Föstudagur, 24. júlí 2009
Sýnum mannúð
Í gróðærinu þegar hér var stundaður innflutningur á erlendu verkafólki til að byggja í brjálæðinu var stöðugt verið að ráðast á það vegna landlægrar kynþáttaandúðar á Íslandi.
Mér er í fersku minni djöfuldómurinn og lætin í meðlimum Stangaveiðifélags Reykjavíkur þegar mér varð á að brosa að því að Pólverjar nokkrir veiddu sér í soðið í Elliðaánum.
Mér fannst það krúttlegt og ég er enn alveg viss um að þeir hafi ekki haft græna hugmynd um allt andskotans veiðisnobbið og lúxusinn í kringum stangaveiði á Íslandi.
Ég er auðvitað ekki að mæla veiðiþjófnaði bót en mér fannst þetta sum sé dálítið dúllulegur árekstur ólíkra menningarheima.
Ég bloggaði oft og gjarnan til stuðnings innflytjendum enda vissi ég sem var andúðin kraumar í þjóðarsálinni. Ekki allri offkors en alveg nógu víða.
Og þá hugsaði ég á stundum þegar ég las heiftúðlegar athugasemdir landa minna í athugasemdakerfinu mínu við færslurnar, að það væri eins gott að þessi þjóð okkar þyrfti ekki á öðrum að halda með sitt yfirlætislega viðhorf.
En nú er það komið á daginn að við erum upp á náð og miskunn margra þjóða komin.
Sem er sorglegt.
En vonandi lærdómsríkt í leiðinni.
Nú fer ég fram á það, og það ekki auðmjúklegast, að hver sem um mál flóttamannanna frá Al Waleed flóttamannabúðunum fjallar, komi dóttur Aydu Abdullah Al Esa á Akranesi og manni hennar til landsins.
Við viljum ekki aðskilja fjölskyldur er það?
Dóttir Aydu missti barn sitt skömmu eftir fæðingu en hún fékk ekki nægilega aðstoð og læknishjálp þegar hún veiktist.
Þar sem er hjartarúm þar er pláss.
Ég er ekki biblíutrúuð kona en ég trúi bjargfast og af öllu afli á kærleikann og að við eigum að koma fram við náungann eins og við viljum láta koma fram við okkur.
Ég er til í að planta mér fyrir framan ráðuneyti dómsmála eins og ég hef áður gert til stuðnings öðrum flóttamanni, til að minna á dóttur hennar Aydu en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að það sé nauðsynlegt.
Sýnum mannúð.
Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
það virðist alltaf vera mjög mikið vandamál (fyrir stjórnvöld og slíkt amk) að gera hið eina rétta - jafnvel þó að það sé miklu einfaldara og flæki málin minna heldur en hitt...
halkatla, 24.7.2009 kl. 10:39
Heyrðu, hann var góður þessi með Elliðaárnar. Ég missti alveg af þessu. Við grobbum okkur oft af því að hafa þessa frábæru laxveiðiá innan borgarmarkana. En hún er bara fyrir suma. Hér í Stokkhólmi er líka hægt að veiða lax innan borgarmarkana og það kostar ekki neitt. Reynar afar algeng iðja hjá atvinnulausum innflytjendum að veiða á daginn. Ég er alveg viss um að þú hefur rétt fyrir þér í því að blessaðir mennirnir hafa verið alveg grandalausir í þessu máli.
Ásgeir Rúnar Helgason, 24.7.2009 kl. 11:27
Ég held nú ekki að það sé nein mannúð að planta ungum manneskum í okkar samfélag í dag.
Við værum móral-laus ef við gerðum það . Ég er alveg viss um að þetta unga par er betur sett í U.S.A. Við getum ekki boðið upp á neitt bara að borga skuldir eftir glæpamenn okkar lands. Nei, svoleiðis gerir maður ekki.
j.a. (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 14:12
Þessi er ungur, föðurlaus og frá Írak. Mamma hans er í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Hann er búin að bíða í tæpt ár eftir svari frá Útlendingastofnun.
http://vefritid.eyjan.is/index.php/greinasafn/haelisleitandi-helgarinnar-nour-aldin-fra-bagdad#comments
Bryndis (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 17:45
Það er ómennskt að láta líða svona langan tíma, ef viðkomandi getur gert grein fyrir því hver hann er. Yfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að maðurinn ef hann hefur flóttamanna -stöðu-, þá á að stytta ferlið niður í .. lengst.. 3 mán.
j.a. (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 18:37
Eigum nóg af vandamálum, því skildum við flitja þau inn.
Hörður Einarsson, 24.7.2009 kl. 21:53
Hörður minn, við gætum til dæmis flutt þig út og flutt dóttur Aydu inn. Ég held að það gætu verið fín skipti.
Svala Jónsdóttir, 25.7.2009 kl. 01:17
Nei ekki fleiri flóttamenn til Íslands , Ísland hefur ekkert að gera með fleiri múslima
Alexander Kristófer Gústafsson, 29.7.2009 kl. 09:10
Svala: Sammála.
Alexander: Þú þreytir mig með þessari múslímaandúð. Fólk er fólk.
Skorrdal: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2009 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.