hef verið þunglynd og átti töluvert erfiða æsku gerir það mig að leyfilegu skotmarki.
Getur þá verið að ég sé með heilarýrnun eða brjálæði ef ég er óþægileg?
Nei, stundum gengur fólk ansi langt til að viðhalda upphaflegri skoðun sinni.
Mér þykir það sorglegt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 01:01
Eftir allt sem á undan er gengið hélt ég að fátt fengi blóðið í mér til að "sjóða", var næstum farin að trúa að "seen it all". En það má lengi á manninn reyna...... og þessi tölvupóstur Margrétar finnst mér ótrúlegur - á alla vegu. Ég þekki EKKERT til þessara einstaklinga persónulega, en veit bara að ALLT fólk sem eitthvað er varið í og sem hefði áhyggjur af sínu samstarfsfólki myndi ALDREI detta í hug að nálgast málið svona. Þetta kemur nákvæmlega ekkert EKKERT EKKERT pólitík við, þetta kemur við að vera ALMENNILEG MANNESKJA og fyrir mér hefur Margrét Tryggvadóttir dæmt sig úr leik.
Ég er búin að senda henni (margrett@althingi.is) skilaboð og óska eftir að HÚN segi af sér, ég er líka búin að senda Borgarahreyfingunni póst og óska eftir að skili til hennar að KREFJIST þess að Margrét segi af sér (info@borgarahreyfingin.is)
Ef einhverjir sammála þá hvet þá endilega til að láta viðkomandi heyra. Og ef félagsmenn og sammála, þá finnst mér Heiða hafa sýnt mjög gott fordæmi. Borgarahreyfingin komst á þing AF ÞVÍ að átti að vera ÖÐRUVÍSI en þessa HEILU 3 mánuði sem verið á þingi þá næstum reynst VERRI en þeir sem verið þarna ÁRATUGUM SAMAN.
Það er aldrei gaman að missa svona trúnn á fólk - og kenna svo sjálfum sér um að hafa leyft sér að vona.......
ASE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 01:10
Lísa; Mér þætti kannski mark takandi á þessari athugasemd þinni ef þú værir ekki konan hans Gunnars Waage sem hefur viðurkennt að vera sérlegur lofsyrðapenni þremenninganna Birgittu, Margrétar og Þórs
Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 01:15
Nei Jenný mín, mér finnst ekki aðalmálið hvaðan upplýsingarnar koma. Það vita flestir sem lesa blöð, blogg og annað að þarna ganga ásakanir á báða bóga. Hins vegar sé ég ekkert sem bendir til þess að bréfið hafi átt að koma fyrir almannasjónir og þessvegna ekki til þess ætlast að gera Þráni neitt mein. Ef þetta er tveggja manna tal að hafa áhyggjur af manni - hvað er svona hundslegt við það? Ekkert - fyrr en það er blásið út og gert ljótt - ekki satt?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.8.2009 kl. 01:19
Við Gunni erum kannski hjón - en höfum ólíkar skoðanir og kjósum ekki sama þingflokkinn:)
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.8.2009 kl. 01:20
Lísa: Bréfið átti að vera trúnaðarmál milli Margrétar og Katrínar.
Margrét hins vegar gætti ekki að sér og sendi þessar dylgjur sínar sem hún kallar umhyggjusemi á fleiri manns.
Hver er það sem dreifir upplýsingum?
Og er eitthvað að því að þetta sé birt?
Er ekki pólitíkin slík að það þykir skipta máli þegar farið er fram með þessum hætti?
Það var ekki þetta sem BH ætlaði að standa fyrir?
Eða hvað?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 01:21
ASE: Velkomin í hópinn. Kaus Samfylkinguna til margra ára og var þess fullviss að Solla (í Reykjavík) myndi breyta pólitísku landslagi.
Sem hún gerði auðvitað að mörgu leyti.
En við vitum hvernig fór.
Pólitík er einfaldlega mannskemmandi það er nokkuð ljóst.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 01:23
Já - eins og þú segir - þetta er svona Bjarna Harðar úps - slys. Og fyrir það eitt er það orðið stórmál. Og ég tek undir - hver dreifir svona upplýsingum og til hvers?
Maður hefur nú nokkurn tíma í gegnum ævina fengið einhverja "áhyggjupósta" um einhverja. Sem voru bara það sem þeir voru. Hver erum við til að dæma þarna á milli? Það er mín afstaða.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.8.2009 kl. 01:37
Ráðlegg engum að bjóða sig fram í suðurlandskjördæmi. Það virðist vera álög á kjördæminu.
E-mail virðast ekki rata á rétta viðtakendur
Þórður Möller (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 01:38
Lísa; ég ætla að byrja á því að biðjast afsökunnar á því að ætla þér skoðanir mannsins þíns... hef að sjálfsögðu ekkert fyrir mér í því að þú sért hérna inni með þennan málflutning af neinu nema eigin hvötum
Birgitta, Þór og Margrét vilja að Þráinn víki og Katrín taki sæti hans á þingi.
Hvorki Margrét og Katrín standa það náið Þráni að heilsufar hans ætti mögulega að vera efni í svona "umhyggjusamt" bréf.
Ætlar þú í alvöru að reyna að finna einhvern flöt á því að þessi samskipti séu í lagi?
Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 01:43
Þórður: Góður, nokkuð til í því.
Lísa: Fyrir ÞB er það sennilega stórmál þegar verið er að dylgja um það af samherjum hans að hann sé með elliglöp eða byrjandi Alzheimer. Finnst þér það ekkert stórmál?
Hvernig spyr ég, þú ert búin að svara því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 01:43
Ég þekki ekkert til þarna inni. Ýmislegt sem fer fram í einkasamtölum um annað fólk getur auðveldlega flokkast sem stórmál. En meðan það fer ekkert lengra þá er málið ekkert annað en vangaveltur tveggja einstaklinga. Eins og segir í bréfinu - ekkert staðfest - vangaveltur tveggja einstaklinga, þar til núna. Nú hafa þessar vangaveltur breyst í stórmál.
Sem betur fer vita fæstir hvað aðrir hugsa um mann. Kannski er líka gott að þekkja ekki áhyggjur annarra af manni. Breytir ekki því að maður veit það best sjálfur. Einfaldast hefði verið fyrir Þráinn að leiðrétta þessi áhyggjuefni og þá vel við hæfi.
Af hverju kemur ekki Þráinn fram með þetta sjálfur frekar en að láta Heiðu gera það. Það færi mun betur í fólk.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.8.2009 kl. 01:56
Lísa: Færi mun betur í fólk? Hvaða fólk? Þig og Gunna? Ég hef ekki séð marga í kvöld láta þetta fara illa í sig, þ.e. að bréfið birtist.
Myndir þú ganga til fólks og leiðrétta það vinsamlega ef það væri að dylgja um geðheilsu þína? Þá ert þú Jesú Kristur endurborinn ekkert minna.
Þetta er svona eins og þegar manni er sagt upp í sambandi og til að halda andlitinu þá segir fólk, það er ekki að þú sagðir mér upp heldur HVERNIG þú gerðir það.
Ésús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 01:59
Láta Heiðu gera það?
Ég bað hann um leyfi til að birta það. Hvorki Þráinn né annað fólk lætur mig gera eitt eða neitt.
Margréti var beðin um að tala við Þráinn sjálf og ganga frá þessu máli sem smá snefil af manndómi ...hún kaus að gera það ekki
Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 02:03
Fyrirgefðu, gleymdi að svara spurningunni. Jú, elliglöp og byrjandi Alzheimer er stórmál. Dylgjur eru það líka. En fæstir eru dæmdir sjúklingar út frá vangaveltum fólks - slíkt þarf að staðfesta. Það er ekkert einfaldara en að afsanna þessa leiðu kenningu og halda áfram sínu striki. Það er hinsvegar ekki sérlega smekklegt að notfæra sér þessi mistök tveggja einstaklinga til að reyna að grafa flokkinn sinn endanlega.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.8.2009 kl. 02:04
Takk Jenný mín þó viti samt ekki alveg í hvaða hóp velkomin ,-o Hef alltaf (og meira segja held enn) skilgreint mig sem Krata (vinstra megin við miðju í velferðarmálum en hægra megin við miðju í viðskiptum) en það er víst stefna sem hvarf fyrir einhverjum árum. Svo þegar kosið á síðustu árum þá kosið Samfylkinguna, var alltaf svolítið hrifin af Ingibjörgu (sem var skörungur í pólitík eins og Jón Baldvin og Davíð - menn mega eiga það sem þeir eiga - sem og Steingrímur).
En í síðustu kosningum fannst mér Samfylkingin ekki geta "representað" mínar skoðanir, urðu að bera sína ábyrgð. En var samt mjög ánægð að hafa Jóhönnu í forsvari, því á þeim tíma var held ég engin augljós Íslendingur sem þjóðin gat sameinast um betur, eða treyst betur. Ég hins vegar kaus VG í fyrsta sinn síðast og er mjög sátt við það val, mér finnst þeir, og þá er ég sennilega að tala um Steingrím, hafa staðið sig einstaklega vel.
Því það er auðvelt að synda með straumnum (eins og Sigmundur Davíð fílar, Bjarni Ben reynir en veit þó betur og hálf líður illa að vera að reyna þetta). Það þarf svo sannarlega kjark og þor að vakna á hverjum morgni og horfast í augu við "fúla" þjóð sem skilur sennilega ekki hvað henni er fyrir bestu. Hörðustu andstæðingar VINSTRI STJÓRNA gagnrýna að þau geri hvað sem er fyrir völdin.... tell me another one.... why the fokk væru þau af því (leyfi mér þetta orðbragð af því á síðunni þinni og fólk séð annað eins ;-)? En í alvöru.... eru þau af þessu af því svo "kúl" að vera í forsvari fyrir Ísland á erlendri grund (hmmm, sennilega ekki.....), af því launin svo brjálæðislega góð (hmmm, kannski ekki slæm per se en kannski ekki til þess fallinn að vera 24/7 í vinnunni og liggja undir "hunda og manna" fótum þess á milli), af því þjóðin er svo þakklát (hmmm, tell me another one!!!)
Ég kaus semsagt ekki Borgarahreyfinguna síðast, en hafði smá móral yfir því. Því eins og fleiri vildi breytingar, vildi 4 flokkana í burtu en því miður fannst mér Borgarahreyfingin ekki líkleg til að bjóða upp á neitt sem virtist "sustainable" og þar af leiðandi kaus þau ekki - og virðist svo sannarlega eins og hafi haft rétt fyrir mér. En átti samt ekki von á að myndu ekki endast fram á haustið :-ooooo May they rest in peace, eins og sagt er, þau eru búin að valda svo miklu miklu miklu meiri skaða en gagni á sinni stuttu þingsetu. Þetta er kannski ágætis tækifæri til að fækka þingmönnum í 59 ?
Ég segi alla vega fyrir mitt leyti að mjög sátt við að hafa kosið VG, mér finnst þau, og ekki síst Steingrímur, hafa staðið sig einstaklega vel undir gríðarlega erfiðum aðstæðum. Ég hef líka á tilfinningunni að samstarfið á milli flokkana, og verkaskipting, sé góð. Jóhanna hefur kannski valdið einhverjum vonbrigðum fyrir að vera ekki að "tjá sig / mala" út í eitt, en hún hefur góða stjórn á sínu fólki, og m.v. erfiðustu aðstæður "ever" ótrúlega góða stjórn á sinni ríkisstjórn. Mér finnst Jóhanna hafa sannað sig sem stjórnandi, kannski ekki leiðtogi, en það er ekki eins og um að við eigum um marga óspillta valkosti að ræða. Hmmmm, góður stjórnandi, góður leiðtogi, óspilltur..... OG SVARIÐ ER??????
ASE (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 02:04
Lísa mér finnst þú ekki alveg vera með á nótunum hér.
Þetta mál er bara ekkert öðruvísi en mál Bjarna Harðar í fyrra. Eini munurinn er að þá var aðilinn sem uppljóstraði vitleysunni fjölmiðill og Bjarni sagði af sér í kjölfarið.
Þórður Möller (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 02:08
Ef þú vilt niðurlægja og/eða eyðileggja mannorð einhvers,
þá hreytirðu ekki í hann fúkyrðum.
Nei,
Árangursríkast er að
1) bera á hann einhvern sjúkdóm og að hann eigi bágt.
2) Lýsa svo yfir þinni vorkunn og umhyggju.
Páll Blöndal, 14.8.2009 kl. 02:10
... en ef þú sendir það óvart með fjöldapósti og lekur því
á netið, þá virkar atlagan sem boomerang.
Þráinn vann fullnaðarsigur.
Páll Blöndal, 14.8.2009 kl. 02:14
ASE: Ég átti í mikilli innri baráttu með hvort ég ætti að kjósa VG eða BH. Kaus VG.
Núna er ég fegin því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 02:17
Ég get ekki ímyndað mér að Þráni líði sem sigurvegara Páll. Ég reyndar veit að hann er algjörlega miður sín yfir þessum ósköpum...eðlilega. Þvílíkt óþverrabragð hefur ekki sést lengi
Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 02:18
Fyrirgefðu Páll Blöndal - er þetta einkabarátta Þráins? Vill hann sinn eigin þingflokk norður og niður? Er honum sama um alla sem kusu þessa fjóra aðila á þing?
Aðilar innan flokks geta haft ólíkar skoðanir á málum - sjáum bara Vinstri græna sem eru búnir að kúvenda sumir en aðrir ekki. Svo virðist vera sem hér fari einn maður innan þingflokks í einkastríð af því hinir flokksmeðlimir eru ekki sammála. Er það gert fyrir okkur borgarana? Af hverju er verið að grafa annars góðan flokk. Hér er enginn sigurvegari - heldur tap allra sem trúðu og jafnvel trúa enn á þennan flokk.
Fyrirgefðu - svo ber maður ekki sjúkdóm á fólk. Það eru bara asnar sem myndu virkilega dæma mannin sjúkan útfrá svona einkapósti.
Mér finnst persónulega öll þessi umræða miklu sjúkari en þessi póstur sem segir akkúrat ekki neitt um heilbrigði ÞB eða óheilbrigði. Þetta eru fjárans vangaveltur tveggja einstaklinga - ekki sjúkdómsgreining, upplogin sjúkdómsgreining eða tilraun til að sjúkdómsvæða einn eða neinn.
Dísús hvað allir halda að allir lepji allt upp sem sagt er í póstum. Bjarni Harðar var þó að senda frá sér staðreyndir! Þetta eru vangaveltur. Þ.e. er þið skiljið það orð.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.8.2009 kl. 02:26
Heiða, já Þráinn er örugglega miður sín yfir því hvernig komið er fyrir hreyfingunni. En svona lásí trikk ganga ekki.
Ég kaus ekki BH en var mjög ánægður með þetta framtak.
Á ágætis kunningja innan BH.
Það er bara dapurt að horfa upp á svona lagað.
Páll Blöndal, 14.8.2009 kl. 02:26
Lísa, af hveju heldurðu að þetta sé einkabarátta Þráins?
Margrét klúðraði bara bigtime.
Hagaði sér eins og versta slúðurkerling og stóð í hreinu einelti.
Ekkert flóknara.
Hver var aftur að tala um einelti á vinnustaðnum Alþingi?
Páll Blöndal, 14.8.2009 kl. 02:30
Páll - það var nú bara út frá þínum orðum "Þráinn vann fullnaðarsigur" sem varð til þess að þetta leit út sem einkabarátta.
Annar er ég farin að halla mér. Mér finnst leitt að sjá Búsáhaldabyltinguna éta börnin sín í beinni.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.8.2009 kl. 02:41
Lísa, já en ég var ekkert að taka neina afstöðu með eða á
móti Þráni.
gn
Reyndu svo að hugga Gunna.
Páll Blöndal, 14.8.2009 kl. 02:52
Hjálpi mér hvað þetta er allt ruglað!
Ef ég hefði sannarlega áhyggjur af heilsu eða ástandi einhvers mér tengdum - fjölskyldulega séð eða vinalega séð eða af vinnufélaga - Þá fer ég ~MILLILIÐALAUST~ til þess aðila og sýni HONUM/HENNI umhyggju mína beint, en ekki á bakvið tjöldin eins og kattarræfill í kringum heitan graut...
Margrét Tryggvadóttir sá sjálf - ein og óstudd - um að dreyfa þessum rætnu skrifum sínum um allt og getur því sjálfri sér um kennt hvar "áhyggjur og umhyggjusemi(mæ ass)" hennar lendir og birtist!
Burt með hana segi ég bara .. senda hana bara undir væng Davíðs þar sem svona rætni á best heima - í föðurhúsunum.
Mér finnst engu máli skipta hvað var í bréfinu, né hver kom með það uppá yfirborðið fyrstur - það er hin ljóta hugsun á bakvið innihaldið sem mér finnst standa uppúr og guði sé lof fyrir örvhenta puttann á Margréti sem sýndi okkur nú hennar innri mann - í upphafi "ferils" hennar í stjórmálunum. Ömurlegt hefði verið ef þetta hefði haldið áfram á bakvið tjöldin og engin fengið að vita hvaða ófreskju bréfritari hafi að fela...
Kveðja.. Tiger.
Tiger (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 03:16
ég hef rætt við fólk og lýst yfir áhyggjum mínum af vini eða kunningja.. hvort sem það er í gegnum síma eða e-mail.
Maður getur skilið það.
En einhvernvegin finnst mér að Þráinn og stuðningsmenn hans séu að nota þetta sem vopn gegn þremenningunum .. finnst það hálf grátlegt eitthvað. Þráinn hefur sagt opinberlega (hann tjáir sig ekki við samþingmenn sína öðruvísi) að hann vill að þau kalli sína varamenn inn.
Mér finnst skrítið að þau fjögur geti ekki bara leyst sín ágreininsmál og farið að vinna fyrir fólkið í landinu. Svona einkastríð eiga ekki við hjá hópi fólks sem á að vera að vinna fyrir hag annara, þegar landið er í mestu hremmingum íslandssögunnar.
Virkilega dapurlegt mál.
ThoR-E, 14.8.2009 kl. 04:08
Bréfið hefur verið birt og það er innihald þess sem skiptir máli en ekki hver af þeim sem fékk bréfið sagði öðrum frá fyrst.
Mér brá þegar ég sá þennan póst. Ég skil ekki og mun aldrei skilja hvað fær fólk til að halda í sjálfumgleði sinni og/eða rætni að það geti sjúkdómsgreint þá sem ekki eru sammála þeim. Auðvitað eru slíkar sjúkdómsgreiningar leikmanna ávallt á sviði andlegra vandamála. Engum dettur í hug að segja : "Heyrðu það er nú ekkert að marka þig! Fékkstu ekki krabbamein fyrir 5 árum?" - "Ertu nú viss um að þú hafir heilsu í þetta? Ertu ekki með gangráð?"
Það eru mikil vonbrigði að sjá að árið 2009 séu enn svona miklir fordómar og vanþekking á geðrænum vandamálum og að það sé enn lenska að bera geðveiki upp á andstæðinga sína og enn meiri vonbrigði að slíkt skuli falla í frjóan jarðveg almennings.
Mér er svoleiðis andskotans sama hvað hefur gerst í æsku Þráins og gengið á í lífi hans hingað til - það er hvað og hver hann er í dag sem skiptir máli! Þetta er það lágkúrulegasta sem ég hef séð lengi.
Þið sem hafið engar málefnalegar forsendur fyrir því að gagnrýna fólk og störf þess haldið frekar kjafti en að opinbera heimsku ykkar og fordóma fyrir alþjóð! Að fólk skuli ekki skammast sín fyrir rætnina og virðingarleysið fyrir Þráni og já einnig öllum þeim sem hafa þjáðst af þeim sjúkdómum sem Margrét greinir svo faglega í tölvupóstinum.
Lísa: Þú segir: "Þráinn er sérstakur maður, það vita það flestir þar sem hann er frekar þjóðþekkt persóna. Þetta bréf ber ekki vott um illsku, heldur grun um að eitthvað bjáti á. Hann hefur sjálfur sagt frá sinni bernsku, þunglyndi og öðru. " Svo segirðu seinna: "Fyrirgefðu - svo ber maður ekki sjúkdóm á fólk. Það eru bara asnar sem myndu virkilega dæma mannin sjúkan útfrá svona einkapósti. " og líka :"Maður hefur nú nokkurn tíma í gegnum ævina fengið einhverja "áhyggjupósta" um einhverja. Sem voru bara það sem þeir voru. Hver erum við til að dæma þarna á milli? Það er mín afstaða."
Ert þú þá ein af þeim sem náðir að dæma hann út frá póstinum eða var það bara ævisaga hans sem var nóg fyrir þig eða ertu ekki að dæma hann? Skil ekki hvaða máli skiptir hvað hann hefur sagt um lífshlaup sitt?
Dúa, 14.8.2009 kl. 10:11
Takk Dúa, þú segir þetta eins og ég vildi segja það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 10:25
Það er ekkert að því að vera þunglyndur - og það kom fram að einhver hafði áhyggjur af því í byrjun sumars "en það virtist brá af honum". OK - þessvegna segi ég að það væri svosem engin ný tíðindi að hann (og reyndar hálf þjóðin) þjáist stundum af þunglyndi.
Alzheimer er allt annað. Skil ekki að:
1. nokkrum detti til hugar að taka mark á svona vangaveltum tveggja einstaklinga.
2. líkja Alzheimer við geiðveilu á nokkurn hátt
Thats all folks
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.8.2009 kl. 10:52
Enginn sem heldur því fram að það sé neitt að því að þjást af þunglyndi frekar en öðrum sjúkdómum. Málið snýst um að klína sjúkdómum á fólk og því miður eru enn til staðar það miklir fordómar gagnvart þunglyndi að fólk er dæmt óhæft til að gera hitt og þetta vegna þess. Bréfið felur í sér að nota ríkjandi fordóma gagnvart sjúkdómi gegn manni sem ég veit ekki til að hafi þann sjúkdóm en bréfritari virðist hafa einhverja læknis- eða miðilshæfileika auk títtnefndrar "umhyggju".
Dúa, 14.8.2009 kl. 12:23
Dúa: Rétt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 12:42
Kæru vinkonur Dúa og Jenný - þetta er komið út í orðaleiki. Ég skal reyna að "tala" skýrar. Þunglyndi er slæmt. Það vita allir, en það eru fjölmargir sem þjást af þunglyndi og vinna á því. Mjög gott og heiðvirt fólk.
Þráinn hefur þjáðst af þunglyndi, og því greindi hann frá sjálfur. Enginn bar það uppá hann. Það gerir hann ekki betri eða verri en hvern annan.
Síðan virðist sem fólk lesi sitthvað úr þessu bréfi, ég eitt og þið annað. Það er vegna þess að fólk sér ekki sömu fleti á hlutunum. Ég þarf ekki að útskýra það frekar að ég sé ekki sama flöt og þið á þessu bréfi - það dæmir jú hver fyrir sig.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.8.2009 kl. 13:14
Það sem fram kemur í bréfinu og hvernig það er fram sett er hreinlega klassískt dæmi um það hvernig ætlaður geðsjúkdómur er notaður til að gera viðkomandi á einhvern hátt tortrygilegan. Það er alveg augljóst að þarna er ekki allt í lagi að vera þunglyndur heldur einmitt að vandræði hljótist af því. Auk þess er alzheimer skilgreindur meðfram sem geðsjúkdómur þó hann eigi sér algerlega organískar orsakir. Dúa hittir naglann á höfuðið í sínu síðasta innleggi. En það er sorglegt að lesa orðræðu Lísu Bjarkar í þessu máli.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.8.2009 kl. 17:49
Sigurður: Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.