Leita í fréttum mbl.is

Raupið í Eyjamönnum

Vistmannaeyingar mega halda sínar þjóðhátíðar í góðu lagi fyrir mér og fá helminginn af þjóðinni í heimsókn ef þeir vilja en...

Ég hendi sjónvarpinu í vegginn ef þessum áróðri frá þjóðhátíð fer ekki að linna í fréttatímum beggja stöðva.

Þar er núna á hverju kvöldi talað við mótshaldara í Eyjum sem tíunda dásemdina.

Segja þetta himnaríki á jörðu.

Veðurguðirnir elski sig.

(Í fyrra rigndi eldi og brennisteini, þá snéru þeir því upp í lofsöng líka, það var nefnilega svo gaman á þjóðhátíð að veðrir skipti ekki nokkurn kjaft neinu máli).

Þeir séu svo frábærir mótshaldarar.

Að toppurinn á tilverunni sé einmitt í Vestmannaeyjum um þessa helgi.

Með tilkomu Bakkafjöru geti þeir tekið á móti miklu fleirum af því þeir eru svo klárir í skipulagningu út í eyjum offkors.

Sjálfhælnin hefur engan hnekki boðið í Vestmannaeyjum þrátt fyrir að Íslendingum hafi verið kippt frekar ákveðið niður á jörðina í hruninu.

Sko gott fólk..

í paradís á jörðu eru ekki kærðar nauðganir,

þar eru heldur ekki kærðar alvarlegar líkamsárásir,

þar eru ekki allar fangageymslur fullar

ég reikna heldur ekki með að í paradís á jörðu teljist nefbrot og þvíumlíkir áverkar til minniháttar.

Um að gera að vera ánægður með sig en þarf maður að hlusta á raupið í hverjum fréttatíma?

Þetta er eins og auglýsing frá ferðamálaráði Vestmannaeyja.

Ókeypis á prime time.

Get over your selves - arg.


mbl.is Illa barinn á þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú fær einhver Vestmannaeyingur flog og hvæsir að þetta pakk sem nauðgar og lemur sé auðvitað aðkomuskríllinn. 

Eru ekki venjulegir Vestmannaeyingar farnir að flýja í land fyrir þessi árlegu ósköp?

Svo lýsi ég því yfir að ég er sammála hverju orði hjá þér!   

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.8.2009 kl. 22:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldrei hef ég í eyjarnar komið og verð bara að segja að mér líður vel með það, get ekki ímyndað mér að þarna sé Paradís að finna.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sem innfæddum Vestmannaeyingi vil ég taka undir öll hnjóðsyrðin um Eyjabúa sem þu lætur úr úr þér kona en bæta því við að þeir eru líka algjörir veðurhálfvitar með alshæmer. Þeir guma að því að aldrei hafi verið eins gott veður á þjóðhátíð og nú, gleymandi því að árið 2007, í hitt eð fyrra, var líka glaðasólskin og talsvert hlýrra en nú og tvímælaust veðurbesta þjóðhátíð sem vitað er um. En þessu gleyma Vestmannaeyingar af því að þeir hæla sjálfum sér svo mikið að þeir koma varla hólinu út sér, í það minnsta ekki óbjöguðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2009 kl. 22:48

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er ekki bara allt í lagi að tíunda eitthvað gott sem skeður? Þarf alltaf að draga fram ljótustu hliðarnar?

Hrönn Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Lestu það út úr færslunni?

Það er bara út í hött að hafa allt í allt 9 fréttatíma um hversu dásamlegt þetta sé alltsaman.  Einu sinni er nóg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2009 kl. 23:02

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Annars var þessi Abbagella á Akureyri líka móðgun við homo sapiens í hóli sínu og monti (með norðlenskum framburði) og yfirdrifinum hressleika en þetta tilheyrir víst um verslunarmannahelgina!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já það er sennilega okkur fastalandsmönnum að kenna Hilmar að Árni bæði spilar og syngur.

Ég biðst auðmjúklegast afsökunar á þessari árlegu hljóðmengun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2009 kl. 23:10

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég sem innfæddur Vestmannaeyingur tek einnig undir undir hvert þitt orð Jenný. Sagt er að það sé mikið loft í Þingeyingum en þeir eru þó eins og sprungin blaðra miðað við hina Zeppelin-stóru montblöðru Vestmannaeyinga.

En þetta er samt bestu skinn greyin inn við beinið, það mega þeir eiga

Svava frá Strandbergi , 2.8.2009 kl. 23:11

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður: Sá það líka, hana addna Margréti Blöndal.  Hún var líka að kafna úr jákvæðni og hressileika en reyndar bara í einum fréttatíma.  Þar skilur á milli feigs og ófeigs.

Ekki montuðu Reykvíkingar sig svona af Viðeyjarhátíðinni forðum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2009 kl. 23:12

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á fullt af skyldfólki í Eyjum en þeir eru sem betur fer ekki í þjóðhátíðarnefnd það ég viti að minnsta kosti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2009 kl. 23:12

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Les ég hvað út úr færslunni?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 00:11

12 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæl Jenný.Ég hef aldrei heyrt að Eyjamenn gorti sig meira en aðrir þótt þeir hafi stundum haft ástæðu til þess.Af hverju heldur þú að sá sem kemur á Þjóðhátíð komi alltaf aftur og aftur.Svo veist þú það jafn vel og ég að ekkert bæjarfélag á Íslandi á eins merkilega sögu og Vestmanneyjar,allt frá því fyrir landnám og fram á þennan dag,það er alveg sama hvað oft þú flettir sögubókunum þú munt alltaf komast að sömu niðurstöðu,þú getur kannski bent mér á það bæjarfélag sem er með merkari sögu,og þá vegna hvers.Ég ákvað að vera ekki á þjóðhátíð núna,vegna þess að ég er alkaholisti eins og þú,ég vona að þér gángi vel með þann djöful eins og mér,þótt ég hafi haldið fyrst eftir að hafa lesið færsluna þína,nú er hún Jenný dottin.kv

þorvaldur Hermannsson, 3.8.2009 kl. 00:33

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega getur fólk verið geðvont hér inni.

Komaso.

Haffakamman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2009 kl. 01:13

14 identicon

Jenný ég elska þig.:):):

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 01:22

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Ok, tökum Akureyri næst, Djöfull getur sá bær sökkað bigtime..

hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 01:39

16 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Því miður er þitt þetta innlegg snautt af vitneskju um þjóðarvitund eins og mörg önnur að mínu mati, Vestmanneyingar eru sérstakir dugnaðarforkar, það get ég sagt þótt ég teljist ekki einn af þeim, án öfundar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.8.2009 kl. 03:00

17 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Það er satt hjá þér geðvonskan hjá þér í þessari færslu er yfirgengileg,þetta var eins og hjá krakka sem langaði á Þjóhátíð en fékk ekki að fara.Ég er búinn að sækjast eftir vináttu þinni á fesbook,á minni síðu eru bara Vestmanneyjingar fyrir utann einn,þar munt þú kynnast mikilmennum þessa lands,það verður mikill heyður fyrir þig að komast  inn á þá síðu,sjáumst á Fesbook.kv

þorvaldur Hermannsson, 3.8.2009 kl. 05:04

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

María: Ha?  Ertu að meina þetta?  Snautt af þjóðernisvitund?  Takk kærlega, þetta gleður mig virkilega.

Þið flest öll eruð með frábæran húmor og skemmtið mér konunglega.  Dásamlegt að eiga samskipti við fólk sem kann að hafa gaman.

Love you.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2009 kl. 10:15

19 Smámynd: hilmar  jónsson

sjúkk . Þetta er ótrúlegt húmorsleysi

hilmar jónsson, 3.8.2009 kl. 11:50

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sko Mýventningur að uppruna og get ekki sætt mig við það að ég sé kölluð sprungin blaðra við hlið Vestmannaeyinga, við erum og verðum montnastir allra, norðanmenn og nota bene, góða veðrið er miklu betra fyrir norðan, svo þið náið okkur aldrei na na na na bú bú

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 11:56

21 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnast eyjamenn krútt, þekki engan slæman eyjamann , - ja viðkomandi hefur þá amk farið leynt með upprunann

Ragnheiður , 3.8.2009 kl. 12:00

22 identicon

hmm Árni Johnsen er eyjamaður.  Ekki fer hann leynt með upprunann

jonas (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 12:58

23 identicon

 Hehe.

  Þetta hlýtur að hafa verið erfið helgi hjá minni. Þér líður eitthvað illa í hjartanu, það er eitthvað sem amar að.

  Kannski ertu alkohólisti eins og einhver kom að hér að ofan og ert þar af leiðandi grimm út í alla þá sem kunna að fara með áfengi.

  Kannski eru einu vinir þínir þeir sem eru skráðir sem vinir þínir á þessa bloggsíðu eða á Fésbók.

  Mig grunar að þú sért andlegur öryrki sem situr heima og reykir sígarettur og þambar kaffi yfir sjónvarpsglápi og netflakki.

  Það er ekkert varið í fréttaflutning sem stöðugt einblínist að því sem miður fer. Reynum fremur að hafa það góða í fólki að leiðarljósi en að sjá skratta í hverju horni.

  P.s. Þú átt sennilega von á miklu fleiri kommentum frá eyjafólki eins og mér.

  Góðar stundir (ekki yfir fréttatímanum).

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 13:12

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þorbjörn: Ég held Þorbjörn að það séu ekki margir Eyjamenn eins og þú.

Sem betur fer.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2009 kl. 14:50

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skorrdal: Hehe, dálítið yfir mörkin. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2009 kl. 17:39

26 Smámynd: Pétur Kristinsson

Hvaða, hvaða. Fórstu öfugt fram úr í morgun? Þegar að 14000 manns koma saman að skemmta sér kemur alltaf eitthvað uppá. Hjá langflestum er þetta hreinasta skemmtun og fréttamennska af gleði og myndir að brosandi syngjandi fólki er hreinasta nauðsyn á tímum Icesave og yfirvofandi þjóðargjaldþrots.

 Brosa meira og vera jákvæð :)

Pétur Kristinsson, 3.8.2009 kl. 21:47

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pétur: Ég hef ekkert á móti því að fólk skemmti sér saman.

Mér fannst þetta bara orðið ansi útvatnað í fréttatímum beggja sjónvarpsstöðva alla síðustu viku og svo helgina.

Reyndar er það alveg brjálæðislega fyndið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2009 kl. 21:56

28 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Jenný mín.
Vertu ævinlega velkomin til Eyja, hvort sem er á Þjóðhátíð eður ei. Láttu mig vita þegar þú kemur og ég skal sýna þér Eyjarnar ef þú vilt.  

Hvað varðar Þjóðhátíðina þá er staðreyndin sú að það er alltaf gaman á þeirri hátíð en þrátt fyrir það eru alltaf svartir sauðir innan um sem að skemma fyrir sér og öðrum. Þessir sauðir eru bæði heimamenn sem aðkomumenn, en það er sama hvert þú ferð - alltaf skulu einhverjir ná að skemma fyrir þeim sem vilja skemmta sér.

Með vinsemd og virðingu, Aðalsteinn.

P.S. Það er rétt hjá þér að það eru ekki margir eins og hann Þorbjörn vinur minn, en þeir mættu gjarna vera fleiri.

Aðalsteinn Baldursson, 4.8.2009 kl. 02:15

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Aðalsteinn: Takk fyrir boðið, hver veit nema ég þiggi það og þú verður þá að vera tilbúinn að standa við boðið.

Reyndar er stór hluti fjölskyldu mömmu Eyjamenn og ég hef komið til Eyja oftar en einu sinni.

Það sem mér þykir hins vegar undarlegt að þú skulir óska eftir fleirum Þorbjörnum, þá áttu væntanlega við að það sé í lagi með það sem hann skrifar.

Ég er ekki sammála, enda tel ég að það sé hverju barni fært að koma skoðunum sínum áleiðis án þess að leggjast í persónulegan óhróður, en það er bara mín skoðun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2009 kl. 08:57

30 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég ætla ekkert að tjá mig um hans skrif, hvorki að lasta þau né lofa. Það sem ég á við er að ég þekki hann af góðu einu, traustur vinur vina sinna.

Aðalsteinn Baldursson, 4.8.2009 kl. 17:44

31 identicon

Get sagt þér það að eina ástæðan fyrir því að fólk lofsamar og dásamar þessa blessuðu þjóðhátíð er sú að fólkið er svoleiðis á kafi ofan í bokkunni frá fimmtudegi fram á mánudag að það hefur ekki hugmynd um hvort var gaman eða ekki,  eina sem er eftirminnilegt er hversu marga lítra hver og einn einasti drakk.

Þetta er fylleríssukk sem á ekkert skylt við skemmtun enda vímuefnin sem flæða þarna útum allt til þess fallin að valda fólki gleymsku og falska skemmtun.

Fyrrverandi eyjakona. (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband