Leita í fréttum mbl.is

Hrollvekja

Það þarf svo sem engan vinnusálfræðing eða geðlæknir til að segja mér að Icesave-málið valdi gífurlegu þunglyndisálagi á þjóðina.

En það er ekki verra að það komi fram.

En varðandi Icesave þá hefur mig lengi grunað að andstaða gömlu valdaflokkana við málið sé vegna ótta þeirra við yfirvofandi uppljóstranir á því sem átti sér stað.

Með því að fella málið eru líkindi á að stjórnin springi.

Ég sannfærðist um þetta í gærkvöldi þegar ég sá Höskuld Þórhallsson þvertaka fyrir alla mögulega fyrirvara við samninginn.

Hann vill byrja upp á nýtt.

Svo sá ég þessa bloggfærslu hérna í gær og sá að ég er ekki sú eina sem hugsar á þennan hátt.

En ég fékk sting í hjartað þegar ég sá þetta.

Er nefnilega svo skíthrædd um að þetta sé málið.

Dásamleg tilhugsun eða þannig að fá íhald og framsókn aftur í valdastólanna.

Hrollvekjandi.

P.s. Rakst á þennan pistil Jóhanns Haukssonar á DV um málið.


mbl.is Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Það er nú það sem þjóðina vantar... að fá B og D aftur.  Þá fyrst getum við haldið áfram að sukka.

Svei!  Þér íslenska þjóð, sem kyssir vöndinn, óskar eftir meiru, og hefur þvílíkt gullfiskaminni að það hálfa væri nóg!

Reynið nú að henda þessum gömlu valdaklíkum í ruslið!  Nú er bara einfaldlega komið nóg!

Argh!

Einar Indriðason, 10.8.2009 kl. 08:28

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Er gul,  blá og marin nafna, hef reyndar viljað setja þetta Æsseif í þverpólitískan pott, og reynt að horfa fram hjá tíkinni, kennda við pólitík.

Trúi því (bláminn eða bjálfinn í mér) að heilindi í hugsun séu að baki en ekki eitthvert sjúkt helvítis pólitískt plott.  Það er orðin öskrandi nauðsyn á því að flykkja öllum í sama liðið, rífa upp andann, orkuna og fókusinn. 

Framsókn og íhald eiga ekkert erindi inn í stjórn á meðan meintir fjárglæframenn ganga lausir.  Þeir þurfa að gera upp fortíðina áður en þeir eiga möguleika í framtíðinni. 

Það er allt of mikið í húfi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.8.2009 kl. 08:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er algjörlega sammála því að Sjálfstæðismenn og Framsókn eiga ekki að koma nálægt því að stjórna landinu næstu 20 árin eða svo.  Málið er að Samfylkingin og hluti af Vinstri grænum eru alveg á sama meiði og þeir tveir flokkar.  Það eru þó nokkrir í VG sem maður getur bundið vonir við sem heiðarlegt fólk sem stendur með því sem það lofar og segir. 

En svo er spurningin hverjum getum við treyst til að fara með völdin í landinu.  Miðað við fyrri ríkisstjórnir og núverandi, þá er ljóst að þau ráða ekki við verkefnin. 

Þessi þjóð hreinlega kann ekki að bjarga sér.  Kýs alltaf sama liðið yfir sig aftur og aftur, alveg sama hvernig það hagar sér.

Eins og er færi því best á því að mynda utanþingsstjórn, ráða framkvæmdastjóra og stjórn með fólki sem hefur nægilega þekkingu reynslu og kjark til að taka á málunum.  Gefa pólitíkinni langt frí. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2009 kl. 09:14

4 identicon

Það er töluvert síðan fór að velta fyrir mér hlutum eins og Kristjana lýsir svo snilldarlega í Heita Pottinum.  Og þessi skoðun mín styrkst með hverjum deginum.  Ég er orðin hrædd, því virðist vera að virka.

Hvet alla sem sammála að dreifa pistlinum hennar Kristjönu sem víðast, slóðin er: http://bubot.blog.is/blog/bubot/entry/928063/ 

ASE (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 10:26

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Takk fyrir að vísa á þetta blogg Jenný.

Þessi kenning er MJÖG líkleg.

Full ástæða til þess að koma þessari pælingu til sem flestra.

hilmar jónsson, 10.8.2009 kl. 12:31

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já krakkar, látum þetta blogg berast sem víðast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2009 kl. 12:47

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir þetta Jenný Anna, ég held að Kristjana hafi þarna hitt naglann á höfuðið, því miður. - Og ég óttast að fólk láti leiða sig í blindni í,  að fella þessa stjórn, sem við höfum nú,  með því að taka undir með stjórnarandstöðunni,  kröfuna um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn.

Ég spyr:  Hver ætti að velja utanþingstjórn?

Og í Janúar fannst Framsóknarflokknum ekki hægt að mynda þjóðstjórn vegna missyndis í hinum flokkunum,  þegar formaðurinn Sigmundur Davíð vildi frekar verja minnihlutastjórn Steingríms og Jóhönnu fram að kosningum.   Þá get ég nú ekki ímyndað mér það gangi betur nú að hafa Þjóðstjórn starfandi, í ljósi síðustu vikna, og hversu auðveldlega gengur að ná samkomulagi á Þingi.

Við erum með lýðræðislega kjörna meirihlutastjórn.   Ef einhverjum er treystandi til að velta við öllum steinum, og hreinsa til í landinu, og leggja það á borð almennings,  þá er það núverandi ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu og Steingríms.

Gleymum því ekki að stjórnarandstaðan er skelfingu lostin og reynir allt til að koma þeim frá, áður en fleira er dregið fram í dagsljósið.  -

Það sem við ættum því að gera almenningur þessa lands,  er að sjá til þess,  að þessi "meirihluti" Steingrímur og Jóhanna &Co fái vinnufrið, svo þeim takist að klára að þrífa.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2986834

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.