Leita í fréttum mbl.is

Afsakið á meðan ég garga mig hása

Það er kannski rétt að við getum lifað og komist af án Evrópu.

En getur Evrópa lifað án okkar?

Æi, mér gæti ekki verið meira sama.

En sáuð þið fréttirnar á RÚV í gærkvöldi?

Já, ég veit, fullt af fréttum um stórtækar úttektir innanhússmanna hjá Glitni og Landsbanka.

En það er ekki það sem vakti mesta athygli hjá mér sko.

Heldur konan sem kvartaði yfir of háum atvinnuleysisbótum miðað við lægstu laun.

Kvartaði yfir fríðindum fyrir atvinnulausa og svona í leiðinni.

Ég hef tekið eftir því undanfarið að það er verið að ráðast að atvinnulausu fólki og gera það að einhverskonar glæpamönnum.

Merkilegt miðað við að það er fullt af stórtækum glæpamönnum í þjóðfélaginu út um allt, en einhvern veginn eru atvinnulausir betra skotmark.

Sífellt verið að tala um svik þeirra og svarta vinnu en ég er viss um að það er lítill minnihluti sem stendur í bótasvikum.

Sem ég er svo sannarlega ekki að mæla bót.

Ég vil bara minna á að atvinnulausa fólkið eru fórnarlömb bankahrunsins, sjálftökunnar og sukksins.

Þeir eru engir sökudólgar.

Og að draga í viðtal konu sem er um það bil að fara af bótum og inn á vinnumarkaðinn til að óskapast yfir þessum bótum sem fólk rétt skrimtir á finnst mér fyrir neðan allar hellur.

Væri ekki gáfulegra að horfa á vandann frá öðru sjónarhorni og öllu réttlátara?

Eins og þeirri staðreynd að við eigum handónýt hagsmunasamtök launþega sem hafa staðið sig svo illa að meira að segja atvinnuleysisbætur eru jafn háar lágmarkslaunum?

Ég held að skömmin liggi þar, hjá peningamönnunum, stórþjófunum og siðleysingjunum.

Ekki hjá heiðarlegu fólki sem stendur uppi atvinnulaust.

Afsakið á meðan ég garga mig hása.

VIÐTALIÐ


mbl.is „Getum lifað án Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem betur fer horfði ég ekki á sjónvarpið í gærkvöldi, ég hefði annað hvort; kastað einhverju í sjónvarpið og skemmt það, eða orðið mér til skammar fyrir framan mína austurrísku gesti með formælingum og öskrum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2009 kl. 09:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála! Þetta er fáránlegt! Allt í einu eru atvinnulausir orðnir aðalkrimmarnir?

Það er hinsvegar aldrei talað um alla þá sem eru að strögglast við að komast aftur inn á markaðinn og sækja um allar vinnur sem í boði eru og fá annaðhvort engin svör eða eru sviknir um loforð um svör. 

Það er heldur ALDREI talað um atvinnurekendur sem eru að notfæra sér ástandið og koma fram við starfsmenn sína eins og þeir eigi að þakka fyrir að hafa vinnu á meðan þeir svíkja þá um allt sem þeir komast upp með!

Sveit attan!

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2009 kl. 09:17

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég ætla bara að vona að blessuð konan hafi bara mismælt sig.  Hún hlýtur að hafa átt við að lægstu laun væru allt of lág miðað við atvinnuleysisbætur.

Sigríður Jósefsdóttir, 28.7.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei, konan mismælti sig ekki. Hún kvartaði sárlega undan of háum atvinnuleysisbótum miðað við lægstu laun. Og fríðindin maður minn. Málið verður að skoðast út frá því að konan var að "missa" fríðindin og bæturnar og var á leið í vinnu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2009 kl. 09:30

5 Smámynd:

Sammála henni Hrönn Sig. hér að ofan. Vinnuveitendum tekst að halda fólki á tánum með "það er nóg af fólki sem getur unnið vinnuna þína ef þú ert með eitthvað múður".

, 28.7.2009 kl. 09:44

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta er náttúrulega fyrir neðan allar hellur og ég trúi því bara ekki að fólk mótmæli þessari nálgun með látum

Heiða B. Heiðars, 28.7.2009 kl. 09:52

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er að hringja þangað núna....

Heiða B. Heiðars, 28.7.2009 kl. 09:53

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Heiða, alltaf hægt að treysta á villinginn snillinginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2009 kl. 09:55

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

..............og sagði þeim hvað mér fannst :)

Mæli með því að sem flestir hringi

Heiða B. Heiðars, 28.7.2009 kl. 10:00

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sá viðtalið við Kollu og fannst það frekar aumkunnarvert.. því blessuð konan kvartaði yfir 149.000 kr atvinnuleysisbótum.. vandinn er ekki bæturnar heldur launin.. launin eru alltof lág.

annars er hún kolla blessunin búin að spila talsvert á kerfið í gegnum áriin ásamt því að hafa verið í rekstri sjálf.. og borgað lægstu launin sem henni finnst svo frábær í dag. 

Óskar Þorkelsson, 28.7.2009 kl. 10:51

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar: Ég vil ekki blanda persónu þessarar konu inn í málið.  Það sem er aðfinnsluvert er að RÚV hafi leitað uppi einhvern með skoðanir sem ábyggilega ekki nokkur kjaftur sem er á atvinnuleysisskrá deilir með konunni.

Höldum Kolbrúnu fyrir utan umræðuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2009 kl. 11:07

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hún var nafngreind í fréttinni sem þú vitnar í á RUV, svo ég sé ekkert athugavert að ræða um hana Kollu sem persónu.

Óskar Þorkelsson, 28.7.2009 kl. 11:11

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hjartanlega sammála þér Jenný.

Rut Sumarliðadóttir, 28.7.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.