Leita í fréttum mbl.is

Eva Joly er ekki hetjan mín

Það er kannski að æra óstöðugan að blogga um þessa frétt.

Hver kjaftur á Moggablogginu virðist hafa skoðun á málinu.

En auðvitað get ég ekki stillt mig, hreinlega verð að leggja í púkkið.

Það er allt að því fyndið að Hrannar Arnarson skuli kveinka sér undan aldeilis frábærri grein Evu Joly sem hefði svo sannarlega átt að koma fyrr og kannski frá Íslendingum sjálfum í erlendum miðlum.

Ég tek undir hvert orð.

Ég get ekki séð annað en að það sé hið besta mál að Eva Joly láti Norðurlöndin og aðra sem málið varða heyra það óþvegið.

Svo minni ég á að það ríkir málfrelsi og það er alveg glatað að kvarta undan því.

Áfram Eva.

Ég þoli ekki hetjutal, enda búið að misþyrma hugtakinu á alla enda og kanta í þjóðfélaginu s.l. ár.

Þess vegna ætla ég ekki að segja að Eva Joly sé hetjan mín.

Hún á einfaldlega betra skilið.

En væri hetjuhugtakið ekki orðið að ofnotaðri klisju þá væri Eva sterkur kanditat í hetjunafnbótina hjá mér.

Súmí.


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Súmí tú.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 17:07

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er hún þá bara ekki andhetja?

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2009 kl. 17:17

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Það eru marga skrautlegar hetjuupphrópanir sem birst hafa á blogginu.

Dæmi : Davíð og joly sem stjórnendur landsins.

Vigdísi og Joly.... Joly sem einræðisherra.

Svona hystería kemur víst auðveldlega upp undir þeim kringumstæðum þegar fólk er reitt, hrætt og ráðvillt. Höfum mörg dæmi um það í mannkynssöguni.

En Eva er fín til síns brúks... Segi ekki meira og lofa því að segja aldrei neitt framar sem varpað gæti skugga á hennar ævintýraljóma.

hilmar jónsson, 2.8.2009 kl. 17:40

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð hjá þér Jenný mín eins og svo oft áður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 17:41

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hetja setja

Brjánn Guðjónsson, 2.8.2009 kl. 17:41

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl

hvernig hljómar "hugrökk kona" eða "kvenskörungur".

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 17:44

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Íslandsvinur er ofnotað en ég ætla samt að nota það orð núna en ég gæti líka notað mörg önnur orð því Eva Joly er merkilegri en svo að henni verði lýst með einu orði.  Ég gæti  með góðri samvisku bætti við skörp og réttsýn án þess að roðna. 

En hvað segir forsætisráðherrann?

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 20:15

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mjög sammála þessu, það er búið að ofnota hetju nafnbótina.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 20:41

9 Smámynd: Halla Rut

Einmitt sem þú segir, algjörlega merkilegt að engin vel mælandi á ensku hafi ekki skrifað varnaræður fyrir okkar hönd til erlenda fjölmiðla. Dugleysi okkar er algjört.

Halla Rut , 2.8.2009 kl. 20:42

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hjúkkití púhh,  hélt snöggvast að þú hefðir runnið af stólnum. 

Eva er kjarnakona sem þorir, og testesteróin eru lafhræddir við hana.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.8.2009 kl. 23:56

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hugsanlega gætum við kallað þetta karlmennsku?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 00:38

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eva er okkar von.................

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2009 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband