Leita í fréttum mbl.is

Nóg komið af rugli

Þegar maður les um þennan ævintýralega verðmun á grænmeti eftir verslunum allt upp í 800% þá veit ég ekki hvað skal halda.

Eða kannski þarf maður ekkert að halda eitt né neitt það dettur einfaldlega engum í hug annarsstaðar en hér trúi ég að verðleggja sig til gjaldþrots.

Því ég ætla rétt að vona að fólk (húsmæður aðallega) haldi ekki áfram að versla í stórmörkuðum þar sem verðlagið á einu kílói af gulrótum gæti nægt fyrir hálfu gróðurhúsi eða svo.

Kannski erum við bara stórkostlega klikkuð við Íslendingar.

Við keyrum til dæmis alla þjónustu við útlendinga upp úr öllu valdi í kostnaði í einhverri tilraun til að græða stórt en auðvitað hættir fólk að koma sem fær svoleiðis útreið.

Eru útrásarbjánarnir farnir að verðleggja fyrir viðkomandi stórmakaði eða hvað?

Verðið á grænmetinu hjá þeim er annað hvort verðmerkt af einhverjum með mikilmennskubrjálæði nú eða það eru fyllibyttur á sveppum í að taka ákvarðanir um verðlag.

Núna er kreppa (ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum) og stærsti kostnaðurinn í heimilisbókhaldinu er maturinn.

Ég get sárlega fundið til með barnafólki sem vill gefa börnum sínum sem hollasta fæðu og ef verðlagið heldur áfram að bólgna við þessar aðstæður sem nú ríkja er ég dauðhrædd um að fólk hafi hreinlega ekki efni á að kaupa nauðsynlega hollustu fyrir börnin sín.

En hvernig læt ég.

Börnin skipta bara máli á tyllidögum í ræðustólum undir blaktandi fánum.

Og fyrir kosningar offkors.

ARG.


mbl.is Mikill verðmunur á grænmeti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Barnafólk er allavega farið að korta við sig grænmetið og í dag skoðar maður vel hvað þetta kostar, við erum svo heppin hér að við getum keypt beint af bóndanum og er það bæði ódýrara og betra, maður er þá að fá ferskt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég fer að hætta að borða grænmeti til öryggis. Fæ mér C vítamín töflur í apótekinu í staðinn.

Finnur Bárðarson, 7.8.2009 kl. 17:03

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þú getur líka keypt ódýrar c-vítamín freyðitöflur í Bónus! Miklu ódýrara! Það er orðinn lúxus fyrir barnafjölskyldur að versla við apótekin.

Margrét Sigurðardóttir, 7.8.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú segir nokkuð Margrét, þá fær maður hálfgert gos í leiðinni.

Finnur Bárðarson, 7.8.2009 kl. 17:39

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

úr fréttinni :

ATHUGASEMD SETT INN KL 16:00 Í frétt á vef ASÍ kemur fram að 792% verðmunur sé á jöklasalati. Það kosti 1.660 kr kg í Hagkaupum þar sem það var dýrast en var ódýrast í Bónus á kr. 186 kr. / kg. 

Að sögn Gunnars Inga Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa er þetta rangt. Hvert kg af jöklasalati kosti 449 kr. en ekki 1.660 kr. Hins vegar hafi kálið verið vitlaust verðmerkt í versluninni þegar verðkönnunin var gerð.

:)

Óskar Þorkelsson, 7.8.2009 kl. 17:43

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér er sama þótt kölski reki verslunina sem er ódýrust þá kaupi ég þar. Punktur

Finnur Bárðarson, 7.8.2009 kl. 18:04

7 identicon

Við notum bara hundasúrur og blöðin af rabbabaranum í salatið og allir eru í góðum gír.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 20:23

8 Smámynd: Eygló

Ekki beint um grænmeti, en hjá Fisk-eitthvað veitingahúsinu (þar sem Silli og Valdi voru, síðar Fógetinn)

kostar hvítvínsGLAS úr tunnunni "vín hússins" krónur Nítján hundruð og sextíu 00/100.

Þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki ÞÖRF fyrir slíkt. Maturinn var víst býsna góður og í raun hræódýr miðað við vínglasið; þótt dýr væri.

Hvað skyldi kosta flaskan?

Eygló, 7.8.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband