Leita í fréttum mbl.is

Gó Þráinn

Ég er viss um að enginn stjórnmálamaður á Íslandi hefur fengið eins miklar skammir og Þráinn Bertelsson fær yfir sig nú um stundir.

Skammir er kannski ekki rétta orðið heldur eru þetta árásir og skítkast bæði á Eyju og Moggabloggi.

Þráinn er nefnilega í sérstakri stöðu.

Ég man ekki eftir neinum stjórnmálamanni sem hefur fengið viðlíka útreið og ÞB.

Og fyrir hvað?

Jú, fyrir að fylgja eftir stefnu þeirrar hreyfingar sem hann bauð sig fram fyrir.

Fyrir þá dæmalausu ósvífni að standa við kosningaloforðin.

Merkilegur fjandi.

Til að toppa svo þetta flippaða mál allt saman þá hafa þeir sem hæst hafa látið verið nánast búnir að innrita Þráinn í Samfylkinguna.

Af hverju?

Jú, maðurinn þekkir Össur Skarphéðinsson og er að kjafta við hann og fleiri úr Samfó í mötuneytinu.

Það hefur örugglega aldrei gerst á Íslandi áður.

Að menn séu í góðum fíling þvert á flokkslínur.

Nei, nei.

Nú hefur Þráinn tekið af allan vafa - hann er auðvitað ekki á leið úr sínum flokki.

Enda hvernig ætti fólki að detta það í hug?

Hann hefur staðið við loforð flokksins upp á punkt og prik.

Fyrr held ég að "sumir þrír" gangi í Sjálfstæðisflokkinn og það kæmi mér ekki á óvart.

Gó Þráinn.


mbl.is „Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sumir rekast verr meðal fólks en aðrir. Ef Þráinn væri stjórnmálaflokkur væri þetta í lagi. Eru hinir 3 þingmenn flokkins þá óalandi og óferjandi vitleysingar? Þau hafa fært góð rök fyrir því að hafa greitt atkvæði gegn ESB aðild. Þau hafa verið mjög dugleg að gæta hagsmuna okkar í ICESAVE umræðunni þar sem þögnin ein hefur ríkt hjá fýlupokanum. Má ég þá frekar biðja hr. Þráinn að víkja heldur en hin 3. Svo er hann með gífuryrði hægri vinstri og segir fyrr frjósa í helvíti heldur en að ganga í Samfylkinguna. Málið er bara að hann hagar sér blessaður alveg eins og hann væri í þeim flokki. Elskar ESB og þegir um ICESAVE.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.8.2009 kl. 15:17

2 Smámynd: Himmalingur

Drullupyttur einn er freistandi fyrir barn þitt að leika sér í. Þú segir ok, en ákveður síðan að kanna pyttinn nánar. Í ljós kemur að pytturinn er stórhættulegur barni þínu. Hvað gerir þú? Stendur við gefið loforð, eða skiptir um skoðun barni þínu til heilla?

Himmalingur, 9.8.2009 kl. 16:48

3 identicon

Æ er hann Þráinn ekki bara besservisser í öllu og kanski má þekkja þá sem éta með samspillingarmönnum á þeim sem þeir éta með.

En var það ekki líka stefna Borgarahreyfingarinnar að það væri siðlaust að þyggja tvöföld laun, bæði þingfarakaup og svo aðrar sporslur með.

Það þótti Þráni ekki sæmandi sér, enda vann hann hart fyrir því að fá smá dúsu fyrir að ganga í Framsóknarflokkinn, þó hann hafi svo viljað þvo sér af þeim flokki eins og Eva í denn af skítugu börnunum.

En ég er sammála því að það heyrist lítið til Þráins annað en skítkast út í þá sem eiga að vera félagar hans, enda eru þeir nú víst ekki í sama greindarflokki og hann karlinn blessaður.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 16:58

4 identicon

Eflaust manstu ekki eftir annari eins útreið og píslarvotturinn Þráinn hefur fengið í fangið, og sannarlega er þetta ómaklegur rógur.

Illt er þegar duglegur, ærlegur og afkastamikill stjórnmálamaður, sem sannarlega boðar breytt viðmið (nema þegar hallar að hans hlunnindum) lendir fyrir svörtum tungum.

Ég, aftur á móti man ekki eftir jafn soralegri umfjöllun, af hendi stjórnmálamanns, í garð flokksfélaga sinna eins og Þráinn hefur látið hafa eftir sér (reyndar er ég frekar ungur að árum).

Allir fífl nema þeir sjálfir, er kveðjan sem Þráinn (lík-þráinn vill ég kalla hann) sendir félögum sínum í borgarahreyfingunni í gegnum fjölmiðla.

En það ætti að vera flestum ljóst, að sá stuðningur sem Þráinn fær úr herbúðum vinstri flokkanna er ekki stuðningur sem veittur er af kærleika einum saman

runar (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:23

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hjartanlega sammála!

Þráinn er sá eini sem stóð í lappirnar og lét ekki glepjast af póltískum hrossakuapum sem virðast hafa boðist. Hann stendur við kosningaloforðin. 

Verð "hin þrjú" ekki færð um set eða færi sig sjálf hverts em þau kjósa að fara - þá bætist Borgarahreynfinginn í hóp allra hinna  "einna kosninga flokksframboðanna" í sögunni.

Marta B Helgadóttir, 9.8.2009 kl. 18:25

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Þráinn rules...

hilmar jónsson, 9.8.2009 kl. 18:47

7 identicon

Takk fyrir þetta blogg, Jenny Anna. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi ánægju af því að láta nafnlausan netskríl hella yfir migsvívirðingum og lygum úr hlandfor síns myrka hugar. Og að sama skapi eru vinsamleg orð vel þegin.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 19:50

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hef trú á Þráni, kann vel við að hann lét ekki stjórnast af tilfinningarlegu uppnámi flokksfélaga sinna. Sá eini af þessum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem ég vil sjá halda áfram, hann þarf bara að finna sér nýjan flokk.

Kolbrún Baldursdóttir, 9.8.2009 kl. 19:51

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góður pistill Jenný!

Ía Jóhannsdóttir, 9.8.2009 kl. 20:56

10 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Takk fyrir að benda á hið augljósa Jenný.

Lilja Skaftadóttir, 9.8.2009 kl. 22:39

11 identicon

Það fór nú meira í pirrurnar á mér þegar ég sá Össur uppí World Class spjalla við Björgúlf yngri fyrir 2 mánuðum einsog þeir væru bestu félagar, leggjandi hönd á öxl á Bjögga litla og skellihlæjandi.. einsog þeir væru að hlæja af brandara úr síðasta saumaklúbbi nema klúbburinn er að ganga af landi og þjóð dauðri. Þá var einkennilegt að horfa í kring um sig og sjá fólkið stara og hvernig reiðin skein í augunum á fólkinu sem er að tapa öllu sínu og löggan og glæpamaðurinn standa fyrir framan það einsog þetta sé allt einn stór brandari.

Kristinn Þór Jónasson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 07:52

12 identicon

Ég tala hér um Össur afþví umræðan er að Þráinn hafi sést spjalla við Samfylkingarfólk og fólk sé að gera ráð fyrir því að Þráinn fari þá í samfylkinguna.

Kristinn Þór Jónasson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 07:56

13 identicon

Þetta eru leiðinda útúrsnúningar hjá þér.

Velur þær staðreyndir sem henta, en lítur fram hjá öðrum.

Lýgi er lýgi, jafnvel þótt hún sé svokölluð "hvít lýgi".

Þráinn er ekki gagnrýndur fyrir að standa við orð sín og kjósa með ESB umsókn, langt í frá.

Þráinn er gagnrýndur fyrir að vera SJÁLFUR með skítkast út í kollega sína í hreyfingunni.

Hann hefur krafist þess opinberlega að þau segi ÖLL af sér og kalli inn varamenn.

Hann neytar að ræða málin við sitt fólk, segir að það sé ekki orðum í þau eyðandi.

Hann hefur margsinnis verið boðið að koma og ræða málin, en hann kærir sig ekkert um það.

Hann hagar sér eins og forstpilltur smákrakki maðurinn.

Deila um kosningu ESB aðildar er eitt, en svona framkoma er allt annað.

Ég hef ekki orðið var vð það að nokkur maður í Borgarahreyfingunni hafi sýnt Þráni svona óvirðingu og dónaskap eins og hann hefur sýnt félögum sínum í fjölmiðlum.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 08:01

14 Smámynd: Billi bilaði

Ekki er ég nafnlaus, Þráinn, og hlandfor myrks huga máttu eiga sjálfur.

Ég hef stutt ykkur alla þingmenn Borgarahreyfingarinnar í öllum þeim ákvörðunum sem þið hafið tekið inni á þingi. Það, hins vegar, að þú teljir þig vera stærri en allir hinir þingmenn hreyfingarinnar til samans, og heimtar brottrekstur með fjölmiðlayfirlýsingum og gífuryrðum - og getur ekki einu sinni mætt á fundinn sem þú skapar út af málinu, er þingra en tárum taki.

Skammastu þín fyrir að hegða þér eins og smákrakki. Þú varst kosinn á þing til að fylgja eftir málefnum Borgarahreyfingarinnar, en ekki til að vera lögga á samflokksmenn þína. Haltu þig við það!

Billi bilaði, 10.8.2009 kl. 11:07

15 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég veit ekki betur en að baráttan gegn flokksræðinu og fyrir réttindum þingmanna til að standa með eigin samvisku hafi verið eitt af aðalmálum Borgarahreyfingarinnar. Þegar svo kemur að fyrsta máli sem þingmenn hennar eru ósammála um er öllu hleypt í illindi.

Héðinn Björnsson, 10.8.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.