Leita í fréttum mbl.is

Nú er ég hissa.

Ég hef alltaf talið að það yrði að landa Icesave-málinu á einn eða annan hátt.

Og mér á eftir að létta þegar það ljóta, vonda, skelfilega og rándýra mál er frá, ef það er hægt að tala um að það sé frá.  Það fer auðvitað ekki langt.

En svona er raunveruleikinn.

Nú segja Birgitta og Pétur Blöndal að samningsfjandinn verði studdur með sterkum fyrirvörum.

En ég er satt best að segja alveg stein hissa yfir þessum viðsnúningi hjá Birgittu Jónsdóttur.

Hvað með landráðapappírana og leyndarmálin sem þau töluðu um í Borgarahreyfingunni og gerðu það að verkum að það mátti ekki afgreiða Icesave fyrir nokkurn mun?

Sannleikurinn í málinu sem kom í veg að þau gætu stutt aðildarviðræðurnar við ESB?

Leyniskjölin þið munið!

Eru þau horfin upp í reyk?

Maður spyr sig.


mbl.is Styðja Icesave með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ragnarreykás.com  ....

Óskar Þorkelsson, 5.8.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Þegar hysteríunni lýkur, tekur blákaldur raunveruleikinn við.

Birgitta er tilfinningamanneskja . i gues..

hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það kom fram í fréttum áðan að ef miklir fyrirvarar verða gerðir þá þurfi að semja upp á nýtt. Tengist því vonandi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.8.2009 kl. 18:35

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það er stjórnarflokkarnir sem eru að reyna að gera samkomulag.  Birgitta er ekki með þar og ekki Sigmundur Davíð heldur thank goodness.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.8.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Forstjóri Coca Cola á Íslandi sem heitir Þorsteinn M. Jónsson kunni ekki að reikna þegar hann var í MH. Hann komst gegnum stærðfræðina í menntó  með hjálpa góðra manna.

Þetta var einn af aðal mönnunum bakvið útrásina.

Er einhver hissa á að þetta gekk ekki upp?

Hlutur þessa manns í Spilaborginni er stærri en margan grunar.

Hér er þessi Steini =

http://en.wikipedia.org/wiki/%C3%9Eorsteinn_M._J%C3%B3nsson

Hann á að biðjast afsökunar!

Vilhelmina af Ugglas, 5.8.2009 kl. 19:42

6 identicon

Þessi samninganefnd hefur unnið með tánum og hugsaði með ra........!

Axel (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 19:50

7 identicon

 hvar eru leyniskjölin? og hvað er breitt?Endalaus fífl þarna á alþingi og virðist sama hvar í flokki skrípið er ,sama vitleysan vellur úr fólki.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 20:29

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hafði Birgitta ekki í hótunum vegna afgreiðslu á umsókninni um aðild að ESB vegna þess að hún vildi ekki Icesave? Núna er hún tilbúin að styðja Icesave þó búið sé að samþykkja aðildarumsóknina ... eeeee!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.8.2009 kl. 20:38

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef sagt það áður og segi það enn... eina fólkið sem virðist hafa haldið sönsum við að komast á þing eru Katrín Jakobs og Ögmundur! Getum við ekki skipt út restinni af liðinu fyrir ættingja þeirra?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband