Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Ástríðufullar kjötbollur - takk fyrir
Það er eitthvað óstjórnlega krúttlegt og í leiðinni heimóttarlegt við Ora.
Svo eru þeir með vægt mikilmennskubrjálæði upp á íslensku.
Slagorðið er "Ora - ástríða í matargerð".
Hvernig hægt er að taka upp niðursuðudósir af ástríðu með vatn í munninum af tilhlökkun er mér lokuð bók, en það er gott að hafa trú á sér og sinni framleiðslu.
Ég hef alist upp með grænum baunum og svoleiðis dósamat.
Það er svona kaupfélagslegur fílingur yfir niðursoðinni vöru. Svona fiftís eitthvað.
Man eftir saxbauta hérna í denn. Sem var tekinn með í ferðalög.
Svo sé ég að Ora er að innkalla kjötbollur í brúnni sósu.
Einhver framleiðslugalli.
Okei, það getur alltaf komið fyrir og ég er ekkert hissa á því.
Kjötbollurnar hafa eflaust verið eldaðar af ástríðufullum kokki á meðan hann fékk margar matarfullnægingar yfir pottinum.
Sé hann fyrir mér troða bollunum og sósunni ofan í blikkdósina með ofsafengnum tilburðum þess sem vill koma bestu kjötbollum í heimi ofan í kreppuþjáða Íslendinga.
Málið er að ég er svo hissa að fólk skuli enn vera að kaupa niðursoðna kjötvöru.
Þegar það er allt fullt af góðu hráefni.
En ég verð að trúa því að það sé ástríðuhitinn í innihaldi blikkdósanna sem er að ganga svona vel í fólk.
Kannski maður fái sér grænar í kvöld.
Ég finn hvernig ég hitna öll að innan.
Hér er auglýsingin.
Ekki missa af henni.
Ótrúlegt hvað hægt er að elska það sem maður trúir á.
Líka niðursoðinn mat.
Ora innkallar kjötbollur í brúnni sósu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 2986831
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
erótíkin yfir fiskibollunum hvarf þegar ég komst að því að þær voru gerðar úr færeyskum ufsa!!!
zappa (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 15:56
Þessi auglýsing er... (hér vantar mig tilhlýðilegt lýsingarorð)!
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.7.2009 kl. 16:22
Saxbautinn klikkaði ekki. Ora grænar eru sígildar og samofnar þjóðarsálinni. Blandað grænmeti í dósum frá Ora er guðdómlegt. Ora er þjóðþrifafyrirtæki sem allir íslendingar ættu að eiga hlutabréf í.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 28.7.2009 kl. 16:44
Allt frá Ora er gott þó sumt sé betra en annað og þessar blessuðu kjötbollur eru bara ágætar og fínt að eiga þegar maður nennir ómögulega að gúrmeast eitthvað (sem gerist æ oftar hjá mér - desverre ) og sömu sögu er að segja með fiskbollur og fiskbúðing - algerir bjargvættir á mínu heimili
, 30.7.2009 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.