Leita í fréttum mbl.is

Hæ honní við erum skilin - sorry

Ég elska alla þessa nýju tækni sem við höfum aðgang að og teljum orðið sem sjálfsagðan hlut.

Kommon, í æsku minni var einn sími og ef enginn var heima þá náði maður ekki í viðkomandi.  Enginn farsími, ekkert vesen.

Sem var auðvitað bölvað vesen.

Farsímar, net og allur þessi tæknipakki gerir lífið auðveldara og skemmtilegra.

En allir hlutir hafa bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar.

Ég hef fylgst með því í kringum mig hvernig unga fólkið af netkynslóðinni notar sms til samskipta þannig að ég hef stundum misst hökuna niður á hné af undrun.

Það þykir ekkert tiltökumál að leysa hvað eina í mannlegum samskiptum með sms.

Byrja saman, hætta saman, tilkynna vondar og góðar fréttir í textaskilaboðum eða á Snjáldurskinnu.

Ég hef stundum rætt það við fólk að þetta hamli félagsfærni þeirra sem hafa tekið tæknina í þjónustu sína að því marki að venjuleg samtöl eru ekki inni í myndinni.

En...

Það fer um mig hrollur þegar ég les um að lögfræðingur Borghildar Guðmundsdóttur sendi henni smáskilaboð um niðurstöðu Hæstaréttar í máli hennar.

Er ekki lengur hægt að lyfta síma?

Lögfræðingurinn var í fríi og sagðist ekki getað talað við hana.

En ef það er hægt að skrifa skilaboð þá er hægt að hringja eitt símtal.

Það er ekki eins og hann hafi verið að tilkynna um smámál eins og að mjólkin væri búin í ísskápnum.

Er ekki hægt að gera þá kröfu til fullorðins fólks að það sýni lágmarksvirðingu í samskiptum?

Lögfræðingar t.d. eru á háum launum, hvernig væri að vinna fyrir þeim og sýna fagmennsku í starfi?

Svo ætla ég rétt að vona að Borghildur fái aðstoð við að leysa mál sitt og barnanna.

Án þess að vera rekin úr landi með börnin.

Arg.

Facebookatriðið í áramótaskaupinu er kannski ekkert svo langt frá raunveruleikanum.


mbl.is Fékk sms: Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hva... maðurinn er nú í sumarfríi! Hann getur ekki verið að eyða sínum dýrmæta tíma í einhverjar einstæðar kjéddlingar úti í bæ!! Hún hefur ábyggilega ekki borgað honum svo mikið fyrir......

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Ruth

Ég fékk líka svona sms frá Sveini Andra þegar hann var réttargæslumaður minn .....

Ég brottnaði alveg niður og vildi ekki lifa..... svo var engin leið að ná sambandi við hann og fá nánari skýringu á dómnum .

Hann svaraði hvorki síma né maili....

Sótti  ekki um hjá bótanefnd til að rjúfa fyrningafrestinn heldur...

Þessi vinnubrögð hjá honum eru til skammar

Ruth, 12.8.2009 kl. 12:15

3 identicon

ég þekki líka til þess að stelpa sem að hann var réttargæslumaður fyrir fékk fréttir um dóminn í fréttatíma rásar 2 en ekki frá svein andra, hann sendi e-mail næsta dag!

Kristjana (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 12:32

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Stjörnulögfræðingurinn Sveinn Andri" eins og Séð og heyrt segir

Hann fær eflaust meira upp úr því að verja d..innflytjendur

Sigrún Jónsdóttir, 12.8.2009 kl. 12:36

5 identicon

Ef að hægt er að taka upp síma til að senda SMS þá ætti að vera hægt að taka upp símann til að tala.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 13:19

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þurfi téður lögfræðingur eitthvert sinn að tilkynna ættingjum sínum um andlát í fjölskyldunni, mun það líklega hljóma eitthvað í þessa veru: „amma gamla er dauð. sorry“

Brjánn Guðjónsson, 12.8.2009 kl. 13:49

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já svona stórir kallar fá mann nú aldeilis til að kikna í hnjáliðunum........... gubb!

Soffía Valdimarsdóttir, 12.8.2009 kl. 14:01

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ófyrirgefanleg framkoma, og vona ég innilega að þessi unga kona fái hjálp til að halda sínum drengjum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2009 kl. 15:38

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Nærgætni hans er stórkostleg ... þvílíkur dónaskapur, maður veit núna hvert maður á ekki að leita eftir lögfræðingi

Sævar Einarsson, 12.8.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband