Föstudagur, 7. ágúst 2009
Skellt í lás
Ég hef oft talað mér til hita og blóðþrýstingshækkunar um s.k. hjálparstofnanir.
Þá á ég við góðgerðarstofnanir sem gefa bágstöddum að borða.
Ekki misskilja mig, bæði Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrksnefnd hafa eflaust bjargað mörgu og ég er svo sannarlega ekki að gagnrýna það góða starf.
Það er hins vegar hugmyndafræðin sem stendur í mér.
Ég er einfaldlega með þá skoðun að hvert samfélag sem vill geta staðið undir sjálfu sér með stolti byggi félagslegt net sem sér til þess að enginn þurfi að standa í röð og fá afhentan mat fyrir sig og sína upp á von og óvon.
Ég geri þá kröfu til samfélagsins að það láti ekki þegna sína svelta.
Ég hafna súpueldhúsahugmyndinni þar sem ráðamenn geta hallað sér aftur í leðursófanum og látið vandamálið renna yfir til félagasamtaka sem eru upp á gjafir og velvilja komnar.
Aldrei varð þetta ljósara fyrir mér en einmitt í síðast liðnum mánuði.
Þá fóru öll góðgerðarfélögin (kirkjan þar með talin) í sumarfrí.
Alls staðar skellt í lás - ekkert að hafa fyrir þurfandi fjölskyldur.
Áður en einhver fer á límingunum þá er ekkert að því að fólk og félög fari í sumarfrí en þetta sýnir bara að kerfi sem byggir á velvilja og styrkjum getur ekki gengið upp sem bjargráðalausn.
Það er hægt að spara út um allt.
En vinsamlegast sparið flottræfilsháttinn og bætið kerfið fyrir þá sem eiga ekki mat fyrir sig og sína.
Það er hreinlega skömm að þessu.
Þetta er aumingjaskapur sem við höfum ekki efni á.
Og hana nú.
Búast við mikilli fjölgun beiðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Tek heilshugar undir þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2009 kl. 10:01
Tek undir það.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem allajafna lætur lítið yfir sér er Matstofa Samhjálpar. Þar er unnið mjög gott og óeigingjarnt starf. Það eru u þ b 200 manns á dag sem þangað fara til að fá fría máltíð að borða. Um þessar mundir eru þau m a að selja gamla diska eftir Magnús Þór Sigmundsson til ágóða fyrir starfsemina. Þau standa við Krónubúðirnar á föstudögum.
Marta B Helgadóttir, 7.8.2009 kl. 10:06
Marta: Ég veit um Samhjálp svo maður tali nú ekki um Hjálpræðisherinn og það verður seint fullþakkað.
Málið er að auðvitað verður alltaf einhver þörf fyrir svona en núna sýnist mér sem félagsmálabatteríið sé farið að reikna með þessum reddingum góðgerðastofnana og það gengur ekki upp ef við viljum kallast fólk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2009 kl. 10:11
Það á að hafa þetta eins og á Haiti - þar er enga vinnu að hafa og stjórnvöld sjá til þess að allir fái að borða!
Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2009 kl. 10:16
Ég er þér svo sammála.
Sigrún Jónsdóttir, 7.8.2009 kl. 10:42
vá hvað ég er sammála!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.8.2009 kl. 10:46
Dagsetrið lokaði á Eyjaslóð í 2 vikur EN OPNAÐI Á MEÐAN Í SAMKOMUSAL Hersins að Kirkjustræti 2.Aðeins um breytingar á húsnæði á meðan við máluðum og saumuðum.Og það er ALDREI FRÍ í matarúthlutunum.Allir fá mat sem sækja um.Fólk verður svangt og er jafn peningalítið á sumrin sem og á veturna.Og við erum búin að opna afturÞað er mikil hamingja með það hjá þeim sem ekkert heimili eiga.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 10:54
Nákvæmlega, stjórnvöld sem reiða sig á aðstoð góðgerðarfélaga til að sjá um sína smæstu þegna er til skammar. Það er til nóg af mat á Íslandi, enginn ætti að þurfa að betla mat. Það er samfélagið sem er bilað.
steina (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:35
Hvernig væri nú að moldríkir útrásarvíkingar létti á samvisku sinni og gefi tugi milljóna til Mæðrastyrksnefndar ( þeim munar ekkert um það ). Hvað með t.d. milljarðamæringana Bjarna Ármannsson, Lárus Welding, Hreiðar Má, Sigurð Einarsson, Sigurjón Þ Árnason, Halldór J Kristjánsson ? Nei annars, það er örugglega til of mikils ætlast að slíkir eiginhagsmunapúkar láti nokkuð fé renna til góðgerðamála. Það væri reyndar búið að ákæra alla þessa menn í Danmörku. Þar er líka um siðmenntað og réttlátt þjóðfélag að ræða. Hér ríkir bara Suður-Amerískur auðmanna fasismi, sama hverjir stjórna.
Stefán (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:18
Þetta að loka hjá hjálparstafi kirkjunar í innan landsaðstoð er hreinasta skömm, Kirkjur og prestar eru um alt land hjá þjóðkirkjunni sem ættu vel að geta úthlutað mat til þeirra er þurfa. Eða snýst þetta um krónur og aura eða pólitíska sýndarmensku. Það er mikið af fólki sem hefur enga vinnu, fast í skuldum og á hvorki í sig og á. Hvað er þessi Velferðavakt, virðist vera upp á punnt. sjá hér:
Velferðarvaktin óskar eftir ábendingum frá stofnunum, félögum eða einstaklingum um málefni sem ætla má að þarfnist skoðunar og varða félagslegar eða fjárhagslegar afleiðingar bankahrunsins fyrir heimilin. Einnig þiggur vaktin tillögur eða upplýsingar um aðgerðir til að mæta vandanum sem gætu verið öðrum góð fyrirmynd. Velferðarvaktin tekur ekki til afgreiðslu málefni einstaklinga.
En hér er linkur á Vaktinafyrir þá sem vilja senda ábendingu til vaktarinnar
http://www.felagsmalaraduneyti.is/velferdarvaktin/abending/
Björn (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 13:31
amen
Brjánn Guðjónsson, 7.8.2009 kl. 14:40
Að treysta á, að hluti þjóðarinnar lifi á bónbjörgum er mikil skömm fyrir samfélag, sem hefur einhverja reisn og státar af öllum lifsins gæðum. Svo ég vitni nú í slagorð fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri. Starf hjálpræðishersins, ( sem sjaldan talar um sín góðverk), mæðrastyrksnefndar og fleirri góðgerðastofnanna er samt göfugt og þakkarvert.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.