Leita í fréttum mbl.is

Þakklát viðkomandi lekanda

Ég er ótrúlega biluð oft á tíðum.

(Þess á milli er ég ekkert minna en friggings undrabarn bara svo við höldum því til haga).

Eins og t.d. núna þegar ég sveiflaði mér á vefinn til að lesa nýjustu fréttir.

"Kaupþingsleki hjá lögreglunni" las ég og dró samstundis þá ályktun að einhver hjá löggunni hefði lekið upplýsingunum á WikiLeak.

Ég ætla ekki að vera með neina hræsni og segjast skilja að það þurfi að rannsaka þennan leka og komast að því hver sá "seki" er einfaldlega vegna þess að hver sem lekandinn er, þá nefni ég hann í möntrum mínum af djúpu þakklæti og þó nokkurri virðingu.

Bankaleynd er nauðsynleg og í venjulegu árferði þá væru allir sammála um að það skipti öllu máli að rjúfa ekki slíka leynd.

En nú eru ekki venjulegir tímar.  Bankahrunið var manngert, þar réði ferðinni taumlaus græðgi og  botnlaust siðleysi margra manna sem höguðu sér eins og þeir ættu heiminn og skenktu því ekki þanka hvernig myndi fara ef allt myndi hrynja til grunna.

Nú stöndum við almenningur frammi fyrir því að þurfa að pikka upp nótuna.

Þess vegna fagna ég lekum úr lánabókum fyrir hrun.

Megi þeir verða sem flestir og megi löggan aldrei finna gerendurnar.

Þess óska ég hátt og í hljóði.

Og skammast mín ekki afturenda.

En aftur að upphaflegu ástæðunni fyrir þessari bloggfærslu.

Ég trúði því alveg að einhver úr löggunni hafi lekið.

Fíflið ég, af hverju ætti löggan að hafa einhver upplýsingar úr herbúðum bankana - frekar en ég sko.

Já, ég er bara að tala um almennu lögregluna.

Súmí - ég er vond kona og forstokkuð í þokkabót.


mbl.is Kaupþingsleki hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér og skil vel að þakklát fyrir "lekandann" ,-)

ASE (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er aldrei réttlætanlegt að verja glæpi, hverjir sem þeir eru.  Bankaleyndin gildir ekki gagnvart Fjármálaeftirlitinu og Sérstökum saksóknara, þannig að þeir sem eru að rannsaka bankaglæpina hafa allan þann aðgang að þessum gögnum, sem þeir þurfa.

Bendi á þetta blogg, frá í morgun, sem fjallar um firringuna og siðrofið, sem hætta er á að verði alger í þjóðfélaginu, ef fram fer sem horfir, með réttlætingu glæpaverkanna.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já við skulum biðja fyrir lekandanum - og því að lánabækur Landsbanka og Glitnis leki brátt líka!

Soffía Valdimarsdóttir, 10.8.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Aumingja löggan er alltaf grunuð um ýmiss konar misferli. Samsæriskenning Skorrdals meikar sens.

Helga Magnúsdóttir, 10.8.2009 kl. 18:59

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég hélt eins og þú að þetta væri samlíking, og nú væri búið að setja á netið hver það væri innan lögreglunnar, sem væri alltaf að senda nafnlaus bréf á fjölmiðla,  og segja frá leyndarmálum og óánægju lögreglumanna. 

 Og sá svo í Kastljósi (án tals) að lögreglan var mætt í viðtal, og hugsaði með mér,  að nú yrði sett fyrir lekann. -

En nei, mér skjátlaðist hrapalega.   Lekinn er enn óstöðvandi, svo þá  hlýtur að fara leka líka hjá Landsbankanum og Glitni.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2009 kl. 22:40

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Vondir strákar -og hugsanlega stelpur líka- að vera að leka svona...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.8.2009 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband