Leita í fréttum mbl.is

Nýja línan á Íslandi - Sharíalög?

Mál þessarar konu og barnanna hennar hefur haldið fyrir mér vöku í nótt.

Allt í lagi með það, ég get alltaf sofið.

Það sem fer fyrir brjóstið á mér og það illilega er að íslenskur dómstóll skuli úrskurða börnin úr landi og móðurina í leiðinni.

Konan er Íslendingur.

Ég veit ekkert um aðdraganda málsins fyrir utan það sem hægt er að lesa í fréttum.

En þegar fólk er rekið úr landi út á guð og gaddinn og hótað með Interpól og bandarísku lögreglunni ella þá er komið að því að stinga niður fæti.

Konan á enga peninga til að reka forræðismál fyrir bandarískum dómsstólum.

Hún hefur ekki einu sinni dvalar- eða atvinnuleyfi í Bandaríkjunum en samkvæmt íslenskum dómstólum skal hún samt fara, hvað sem það kostar.

Ég vissi svo sem að við konur höfum ekki riðið feitum hesti frá viðskiptum okkar við íslenska dómstóla en þetta er kornið sem fyllir mælirinn.

Hefur engum dottið í hug svona barnanna vegna að reyna aðra og sársaukaminni leið til að ná niðurstöðu milli foreldranna.

Svo drengirnir geti notið samveru við báða foreldra án þess að það þurfi að rífa þá nauðuga frá heimili sínu til annars lands upp á von og óvon?

Hildur Helga líkir þessum gjörningi við Sharialög.

Ég er henni sammála.

Hver verður rekinn næst?

Viðtalið við Borghildi Guðmundsdóttur í Kastljósi.


mbl.is Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek í fljótheitum undir þetta oh það heilshugar, er ekki að skilja svona lagað (Lög)

Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2009 kl. 08:43

2 Smámynd: Stefán Gunnar

Með fullri virðingu fyrir henni en er það ekki rétt skilið hjá mér að konan rændi börnum sínum og stakk af til Íslands?  Eitthvað held ég að Íslendingar myndu segja ef erlend kona myndi ræna 2 börnum og flýja frá íslenskum manni.  Ef maðurinn er í lagi sem við skulum nú vona að sé í þessu tilfelli þá hljóta börnin að eiga rétt á að þekkja föður sinn sem mér sýnist ekki hafa verið ætlun móður.

 Ég vona svo sannarlega að hún finni út úr þessu svo að börnin verði hjá móður eins mikið og hægt er en bara að benda á að rétt feðra og að það sé ekki í lagi að ræna börnum frá öðru foreldri.

Stefán Gunnar, 11.8.2009 kl. 08:52

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Finn til með konunni en tek ekki afstöðu, finnst einhvern vegin það vera tvær hliðar á málinu.  Annrs bara góð í dag er þaggi?

Ía Jóhannsdóttir, 11.8.2009 kl. 09:14

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvenær "ræna" konur börnum sínum frá umhyggjusömum og ástríkum feðrum ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 09:18

5 identicon

Þegar þær eru í frekjukasti og hefndarhug, fjölmargir feður þurfa að líða fyrir nákvæmlega slíkt á hverjum degi.

Gulli (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:42

6 identicon

Verð að viðurkenna að stundum finnst mér vér við Íslendingar oft vera ansi fljót að taka afstöðu til mála.  Geri ráð fyrir að flest okkar þekkjum ekkert til þessara konu né hennar manns, eina sem við höfum til að taka afstöðu út frá er þetta eina viðtal, sem aðeins tekur á einni hlið málsins.  Ég segi eins og Ía, er ekki líklegt að fleiri en ein hlið á málinu?  Er það ekki alltaf?

Hildur Helga hlýtur hins vegar að þekkja persónulega til þessara einstaklinga fyrst treystir sér að kalla manninn "geðveikum fyrrum Írarkshermanni"???

Okkur Íslendingum hættir líka til að taka alltaf afstöðu með okkar fólki.  Því er þetta ekki svipað mál og mál Sophiu Hansen um árið, nema núna hafa hlutverkin snúist við?  Sem og afstaða okkar?

Þetta sorglega litla mál minnir mig á annað sorglegt stærra mál, þ.e. Icesave.  Þar virðast margir líka hafa komist að sinni niðurstöðu áður en nægar upplýsingar komnar fram til að móta sér almennilega skoðun á jafn flóknu máli.  Og náttúrulega afstaðan mjög lituð af okkar sjónarmiðum, getum ekki sett okkur í spor annarra frekar en oft áður.

Ps. ekki misskilja mig, tek undir að mjög sorglegt mál, eins og forræðisdeilur eru alltaf.  Að sama skapi líka persónulegt mál sem væri best leyst á milli viðkomandi einstaklinga með hagsmuni barnana að leiðarljósi.  Því þegar upp er staðið er það foreldrana ábyrgð að setja hagsmuni sinna barna í forgang, ekki ríksins.  Það á að passa upp á hagsmuni allra barna.  Það fer því miður ekki alltaf saman og stundum þarf ríkið að framfylgja lögum, eins og sýnist hafa verið að gera hérna!

ASE (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:50

7 identicon

Ps. Með fullri virðingu, hvað eigið þið eiginlega með vísanir í Sharialög???  Get ekki alveg séð samhengið, nema hafi fullkomlega misskilið málið.  Svona "stórkarlalega" yfirlýsingar finnst mér ekki styðja málstað umræddrar konu, sem geri ráð fyrir að þið viljið gera af heilum hug. 

ASE (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:54

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Róleg gott fólk.

Ég tek ekki afstöðu til þessa máls nema að því leytinu til að ég hafna því að Íslendingar séu lóðsaðir úr landi.

Ég veit ekkert um málið annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum og það nægir mér til að taka þá afstöðu sem ég geri í færslunni.

Ég legg ekkert mat á hæfni foreldrana, hef einfaldlega ekki forsendur til þess.

Konan "rændi" ekki börnunum sínum, hvernig er það hægt, drengirnir bjuggu hjá henni.

Hún fór með þá til Íslands og pabbinn var ekki hress með það, en að kalla það rán er vel í lagt.

Þetta er skelfilegt mál fyrir börnin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2009 kl. 10:02

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Halim Al er vissulega mikill píslarvottur íslensku þjóðarinnar. Ekki nema ýtrasta sanngirni að vitna til hans þegar slík mál eru annars vegar.

Hver vill ekki láta ræna tveimur barnungum dætrum sínum, halda þeim í einangrun fram á fermingaraldur og selja þær síðan hálfáttræðum körlum fyrir nokkrar geitur ?

Þar var einmitt tyrkneska ríkið að framfylgja lögum -sem umburðarlyndir Íslendingar á borð við "ASE" báru ótakmarkaða virðingu fyrir.

Hvað var þessi Soffía alltaf að delera þarna í Tyrklandi. Hafði hún engan skilning á réttindum föðurins ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 10:02

10 identicon

Ég tek undir það að þessi dómur er stórundarlegur ef við lesum stjórnarskrána, þar sem skýrt er tekið fram að ekki megi vísa íslenskum ríkisborgara úr landi.

. Hitt er svo annað mál að hún braut af sér með því að rjúka með börnin til Íslands og svifti þar með föðurinn umgegni. En það er í sjáfu sér ekkert meira en er að gerast hér heima, konur komast endalaust upp með það að brjóta umgengisúrskurði  af hefnigirni einni saman eða hvaða hvatir sem það eru sem liggja þar að baki. Munurinn á þessu máli er sá að hún virðist ekki eiga að komast upp með sína framkomu og er það vel. 

(IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 10:14

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meira hvað fólki er tamt að tala um hefnigirni kvenna þegar börnin þeirra eru annars vegar.

Eins og það sé heilagur sannleikur að meirihluti kvenna níðist á feðrum barna sinna með þessum hætti.

Auðvitað er allt til og vondar konur þar með, en að láta eins og þetta sé algengt "hefndarúrræði" er ekkert annað en helvítis kjaftæði.
Það er svona jafn sanngjarnt og að halda því fram að meirihluti feðra hafi engan áhuga á börnum sínum eftir skilnað.

Það er vissulega til líka en það er svo sannarlega engin regla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2009 kl. 10:26

12 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Alveg rétt athugað hjá Sigurlaugu.

Hún kemst ekki upp með það af því að bandarískur dómstóll fjallar um málið. Þar með á málið heima í bandaríkunum. Þess vegna þarf hún að mæta þar. þar kemst fólk ekki upp með svona !

Svo einfalt er það !

Hitt er svo allt annað mál,  hvernig hún fór með börnin til landsins, Hvort það sé réttlátt að hún verði að fara þangað og jafnvel skilja þau eftir. það fer nottla eftir lögum þess lands sem um ræðir.

Íslenskar konur VERÐA að muna, að giftist þær erlendum mönnum og eignist börn með þeim og búi erlendis, þá gilda íslensk lög EKKI.

Skiptir þá engu máli hversu sárt það er og hversu erfitt það er. Eins og margir hafa kommentað, Við yrðum brjáluð ef þetta væri á hinn vegin.

Birgir Örn Guðjónsson, 11.8.2009 kl. 10:27

13 identicon

stefán, eins og ég las þetta þá hafði karlinn hætt öllum fjárstuðningi við hana og foreldrar hans hótað henni að þau ætluðu að fara í forræðisdeilu og ná af henni börnunum þar sem að þau ættu nógan pening og hefðu fengið sér þrusu-lögfræðing til þess, hún vissi að hún gæti ekki borgað lögfræðingi, né fengið gjafsókn og því gæti hún ekki barist við hann fyrir dómstólum erlendis, hefði hún því ákveðið að koma til íslands og vonaðist til að forræðismálið færi fyrir íslenska dómstóla( börnin eru líka Íslenskir Ríkisborgarar) - þar sem að hún gæti mögulega fengið einhverja vörn fyrir sig og börnin sín !!!

Legg til að við reynum að hjálpa þessarri konu frekar en að rakka hana niður, hún mun þurfa að fá fjárhagslegan, andlegan og pólitískan stuðning frá okkur Íslendingum til að komast í gegnum þetta skelfilega mál.

elín (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 10:53

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála þér Elín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2009 kl. 10:59

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það eru ekki lögin sem eru að þvælast fyrir í þessu máli sýnist mér... eiginlega frekar Sveinn Andri lögfræðingur.

Annars sé ég þetta eitthvað öðruvísi en t.d Hildur Helga. Mér finnst faðir barnanna hafa rétt til að sækja rétt sinn gagnvart börnunum sínum... þannig er réttur barnanna best tryggður

Heiða B. Heiðars, 11.8.2009 kl. 11:00

16 identicon

Jenný, það er ekki hægt að segja að íslenskir dómstólar séu að gera eitthvað illt.

Þeir eru eingöngu að framfylgja lögum.  Konan fór með börnin frá Bandaríkjunum án þess að hafa fengið fullt forræði yfir þeim og hver eru réttindi föðursins í því máli ?

Þessi kona á samt alla mína samúð því þetta er örugglega mjög erfið aðstaða sem hún er í.  Sérstaklega þar sem hún skyldi við mannin sinn og þá rennur út landvistarleyfi hennar þar.

Það sem þyrfti að gera er að koma af stað söfnun til að konan geti farið til bandaríkjana og farið með málið fyrir dómstóla þar því að eftir því sem mér skylst á málsgögnum eru börnin Bandarískir ríkisþegnar burt séð frá því hvort að konan skuli vera Íslendingur.

Ef að satt reynist sem konan heldur fram í fréttinni að faðirinn sé ekki heill á geði og aðbörnin vilji ekki vera hjá honum þá munu Bandarískir dómstólar dæma henni málið í hag.

Hennar mistök voru að fara með börnin í leyfisleysi frá landinu og það er því ekkert óeðlilegt að hún skuli vera skikkuð til að fara með þau til baka.  En hún verður að ganga frá málinu samkvæmt lögum og reglum hún getur ekki tekið einhliða geðþótta ákvörðun og ætlast til þess að íslenskir ( né einhverjir aðrir ) dómstólar taki því fagnandi hendi.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 11:47

17 identicon

Mikið er ég sammála þér Arnar Geir.

Mér þykir furðulegt hvað margir hér tala um að þetta séu börnin hennar, hún á þau ekki ein og þessvegna hefur farið barnanna jafn mikinn rétt og hún á að fá að sjá börnin sín.

Konan hefði átt að hugsa um þetta áður en hún fór með börnin úr landi. Held að lang flestir viti hvað gerist ef börnin eru "tekin" frá hinu foreldrinu og farið með þau í annað land. (eins og í þessu tilfelli)

Hún fær ekki vorkunn frá mér.

Sandra (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 13:53

18 identicon

Meira hvað fólki er tamt að tala um hefnigirni kvenna þegar börnin þeirra eru annars vegar.

Eins og það sé heilagur sannleikur að meirihluti kvenna níðist á feðrum barna sinna með þessum hætti.

Ef þú ert að tala til mín Jenný með þessum orðum þá sagði ég aldrei að meirihluti kvenna gerði það, ég sagði að konur kæmust endalaust upp með slíkt framferði og þar er mikill munur á.  Svo ekki gera mér upp eitthvað sem ég hef ekki sagt.

(IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 14:07

19 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Góðir Íslendingar, við stöndum ein. Í alþjóðasamfélaginu stöndum við ein... eða svo gott sem, þeir einu sem hafa sýnt okkur skilyrðislausa samstöðu eru vinir og okkar og frændur Færeyingar.

Við slíkar aðstæður getum við ekkert annað en staðið saman. Ég ætla ekki að gera mér upp samúð með þessum kynbróður mínum sem skyndilega, eftir 13 mánaða aðskilnað, mundi eftir því að hann átti börn einhversstaðar. Ég hvet okkur til þess að  standa vörð um þessa íslenzku fjölskyldu og segja bandarískum yfirvöldum og interpólum að hoppa upp í svartholið á sér ef þeir svo mikið sem kanna flugáætlanir til Íslands í þeim erindum að ræna íslenzkum börnum.

Nógu miklu ætla þessir andsk... útlendingar að hafa af okkur. Nú er nóg komið. Hingað og ekki lengra! Mannrán mega ekki líðast!

Emil Örn Kristjánsson, 11.8.2009 kl. 14:46

20 identicon

Mér finnst fréttin í Mbl.is  um þessa sorgarsögu rista skelfilega grunnt.Eins og oft áður finnst mér ég þurfa meiri upplýsingar til að mynda mér skoðun á því hvort íslensk yfirvöld hafi brugðist skyldum sínum gagnvart íslenskri (?) móður þessara bandarísku (?) barna.

Ég er farin að halda að ekki bara ég heldur við flest séum illa upplýst um skyldur okkar og réttindi almennt sem  íslenskir ríkisborgarar.

Agla (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 15:26

21 identicon

Ég vona að Íslendingar verði einhverntíman jafn duglegir að gæta réttinda feðra og er nú að gerast í þessu máli.

 Konum áÍslandi er dæmt forræðið jafnvel þó þær séu dópistar í neyslu og ef þær svo drepa sig á fíkniefnunum þá skilst mér að það sé búið eða eigi að setja lög sem gerir sambýlismann þeirra að löglegu foreldri barnanna.

Réttur feðra á Íslandi er nánast enginn !!

Fransman (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 21:19

22 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Fréttin er kannske þunn, en í henni var linkur í dóminn þar sem fram koma báðar hliðar og skýrir ýmislegt þó að ég eigi samt sem áður erfitt með að taka afstöðu eftir þann lestur þar sem ekki er auðvelt að vita hvað er satt af því sem aðilar halda fram.

Jón Bragi Sigurðsson, 11.8.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband